Hvort kom á undan, laxinn eða fólkið?

Fiskeldi á Austfjörðum. Mynd úr safni.
Fiskeldi á Austfjörðum. Mynd úr safni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Forsvarsmenn fiskeldisfyrirtækja og sveitarfélaga á Vestfjörðum hafa að undanförnu talað ómyrkir í máli um það áhættumat sem Hafrannsóknastofnun gaf út í júlímánuði, þar sem reifuð er möguleg erfðablöndun frá laxeldi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum, en í skýrslu stofn­un­ar­inn­ar er meðal annars lagt til að eldi í Ísa­fjarðar­djúpi verði ekki leyft, vegna mögu­legra mik­illa nei­kvæðra áhrifa á laxa­stofna í Djúp­inu.

Í kjölfar þess að matið var birt hefur verið meðal annars gagnrýnt að hagsmunir íbúa við Ísafjarðardjúp séu með því að engu hafðir, og að „svo virðist sem ætl­un nefnd­ar um stefnu­mót­un í fisk­eld­is­mál­um sé að ná „ein­hvers kon­ar sam­komu­lagi milli eld­is­fyr­ir­tækja og veiðirétt­ar­hafa um svæðaskipt­ingu fyr­ir lax­eldi, að mestu án til­lits til hags­muna íbúa svæðanna.“

„[...] og lax naumast heldur“

Úr Nýja dagblaðinu í júlí 1937.
Úr Nýja dagblaðinu í júlí 1937.

Í samtali við 200 mílur segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, að hugsanleg neikvæð áhrif á laxastofna í Djúpinu hafi ekki í för með sér óafturkræft tjón á náttúru svæðisins. Heldur þurfi að hugsa um hagsmuni þeirra Vestfirðinga sem svæðið byggja.

Vísar hann til þess, að ekki fyrir svo löngu fannst varla lax í ám Ísafjarðardjúps.

Í 28. árgangi Andvara, tímarits Hins íslenska þjóðvinafélags, skrifar Bjarni Sæmundsson náttúrufræðingur skýrslu til landshöfðingja og segir þannig um Vestfirði: „Um laxveiði er alls ekki að ræða á þessu svæði, og lax naumast heldur.“

Nýja dagblaðið greinir svo frá þeirri nýlundu í júlí 1937 að lax sé farinn að ganga í ár við Ísafjarðardjúp.

Menn þurfi að vera vel tryggðir

„Ályktunin sem ég dreg af þessu er sú að hugsanlegt tjón, sem laxeldið gæti valdið hérna í Ísafjarðardjúpi, það væri tjón á þeirri vinnu sem ræktendur ánna hafa unnið í gegnum áratugina. Þeir hafa verið að rækta, sleppa í og auðga ána af lífi og byggja hana upp. Það yrði þá bætt með tryggingabótum, ef tjón yrði á því, og menn fengju fé til að bæta tjónið.

En við lestur þessara frétta af liðinni öld þá er ljóst að það er ekki verið að valda neinu óafturkræfu tjóni á náttúrunni í ánum í Ísafjarðardjúpi. Í raun og veru þarf því engar forvarnir sérstakar, aðrar en þær að menn þurfa að vera vel tryggðir og geta bætt tjónið, ef það verður.“

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. mbl.is/Sigurður Bogi

Fram fari eðlilegt umhverfismat

200 mílur ræddu við Jón Pál Hreinsson, bæjarstjóra Bolungarvíkur, um mál þetta í gær. Sagði hann umtalsverða hagsmuni í húfi, þar sem bú­ast megi við að þrjá­tíu þúsund tonna fisk­eldi, eins og burðarþols­matið á Ísa­fjarðar­djúpi gerir ráð fyr­ir, skapi um það bil 350 ný störf.

Gísli Halldór kveðst taka undir með Jóni Páli í megindráttum.

„Við erum alla vega algjörlega sammála um það, að á þessum forsendum sem hafa verið settar fram, er ekki hægt að loka Ísafjarðardjúpi fyrir laxeldi. Við viljum auðvitað fyrst og fremst að það fari fram eðlilegt umhverfismat og að tillit verði tekið til allra þátta, náttúru, annarra veiða og hagsmuni samfélagsins.

Við viljum að á þeim forsendum séu laxeldisleyfi afgreidd. Svekkelsi okkar út í þessa nefnd um stefnumótun í fiskeldi snerist auðvitað að mestu um það að við töldum að það ætti að fara að leggja fram einhvers konar stefnu um fiskeldismál, þar sem verið væri að gæta hagsmuna samfélagsins.“

Ekki hægt að jafna saman við fiskveiðiráðgjöfina

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir sjáv­ar­út­vegs­ráðherra fundaði í fyrrakvöld með Gísla Halldóri, Jóni Páli og Pétri Georg Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, um framtíð fisk­eld­is í lands­hlut­an­um.

Aðspurður segist Gísli Halldór hafa tjáð ráðherranum óánægju sína.

„Alveg sérstaklega varðandi það, að ef leggja á svona mikið vægi á þessar litlu ár í Ísafjarðardjúpi - vegna þess að skýrsla Hafró fjallar fyrst og fremst um þann þátt - og ef skýrsla Hafró á að verða einhver ákvarðandi þáttur í þessu heildardæmi, þá er verið að láta þessar þrjár litlu ár vega þungt en ekki tekið tillit til allra annarra hagsmuna. Ég gerði henni grein fyrir því,“ segir hann og bætir við:

„Ég hef auðvitað ekki burði ennþá alla vega til að gera lítið úr þessari skýrslu Hafró. En ég get þó bent á það að hún var unnin á stuttum tíma, af fjórum mönnum og það er á engan hátt hægt að jafna henni saman við áratuga uppbyggingu Hafrannsóknastofnunar á fiskveiðiráðgjöf sinni.“

mbl.is

Innlent »

Röðin minnkað frá því í morgun

12:39 Röðin fyrir utan söluskrifstofu Icelandair við innritunarborðin í flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur minnkað mikið frá því snemma í morgun. Meira »

Fara fram á lögbann á afhendingu gagna

12:11 Fyrirtækið Lagardère Travel Retail, sem rekur fimm veitingastaði á Keflavíkurflugvelli, hefur farið fram á að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu setji lögbann á afhendingu Isavia á gögnum í tengslum við forval um leigu á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í flugstöðinni árið 2014. Meira »

MAST undirbýr aðgerðir vegna riðu

12:05 Riðuveiki, sem hefur verið staðfest á búi í Svarfaðardal, er fyrsta tilfellið sem greinist á Norðurlandi eystra síðan 2009 en þá greindist riðuveiki á bænum Dæli í Svarfaðardal. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða. Meira »

Styrkumsóknirnar aldrei áður svo margar

11:31 Miðstöð íslenskra bókmennta bárust 30% fleiri umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku í ár en í fyrra.  Meira »

Krafan komin „verulega frá“ 20%

11:25 Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir kröfu um 20% launahækkun flugvirkja hjá Icelandair hafa kannski verið lagða fram „á einhverjum tímapunkti fyrir langalöngu“. „Hún hljóðaði einhvers staðar þar um kring en hún er komin verulega frá því,“ segir Óskar Einarsson. Meira »

Þyrla send vegna slasaðs sjómanns

11:10 Þyrla Landhelgisgæslunnar var í nótt send til Vestmannaeyja til að sækja sjómann sem hafði slasast um borð í fiskiskipi undan suðurströnd landsins. Skipið sigldi til Vestmannaeyja þar sem læknir á staðnum, í samráði við þyrlulækni Landhelgisgæslunnar, taldi réttast að flytja manninn til Reykjavíkur. Meira »

Sló Sanitu með flöskum og slökkvitæki

10:42 Erlendur karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir manndráp á Sanitu Brauna á Hagamel fimmtudaginn 21. september. Í ákæru málsins kemur fram að maðurinn hafi slegið Sanitu ítrekað í andlit og höfuð með tveimur til þremur glerflöskum og slökkvitæki sem var tæplega 10 kíló. Meira »

Ekki bjartsýnn að verkfallið leysist í bráð

10:55 Miðað við það hvernig verkfall flugvirkja Icelandair hefur þróast er Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, ekki bjartsýnn á að það leysist í bráð. Þetta segir hann í samtali við mbl.is. Verkfall flugvirkjar hófst klukkan sex í gærmorgun og hefur þegar haft áhrif á þúsundir farþega. Meira »

Fluttir á slysadeild með höfuðáverka

10:02 Tveir hafa verið fluttir á slysadeild á Akureyri í morgun með áverka á höfði eftir hálkuslys. Tíu stiga hiti er á Akureyri og fljúgandi hálka, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Meira »

Heyrir í deiluaðilum eftir hádegi

09:49 Magnús Jónsson aðstoðarríkissáttasemjari ætlar að vera í sambandi við deiluaðila í kjaraviðræðum Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair eftir hádegi í dag vegna áframhaldandi fundahalda. Meira »

Dæla vatni á Facebook

09:34 Jólasveinninn Hurðaskellir er meðal þeirra jólasveina sem hafa kosið að kaupa gjafir sínar í vefverslun UNICEF, í stað þess að fylgja ráðleggingum jólagjafaráðs jólasveinanna. Meira »

Sveinn Gestur dæmdur í 6 ára fangelsi

09:32 Sveinn Gestur Tryggvason var í dag dæmdur í 6 ára fangelsi í tengslum við dauða Arnars Jónssonar Aspar sem lést eftir líkamsárás sem hann varð fyrir í Mosfellsdal í júní. Dregst gæsluvarðhald Sveins Gests frá brotadegi frá fangelsisdóminum. Meira »

Alexander og Emilía vinsælust

09:22 Alexander var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja árið 2016 og þar á eftir Aron og Mikael. Emilía var vinsælasta stúlkunafnið en þar á eftir Emma og Elísabet. Flestir eiga afmæli 27. ágúst en fæstir á hlaupársdag, jóladag og gamlársdag. Meira »

Dómur í Mosfellsdalsmálinu í dag

08:16 Dómur verður kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni í dag, en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás, en ekki manndráp, í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar. Arnar lést í kjölfar árásarinnar sem átti sér stað fyrir utan heimili hans í Mosfellsdal 7. júní. Meira »

Röð byrjuð að myndast á vellinum

07:55 Biðröð er byrjuð að myndast fyrir utan söluskrifstofu Icelandair við innritunarborðin í flugstöð Leifs Eiríkssonar, segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Upp úr viðræðum flugvirkja og Icelandair slitnaði um fjögurleytið í nótt og ekki hefur verið boðað til nýs fundar milli deiluaðila. Meira »

Leika Mozart við kertaljós í 25. sinn

08:18 Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin.   Meira »

Stuttnefjur stráfelldar við Grænland

07:57 Íslenskar stuttnefjur hafa verið veiddar í stórum stíl við Vestur-Grænland á veturna. Stuttnefja er svartfugl og mjög lík langvíu í útliti, en með styttri gogg eins og nafnið bendir til. Meira »

Flaug eins og herforingi á Stórhöfða

07:37 „Þetta er fallegasti fálki sem ég hef nokkru sinni séð; vel haldinn og fallega hvítur. Var greinilega frelsinu feginn þegar hann blakaði vængjum og stefndi suður á Stórhöfða,“ segir Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður. Meira »
Rexton 2016. Á frábæru verði 3,990,000-
Vorum að fá inn SSangyong Rexton 2016 ekinn 50þús km, sjálfskiptur. Bíll byggðu...
Gjafabréf á ljósmyndanámskeið
Hægt er að kaupa gjafabréf á öll námskeið á rafrænu formi hjá ljosmyndari.is ...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
NISSAN TERRANO II 1995 DIESEL 4WD vél 2,7 100 ha há/lágdrif-gott dráttarafl
Góð yngri vél, lítið keyrð 32 tommu Ironman dekk. Þarfnast viðgerða, lega fran o...
 
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...