Í veg fyrir að peningar falli af himnum

Ljósmynd/Páll Kvaran

Í einu fá­tæk­asta landi heims vinn­ur Íslend­ing­ur að því að koma í veg fyrir að peningar falli af himnum ofan. Bók­staf­lega! Páll Kvar­an hef­ur und­an­far­in fimm ár unnið að ýms­um þró­un­ar­verk­efn­um í Úganda en und­an­far­in tvö ár hef­ur hann verið hjá ráðgjafa­fyr­ir­tæki á sviði farsíma­pen­inga.

Farsíma­pen­inga­hug­takið hljóm­ar e.t.v. frem­ur frum­stætt í eyr­um Vest­ur­landa­búa og þá ekki síst Íslend­inga, þar sem tæp 90 pró­sent þjóðar­inn­ar eiga snjallsíma. Verk­efnið geng­ur út á að nýta farsíma af „gamla skól­an­um“ sem greiðslu­kort og heima­banka. Þar geta ein­stak­ling­ar sótt um lán eða stofnað sparnaðar­reikn­inga en hvort tveggja þekk­ist varla meðal al­menn­ings í land­inu.

Ljósmynd/Páll Kvaran

„Farsíma­pen­ing­ar er ört stækk­andi geiri hér í Úganda og öðrum Afr­íku­lönd­um. Hérna úti er meira að segja allra fá­tæk­asta fólkið með farsíma og bank­arn­ir byrjaðir að bjóða uppá þjón­ustu í gegn­um sím­ana. Ýmsar þró­un­ar­stofn­an­ir hafa unnið að út­breiðslu farsíma­pen­inga til að auka aðgengi fólks að fjár­málaþjón­ustu,“ seg­ir Páll en hann vinn­ur með Sam­einuðu þjóðunum og rann­sókn­ar­stofn­un Alþjóðabank­ans að út­breiðslu starf­ræna fjár­málaaðgeng­is­ins.

Páll vinn­ur m.a. með tefram­leiðanda sem borg­ar átta til níu þúsund manns laun á tveggja vikna fresti. „Fyr­ir­tækið borg­ar átta til níu þúsund manns á tveggja vikna fresti með því að setja pen­inga í flug­vél og henda þeim út úr flug­vél­inni til fólks­ins á ferð. Við erum að stoppa pen­inga frá því að falla af hinum ofan í einu fá­tæk­asta landi heims,“ seg­ir Páll.

„Þeir setja pen­ing­ana í þunga poka og henda ein­um poka í hvert skipti. Eitt skiptið hitti flugmaður­inn ekki á rétt­an stað og pok­inn lenti á þak­inu á skrif­stof­unni hjá fram­leiðand­an­um, í gegn­um þakið og fót­braut bók­ara fyr­ir­tæk­is­ins sem sat við skrif­borðið í Excel,“ seg­ir Páll.

Hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft

„Við hjálp­um m.a. fyr­ir­tækj­um að borga starfs­mönn­um sín­um með farsíma­pen­ing­um og með því fær fólk aðgengi að fjár­málaþjón­ustu, s.s. sparnaðar­reikn­ing­um með vöxt­um og aðgengi að lán­um fyr­ir fjár­fest­ingu. Úganda er eitt frjó­sam­asta land í heim, allt sprett­ur eins vel og hugs­ast gæti á jörðinni, en þrátt fyr­ir það eru bænd­ur ekki að rækta mikið á hverja ekru. Smá­bænd­ur gætu verið að meðaltali verið með allt af fimmfalt stærri upp­skeru en þeir eru með núna,“ seg­ir Páll en stór ástæða er skort­ur á láns­fé til fjárfestinga. Fræ­in eru lé­leg og ekki notað nóg af áburði. 

Ljósmynd/Páll Kvaran

„Hug­mynd­in sú að með því að borga þess­um bænd­um með farsíma­pen­ing­um geta þeir í framtíðinni fengið aðgengi að lán­um til að geta keypt áburðinn og betri fræ, eða öðrum fjárfestingum“ seg­ir hann.

Páll seg­ir að með farsíma­pen­ing­un­um sé verið að skapa ákveðna innviði sem „hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft“. Hann seg­ir mörg þró­un­ar­verk­efni fel­ast í því að ákveða fyr­ir fólk hvað sé best fyr­ir það, svo sem með því að gefa bænd­um svín eða hænsni. 

„Núna eru að spretta upp lít­il fyr­ir­tæki sem bjóða upp á alls kon­ar þjón­ustu í gegn­um farsím­ana. Bænd­ur geta t.d. fengið aðgang að veður­spánni sem skipt­ir miklu máli uppá að vita hvenær eigi að planta. Svo eru alls kon­ar lána­fyr­ir­tæki kom­in á markaðinn, vext­ir lækka og lækka eft­ir því sem sam­keppn­in eykst á þess­um markaði,“ seg­ir Páll. 

Enn sem komið er eru lán­in sem veitt eru í gegn­um farsím­ana lág og til skamms tíma. Millj­ónir hafa tekið svona lán síðan þau komu á markaðinn fyr­ir um ári síðan að sögn Páls og hafa t.a.m. versl­un­ar­menn tekið slík skamm­tíma­lán til að auka skil­virkni við sín inn­kaup sem eyk­ur þar með við út­flutn­ing lands­ins. 

„Það já­kvæða fyr­ir bænd­ur og fá­tæk­ara fólk í Úganda er að fólkið er ekki að taka mikla áhættu með þessi lán því þau eru veðlaus. EF þú borg­ar ekki verður ekki tekið af þér landið eða húsið,“ seg­ir Páll.

Kann vel við sig í Úganda

Páll lauk námi í HHS, heim­speki, hag­fræði og stjórn­mála­fræði frá há­skól­an­um á Bif­röst og fékk þá áhuga á þró­un­ar­fræðum og kláraði hann meist­ara­nám í þeim við Oxford há­skóla.

Um tíma starfaði hann hjá Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un í Úganda. Þaðan fór hann og starfaði í kring­um um­hverf­is­mál í Úganda og síðan í land­búnaðinn. „Ég kom heim í ár en ákvað svo að fara út aft­ur og verð verð bara hér. Hér er alltaf gott veður og menn­ing­in æðis­legt, fólkið er vina­legt,“ seg­ir Páll sem er bú­sett­ur í höfuðborg­inni Kampala.

mbl.is

Innlent »

Þriggja bíla árekstur

Í gær, 22:59 Þrír bílar lentu í árekstri á Suðurlandsvegi til móts við afleggjara inn í Heiðmörk um klukkan 20 í kvöld.  Meira »

Hitinn fór upp í 18,4 stig

Í gær, 22:50 Veðrið lék við flesta landsmenn í dag og fór hitinn mest upp í 18,4 stig í Árnesi. Suðvestlæg átt verður ríkjandi á morgun og áfram verður hlýtt í vikunni. Meira »

Eygir í langþráða heimferð frá Kanarí

Í gær, 22:15 Farið er að sjá fyrir endann á langri bið Íslendinganna sem áttu flug bókað heim frá Tenerife á Kanaríeyjum með Primera Air klukkan fjögur í gær en verið er að hleypa farþegum um borð um kl. 21.30, eða hátt í einum og hálfum sólarhring á eftir áætlun. Meira »

Flugeldasýningin í myndum

Í gær, 22:00 Taktfastar sprengingar frá risastórri flugeldasýningu Menningarnætur ómuðu um alla Reykjavík í logninu í gær. Ljósasýningin var tilþrifamikil að mati viðstaddra. Meira »

Metfjöldi upplifir almyrkvann

Í gær, 21:43 Sá sjaldgæfi atburður verður í Bandaríkjunum á morgun að þar mun sjást almyrkvi á sólu. Almyrkvinn gengur þvert yfir Bandaríkin, frá Oregon á Vesturströndinni þar sem hann hefst klukkan 10:15 að staðartíma yfir til Suður-Karólínu þar sem honum lýkur um 90 mínútum síðar. Meira »

Geðshræring greip um sig

Í gær, 21:28 Mikil geðshræring greip um sig í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag er bíl var ekið á bygginguna. Lögreglu tókst ekki að yfirbuga ökumanninn fyrr en inn í flugstöðina var komið. Starfsmaður á vellinum segir starfsfólki og farþegum hafa verið brugðið, ekki síst vegna hryðjuverkanna í Evrópu að undanförnu. Meira »

Hvers vegna var Birna myrt?

Í gær, 20:38 Á morgun hefst aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Møller Ol­sen í Héraðsdómi Reykjaness. Thomas er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar. Meira »

Leita enn mannsins með byssuna

Í gær, 21:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manns um tvítugt sem veifaði skotvopni í Hafnarfirði og kann að hafa ógnað fólki með henni. Ekki liggur ljóst fyrir hvort maðurinn hafi verið að ógna fólki með byssunni, en margt bendir til þess. Meira »

Kveikt í palli í Keflavík

Í gær, 20:15 Brunavarnir Suðurnesja voru kvaddar að húsi við Hafnargötu í Keflavík á áttunda tímanum í kvöld þar sem eldur logaði í trépalli við hús sem kallað er 88-húsið. Meira »

Sagði konunni að „drulla sér“ út

Í gær, 19:58 Konan sem rifin var með valdi út úr bíl sínum við Leifsstöð fyrr í dag var á leið heim af Keflavíkurflugvelli þar sem hún starfar. Maðurinn hljóp í átt að bílnum, kýldi fast í bílrúðuna og sagði henni að „drulla sér úr bílnum“ áður en hann reif hana út. Meira »

Eykur stuðning við Reykjavíkurmaraþon

Í gær, 19:51 Íslandsbanki hefur ákveðið að auka stuðning sinn við Reykjavíkurmaraþon. Bankinn mun greiða allan kostnað sem fellur til við söfnunina svo sem þróun og viðhald á tölvukerfi vegna heimasíðunnar og færslugjöld vegna áheita. Meira »

Ók utan í lögreglubíl

Í gær, 19:44 Um klukkan 2 í fyrrinótt stöðvaði lögreglan á Akureyri sautján ára ökumann undir áhrifum fíkniefna framan við Engimýri í Öxnadal. Þá hafði lögreglan veitt honum eftirför frá Þingvallastræti á Akureyri. Meira »

Ísland tvisvar á lista CNN

Í gær, 19:44 Seljalandsfoss og Skaftafell eru á lista CNN yfir helstu náttúruperlur heims þar sem landslagið getur hreinlega gert fólk orðlaust. Meira »

Margoft á sjúkrahús vegna ofneyslu

Í gær, 18:30 Hér á landi er fjöldi einstaklinga lagður inn á bráðadeildir á hverju ári vegna ofneyslu lyfja. Margir þeirra sem deyja vegna ofneyslu eiga margar innlagnir að baki áður en kemur að andláti. Það sem af er ári hafa 14 andlát verið til skoðunar hjá lyfjateymi embættis landlæknis. Meira »

Tilkynnt um eld á Laugavegi

Í gær, 17:37 Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um reyk á Laugavegi nú á sjötta tímanum í dag. Þegar slökkvibílar voru lagðir af stað kom í ljós að um minniháttar eld var að ræða. Meira »

Kýldi löggu, rændi bíl og ók á Leifsstöð

Í gær, 18:46 Maður ók bifreið á Leifsstöð rétt um klukkan sex í dag. Þetta staðfestir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Bifreið lögreglunnar á Suðurnesjum hafði veitt bifreiðinni eftirför frá Reykjanesbraut og að Leifsstöð þar sem eftirförinni lauk. Meira »

Tveir bílar og hestakerra ultu

Í gær, 18:17 Rétt eftir klukkan 18 í dag lentu tveir bílar í árekstri á þjóðveginum við Laugaland á Þelamörk. Bílarnir voru báðir á suðurleið og sá fremri var með hestakerru í eftirdragi. Ökumaður aftari bílsins hugðist aka fram úr en rakst þá bíll hans utan í hestakerruna með þeim afleiðingum að hún losnaði. Meira »

Skóflustunga tekin að Skarðshlíðarskóla

Í gær, 17:22 Fyrsta skóflustungan að byggingu Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði verður tekin á morgun, mánudag. Skólinn er níundi grunnskóli bæjarins en áætlanir gera ráð fyrir að skólinn verði eingöngu byggður fyrir eigið fé, einkum tekjur af lóðasölu. Meira »
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 321.300,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
VAÐNES-sumarbústaðalóðir
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...