Hvort kom á undan, laxinn eða fólkið?

Fiskeldi á Austfjörðum. Mynd úr safni.
Fiskeldi á Austfjörðum. Mynd úr safni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Forsvarsmenn fiskeldisfyrirtækja og sveitarfélaga á Vestfjörðum hafa að undanförnu talað ómyrkir í máli um það áhættumat sem Hafrannsóknastofnun gaf út í júlímánuði, þar sem reifuð er möguleg erfðablöndun frá laxeldi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum, en í skýrslu stofn­un­ar­inn­ar er meðal annars lagt til að eldi í Ísa­fjarðar­djúpi verði ekki leyft, vegna mögu­legra mik­illa nei­kvæðra áhrifa á laxa­stofna í Djúp­inu.

Í kjölfar þess að matið var birt hefur verið meðal annars gagnrýnt að hagsmunir íbúa við Ísafjarðardjúp séu með því að engu hafðir, og að „svo virðist sem ætl­un nefnd­ar um stefnu­mót­un í fisk­eld­is­mál­um sé að ná „ein­hvers kon­ar sam­komu­lagi milli eld­is­fyr­ir­tækja og veiðirétt­ar­hafa um svæðaskipt­ingu fyr­ir lax­eldi, að mestu án til­lits til hags­muna íbúa svæðanna.“

„[...] og lax naumast heldur“

Úr Nýja dagblaðinu í júlí 1937.
Úr Nýja dagblaðinu í júlí 1937.

Í samtali við 200 mílur segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, að hugsanleg neikvæð áhrif á laxastofna í Djúpinu hafi ekki í för með sér óafturkræft tjón á náttúru svæðisins. Heldur þurfi að hugsa um hagsmuni þeirra Vestfirðinga sem svæðið byggja.

Vísar hann til þess, að ekki fyrir svo löngu fannst varla lax í ám Ísafjarðardjúps.

Í 28. árgangi Andvara, tímarits Hins íslenska þjóðvinafélags, skrifar Bjarni Sæmundsson náttúrufræðingur skýrslu til landshöfðingja og segir þannig um Vestfirði: „Um laxveiði er alls ekki að ræða á þessu svæði, og lax naumast heldur.“

Nýja dagblaðið greinir svo frá þeirri nýlundu í júlí 1937 að lax sé farinn að ganga í ár við Ísafjarðardjúp.

Menn þurfi að vera vel tryggðir

„Ályktunin sem ég dreg af þessu er sú að hugsanlegt tjón, sem laxeldið gæti valdið hérna í Ísafjarðardjúpi, það væri tjón á þeirri vinnu sem ræktendur ánna hafa unnið í gegnum áratugina. Þeir hafa verið að rækta, sleppa í og auðga ána af lífi og byggja hana upp. Það yrði þá bætt með tryggingabótum, ef tjón yrði á því, og menn fengju fé til að bæta tjónið.

En við lestur þessara frétta af liðinni öld þá er ljóst að það er ekki verið að valda neinu óafturkræfu tjóni á náttúrunni í ánum í Ísafjarðardjúpi. Í raun og veru þarf því engar forvarnir sérstakar, aðrar en þær að menn þurfa að vera vel tryggðir og geta bætt tjónið, ef það verður.“

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. mbl.is/Sigurður Bogi

Fram fari eðlilegt umhverfismat

200 mílur ræddu við Jón Pál Hreinsson, bæjarstjóra Bolungarvíkur, um mál þetta í gær. Sagði hann umtalsverða hagsmuni í húfi, þar sem bú­ast megi við að þrjá­tíu þúsund tonna fisk­eldi, eins og burðarþols­matið á Ísa­fjarðar­djúpi gerir ráð fyr­ir, skapi um það bil 350 ný störf.

Gísli Halldór kveðst taka undir með Jóni Páli í megindráttum.

„Við erum alla vega algjörlega sammála um það, að á þessum forsendum sem hafa verið settar fram, er ekki hægt að loka Ísafjarðardjúpi fyrir laxeldi. Við viljum auðvitað fyrst og fremst að það fari fram eðlilegt umhverfismat og að tillit verði tekið til allra þátta, náttúru, annarra veiða og hagsmuni samfélagsins.

Við viljum að á þeim forsendum séu laxeldisleyfi afgreidd. Svekkelsi okkar út í þessa nefnd um stefnumótun í fiskeldi snerist auðvitað að mestu um það að við töldum að það ætti að fara að leggja fram einhvers konar stefnu um fiskeldismál, þar sem verið væri að gæta hagsmuna samfélagsins.“

Ekki hægt að jafna saman við fiskveiðiráðgjöfina

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir sjáv­ar­út­vegs­ráðherra fundaði í fyrrakvöld með Gísla Halldóri, Jóni Páli og Pétri Georg Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, um framtíð fisk­eld­is í lands­hlut­an­um.

Aðspurður segist Gísli Halldór hafa tjáð ráðherranum óánægju sína.

„Alveg sérstaklega varðandi það, að ef leggja á svona mikið vægi á þessar litlu ár í Ísafjarðardjúpi - vegna þess að skýrsla Hafró fjallar fyrst og fremst um þann þátt - og ef skýrsla Hafró á að verða einhver ákvarðandi þáttur í þessu heildardæmi, þá er verið að láta þessar þrjár litlu ár vega þungt en ekki tekið tillit til allra annarra hagsmuna. Ég gerði henni grein fyrir því,“ segir hann og bætir við:

„Ég hef auðvitað ekki burði ennþá alla vega til að gera lítið úr þessari skýrslu Hafró. En ég get þó bent á það að hún var unnin á stuttum tíma, af fjórum mönnum og það er á engan hátt hægt að jafna henni saman við áratuga uppbyggingu Hafrannsóknastofnunar á fiskveiðiráðgjöf sinni.“

mbl.is

Innlent »

Beindi byssu að fólki í bifreið

Í gær, 22:10 Fjórir karlmenn voru handteknir síðastliðna nótt og í dag vegna atviks sem átti sér stað í gærkvöldi fyrir utan veitingastað í Hafnarfirði. Þar steig einn mannanna út úr bifreið og ógnaði að sögn vitna fólki í annarri bifreið með skotvopni. Meira »

Staðið verður við búvörusamninginn

Í gær, 21:06 Stjórnvöld hafa ekki annað í hyggju en að standa við búvörusamninginn sem samþykktur var á Alþingi síðasta haust. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Mikilvægt sé hins vegar að finna lausn til framtíðar á vanda sauðfjárbænda. Meira »

Tvær deildir á tveimur árum

Í gær, 20:10 „Við spilum með hjartanu og hver fyrir annan,“ segir Jóhannes Helgason, einn liðsmanna meistaraflokks Gnúpverja í körfuknattleik, um ótrúlegan uppgang liðsins undanfarin tvö ár. Meira »

Fjórir fá 20 milljónir hver

Í gær, 19:47 Fyrsti vinningur lottósins gekk út í kvöld en hann var samtals rúmar 80 milljónir króna. Fjórir skipta honum með sér og fær því hver um sig rúmar 20 milljónir í sinn hlut. Meira »

Stemning í miðbænum - myndir

Í gær, 19:12 Mikil stemning hefur ríkt í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem Menningarnótt fer fram í blíðskaparveðri. Hátíðin er allsherjar tónlistar- og menningarveisla, og fjölmargir viðburðir fara fram í allan dag. Meira »

Kerfisbreytingar lagðar til hliðar

Í gær, 18:52 „Manni virðist þessi ríkisstjórn í raun og veru snúast fyrst og fremst um að viðhalda ákveðinni hægrisinnaðri efnahagsstjórn, sveltistefnu í garð almannaþjónustu og skattabreytingum sem eru ekki til þess að auka jöfnuð heldur þvert á móti,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Lítið bóli á þeim kerfisbreytingum sem Viðreisn og Björt framtíð hafi boðað. Meira »

Mála stíginn rauðan

Í gær, 18:15 Í Sjálandshverfi í Garðabæ hafa nokkrir kaflar á göngu- og hjólastíg hverfisins verið málaðir rauðir. Svokölluðum hvinröndum verður komið fyrir á rauðu köflunum á næstunni en það eru litlar rákir í gangstéttinni Meira »

Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni lokið

Í gær, 18:38 Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem haldið var í 34. sinn í dag, er nú lokið. Rúmlega fjórtán þúsund manns tóku þátt í fimm vegalengdum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Herramenn flytja úr sögulegu húsnæði

Í gær, 17:40 Þau sögulegu tíðinda verða í vetur að rakarastofan Herramenn í Kópavoginum flyst úr húsnæðinu sem hefur hýst stofuna frá fyrsta degi, en í húsinu hafa Kópavogsbúar, og aðrir, látið klippa sig í yfir hálfa öld en stofan er gegnt bæjarstjórnarskrifstofum Kópavogsbæjar að Neðstutröð 8 við Fannborg. Meira »

Hugmyndir um nýtt nafn ekki nýjar

Í gær, 17:13 Hugmyndir um að Samfylkingin skipti um nafn eru ekki nýjar af nálinni enda hafa slíkar vangaveltur reglulega komið fram frá því að flokkurinn var stofnaður í kringum síðustu aldamót. Hins vegar hafa þær færst talsvert í aukana hin síðari ár. Meira »

Margir heimsóttu forsetahjónin í dag myndasyrpa

Í gær, 17:05 Opið hús var á Bessastöðum í dag milli 12 og 16 og gátu gestir skoðað Bessastaðastofu, elsta húsið, móttökusal, fornleifakjallara og hitt sjálf forsetahjónin. Meira »

Dansmaraþon á Klapparstíg

Í gær, 15:50 Klukkan 17:00 í dag hefst bein útsending á mbl.is frá karnivali á Klapparstíg. Munu margir listamenn stíga á stokk og dansmaraþon eiga sér stað. Meira »

Þættir um feril Eiðs Smára

Í gær, 13:36 Tökur hófust í vikunni á sjónvarpsþáttaröð um knattspyrnuferil Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsfyrirliða. Í þáttunum verða heimsótt flest þau félög sem Eiður hefur leikið með á löngum ferli, til dæmis Chelsea og Barcelona, og rætt við ýmsa fyrrverandi leikmenn. Meira »

Þúsundir hlupu í blíðunni (myndir)

Í gær, 13:08 Meira en fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni í miðborg Reykjavíkur í dag.   Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

Í gær, 12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Siðanefnd vísar kæru Spencer frá

Í gær, 13:27 Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur vísað frá kæru Roberts Spencer á hendur fréttastofu Útvarps þar sem kærufrestur var runnin út þegar kæra barst. Spencer kom hingað til að flytja fyrirlestur um íslam. Meira »

Löng biðröð við Mathöllina á Hlemmi

Í gær, 12:48 Fjölmargir biðu með vatnið í munninum eftir að Mathöllin á Hlemmi yrði opnuð í dag. Bragðlaukar þeirra kættust svo gríðarlega er dyrunum var lokið upp og matarlyktina lagði á móti þeim. Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

Í gær, 12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Citroen C4 sjálfskiptur og nýskoðaður
Dökkblár Citroen C4. Sjálfskiptur. Skoðaður maí '17. Verð: 250 þúsund. Ársgömul...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...