Hvort kom á undan, laxinn eða fólkið?

Fiskeldi á Austfjörðum. Mynd úr safni.
Fiskeldi á Austfjörðum. Mynd úr safni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Forsvarsmenn fiskeldisfyrirtækja og sveitarfélaga á Vestfjörðum hafa að undanförnu talað ómyrkir í máli um það áhættumat sem Hafrannsóknastofnun gaf út í júlímánuði, þar sem reifuð er möguleg erfðablöndun frá laxeldi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum, en í skýrslu stofn­un­ar­inn­ar er meðal annars lagt til að eldi í Ísa­fjarðar­djúpi verði ekki leyft, vegna mögu­legra mik­illa nei­kvæðra áhrifa á laxa­stofna í Djúp­inu.

„[...] og lax naumast heldur“

Úr Nýja dagblaðinu í júlí 1937.
Úr Nýja dagblaðinu í júlí 1937.

Í samtali við 200 mílur segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, að hugsanleg neikvæð áhrif á laxastofna í Djúpinu hafi ekki í för með sér óafturkræft tjón á náttúru svæðisins. Heldur þurfi að hugsa um hagsmuni þeirra Vestfirðinga sem svæðið byggja.

Vísar hann til þess, að ekki fyrir svo löngu fannst varla lax í ám Ísafjarðardjúps.

Í 28. árgangi Andvara, tímarits Hins íslenska þjóðvinafélags, skrifar Bjarni Sæmundsson náttúrufræðingur skýrslu til landshöfðingja og segir þannig um Vestfirði: „Um laxveiði er alls ekki að ræða á þessu svæði, og lax naumast heldur.“

Nýja dagblaðið greinir svo frá þeirri nýlundu í júlí 1937 að lax sé farinn að ganga í ár við Ísafjarðardjúp.

Menn þurfi að vera vel tryggðir

„Ályktunin sem ég dreg af þessu er sú að hugsanlegt tjón, sem laxeldið gæti valdið hérna í Ísafjarðardjúpi, það væri tjón á þeirri vinnu sem ræktendur ánna hafa unnið í gegnum áratugina. Þeir hafa verið að rækta, sleppa í og auðga ána af lífi og byggja hana upp. Það yrði þá bætt með tryggingabótum, ef tjón yrði á því, og menn fengju fé til að bæta tjónið.

En við lestur þessara frétta af liðinni öld þá er ljóst að það er ekki verið að valda neinu óafturkræfu tjóni á náttúrunni í ánum í Ísafjarðardjúpi. Í raun og veru þarf því engar forvarnir sérstakar, aðrar en þær að menn þurfa að vera vel tryggðir og geta bætt tjónið, ef það verður.“

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. mbl.is/Sigurður Bogi

Fram fari eðlilegt umhverfismat

200 mílur ræddu við Jón Pál Hreinsson, bæjarstjóra Bolungarvíkur, um mál þetta í gær. Sagði hann umtalsverða hagsmuni í húfi, þar sem bú­ast megi við að þrjá­tíu þúsund tonna fisk­eldi, eins og burðarþols­matið á Ísa­fjarðar­djúpi gerir ráð fyr­ir, skapi um það bil 350 ný störf.

Gísli Halldór kveðst taka undir með Jóni Páli í megindráttum.

„Við erum alla vega algjörlega sammála um það, að á þessum forsendum sem hafa verið settar fram, er ekki hægt að loka Ísafjarðardjúpi fyrir laxeldi. Við viljum auðvitað fyrst og fremst að það fari fram eðlilegt umhverfismat og að tillit verði tekið til allra þátta, náttúru, annarra veiða og hagsmuni samfélagsins.

Við viljum að á þeim forsendum séu laxeldisleyfi afgreidd. Svekkelsi okkar út í þessa nefnd um stefnumótun í fiskeldi snerist auðvitað að mestu um það að við töldum að það ætti að fara að leggja fram einhvers konar stefnu um fiskeldismál, þar sem verið væri að gæta hagsmuna samfélagsins.“

Ekki hægt að jafna saman við fiskveiðiráðgjöfina

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir sjáv­ar­út­vegs­ráðherra fundaði í fyrrakvöld með Gísla Halldóri, Jóni Páli og Pétri Georg Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, um framtíð fisk­eld­is í lands­hlut­an­um.

Aðspurður segist Gísli Halldór hafa tjáð ráðherranum óánægju sína.

„Alveg sérstaklega varðandi það, að ef leggja á svona mikið vægi á þessar litlu ár í Ísafjarðardjúpi - vegna þess að skýrsla Hafró fjallar fyrst og fremst um þann þátt - og ef skýrsla Hafró á að verða einhver ákvarðandi þáttur í þessu heildardæmi, þá er verið að láta þessar þrjár litlu ár vega þungt en ekki tekið tillit til allra annarra hagsmuna. Ég gerði henni grein fyrir því,“ segir hann og bætir við:

„Ég hef auðvitað ekki burði ennþá alla vega til að gera lítið úr þessari skýrslu Hafró. En ég get þó bent á það að hún var unnin á stuttum tíma, af fjórum mönnum og það er á engan hátt hægt að jafna henni saman við áratuga uppbyggingu Hafrannsóknastofnunar á fiskveiðiráðgjöf sinni.“

mbl.is

Innlent »

Grátbiðja um að fá að vera hér áfram

10:12 „Við viljum bara búa á Íslandi,“ segir Nasr Mohammed Rahim. Blaðamaður hittir hann, eiginkonu hans, Sobo Anwar Hasan, og ungt barn þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem þau dvelja. Dvölinni lýkur þó eftir nokkra daga en umsókn þeirra um hæli á Íslandi var endanlega hafnað fyrir tveimur vikum. Meira »

Áfram tekist á um dómara í Stím-máli

10:09 Héraðsdómur hafnaði í dag kröfu verjenda í Stím-málinu svokallaða um að Hrefna Sigríður Briem, sérfróður meðdómari í málinu myndi víkja. Áður hafði Hæstiréttur hafnað kröfu um að dómsformaðurinn Símon Sigvaldason myndi víkja. Verjendur í málinu ætla allir að kæra úrskurðinn. Meira »

Neyðarákall vegna barna rohingja

09:53 UNICEF sendir frá sér alþjóðlegt neyðarákall vegna gríðarlegrar neyðar barna rohingja sem hafa þurft að flýja ofbeldisöldu í Mjanmar yfir til Bangladess síðustu vikur. Síðan 25. ágúst hafa meira en 528.000 rohingjar flúið hræðilegt ofbeldi, þar af 58% börn. Meira »

Boðflennur á fundi sjálfstæðismanna

09:17 „Ég var sérstaklega ungur í anda þarna í gærkvöldi,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem í gær hélt erindi á kvöldi á vegum Ungra sjálfstæðismanna um veip, eða rafrettur. Meira »

Umhverfisþing hafið í Hörpu

09:14 Umhverfisþing hófst í Hörpu í morgun með ávarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra. Það er haldið samkvæmt ákvæðum náttúruverndarlaga og að þessu sinni verða loftslagsmál meginefni þingsins. Meira »

Lokahnykkur hafnarframkvæmda

08:18 Verktakar eru að leggja lokahönd á nýtt athafna- og geymslusvæði við Húsavíkurhöfn. Er þetta lokahnykkurinn í miklum framkvæmdum sem ráðist er í vegna iðnaðaruppbyggingar á Bakka. Meira »

Boða aðgerðir í kynferðisbrotamálum

07:37 Samráðshópur um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins leggur til víðtækar aðgerðir í lokadrögum að aðgerðaáætlun sem skilað hefur verið til dómsmálaráðherra, Sigríðar Andersen. Meira »

Hafa þrek og þor í verkefnin

08:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins segir að kosningarnar í haust muni meðal annars snúast um að leysa húsnæðisvandann, einkum hjá ungu fólki sem komist ekki út úr foreldrahúsum eða af leigumarkaði vegna þess að það eigi ekki fyrir útborguninni. Meira »

Herjólfur stefnir til Landeyjahafnar

07:28 Herjólfur stefnir til Landeyjahafnar í dag en óvissa er með ferðir skipsins til og frá höfninni klukkan 11 og 12.45 vegna flóðastöðu. Meira »

Grunaðir um ölvunar- og fíkniefnaakstur

07:14 Bifreið var stöðvuð í Hraunbæ um hálfeittleytið í nótt. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.  Meira »

Svört forsíða Stundarinnar

07:03 Forsíða nýjasta tölublaðs Stundarinnar er með óvenjulegu sniði í dag en hún er svört. Ástæðan er væntanlega lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu gegn fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Meira »

Tæpar 5 milljónir fyrir kynningarrit

06:41 Reykjavíkurborg greiddi 4,8 milljónir króna fyrir kynningarrit um húsnæðismál og uppbyggingu í borginni sem var dreift í hús í vikunni. Meira »

Isavia kyrrsetti flugvél Air Berlin

06:28 Isavia kyrrsetti skömmu fyrir miðnætti flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum og eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. Meira »

Mikil rigning á Austfjörðum

06:10 Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Austfjörðum fram undir hádegi og má búast við vatnavöxtum ásamt auknum líkum á skriðuföllum. Meira »

Óheimilt að skerða bætur

05:30 Úrskurðarnefnd velferðarmála felldi úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að skerða tekjutengd bótaréttindi ellilífeyrisþega á Íslandi vegna erlendra lífeyrissjóðsgreiðslna. Meira »

Alvarlega slasaður eftir bílveltu

06:19 Einn maður slasaðist alvarlega í bílveltu í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi seint í gærkvöldi. Björgunarsveitir frá norðanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út eftir vegna manns sem hafði verið á leið til Ísafjarðar en ekkert spurst til. Bílinn fannst utan vegar í Álftafirði á ellefta tímanum. Meira »

Skoða afstöðu til gjaldtöku

05:30 Reykjanes Geopark hefur óskað eftir afstöðu sveitarfélaga á svæðinu til hugsanlegrar gjaldtöku á ferðamannastöðum. „Við erum að kanna afstöðu sveitarfélaga til þess hvaða leiðir eigi að fara til að fjármagna uppbyggingu. Meira »

Eykur áhættu í hagkerfinu

05:30 Mikil aukning ríkisútgjalda næstu misseri getur haft ýmar afleiðingar. Með því væri ríkið að örva hagkerfið á versta tíma í hámarki uppsveiflunnar sem myndi ógna stöðugleika og samkeppnishæfni landsins. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Vélstjóra vantar
Vélstjóra vantar á Fríðu Dagmar 2817, ÍS103. Báturinn er 29,9 brt. vélarstærð 6...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
 
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...