Í veg fyrir að peningar falli af himnum

Ljósmynd/Páll Kvaran

Í einu fá­tæk­asta landi heims vinn­ur Íslend­ing­ur að því að koma í veg fyrir að peningar falli af himnum ofan. Bók­staf­lega! Páll Kvar­an hef­ur und­an­far­in fimm ár unnið að ýms­um þró­un­ar­verk­efn­um í Úganda en und­an­far­in tvö ár hef­ur hann verið hjá ráðgjafa­fyr­ir­tæki á sviði farsíma­pen­inga.

Ljósmynd/Páll Kvaran

„Farsíma­pen­ing­ar er ört stækk­andi geiri hér í Úganda og öðrum Afr­íku­lönd­um. Hérna úti er meira að segja allra fá­tæk­asta fólkið með farsíma og bank­arn­ir byrjaðir að bjóða uppá þjón­ustu í gegn­um sím­ana. Ýmsar þró­un­ar­stofn­an­ir hafa unnið að út­breiðslu farsíma­pen­inga til að auka aðgengi fólks að fjár­málaþjón­ustu,“ seg­ir Páll en hann vinn­ur með Sam­einuðu þjóðunum og rann­sókn­ar­stofn­un Alþjóðabank­ans að út­breiðslu starf­ræna fjár­málaaðgeng­is­ins.

Páll vinn­ur m.a. með tefram­leiðanda sem borg­ar átta til níu þúsund manns laun á tveggja vikna fresti. „Fyr­ir­tækið borg­ar átta til níu þúsund manns á tveggja vikna fresti með því að setja pen­inga í flug­vél og henda þeim út úr flug­vél­inni til fólks­ins á ferð. Við erum að stoppa pen­inga frá því að falla af hinum ofan í einu fá­tæk­asta landi heims,“ seg­ir Páll.

„Þeir setja pen­ing­ana í þunga poka og henda ein­um poka í hvert skipti. Eitt skiptið hitti flugmaður­inn ekki á rétt­an stað og pok­inn lenti á þak­inu á skrif­stof­unni hjá fram­leiðand­an­um, í gegn­um þakið og fót­braut bók­ara fyr­ir­tæk­is­ins sem sat við skrif­borðið í Excel,“ seg­ir Páll.

Hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft

„Við hjálp­um m.a. fyr­ir­tækj­um að borga starfs­mönn­um sín­um með farsíma­pen­ing­um og með því fær fólk aðgengi að fjár­málaþjón­ustu, s.s. sparnaðar­reikn­ing­um með vöxt­um og aðgengi að lán­um fyr­ir fjár­fest­ingu. Úganda er eitt frjó­sam­asta land í heim, allt sprett­ur eins vel og hugs­ast gæti á jörðinni, en þrátt fyr­ir það eru bænd­ur ekki að rækta mikið á hverja ekru. Smá­bænd­ur gætu verið að meðaltali verið með allt af fimmfalt stærri upp­skeru en þeir eru með núna,“ seg­ir Páll en stór ástæða er skort­ur á láns­fé til fjárfestinga. Fræ­in eru lé­leg og ekki notað nóg af áburði. 

Ljósmynd/Páll Kvaran

„Hug­mynd­in sú að með því að borga þess­um bænd­um með farsíma­pen­ing­um geta þeir í framtíðinni fengið aðgengi að lán­um til að geta keypt áburðinn og betri fræ, eða öðrum fjárfestingum“ seg­ir hann.

Páll seg­ir að með farsíma­pen­ing­un­um sé verið að skapa ákveðna innviði sem „hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft“. Hann seg­ir mörg þró­un­ar­verk­efni fel­ast í því að ákveða fyr­ir fólk hvað sé best fyr­ir það, svo sem með því að gefa bænd­um svín eða hænsni. 

„Núna eru að spretta upp lít­il fyr­ir­tæki sem bjóða upp á alls kon­ar þjón­ustu í gegn­um farsím­ana. Bænd­ur geta t.d. fengið aðgang að veður­spánni sem skipt­ir miklu máli uppá að vita hvenær eigi að planta. Svo eru alls kon­ar lána­fyr­ir­tæki kom­in á markaðinn, vext­ir lækka og lækka eft­ir því sem sam­keppn­in eykst á þess­um markaði,“ seg­ir Páll. 

Enn sem komið er eru lán­in sem veitt eru í gegn­um farsím­ana lág og til skamms tíma. Millj­ónir hafa tekið svona lán síðan þau komu á markaðinn fyr­ir um ári síðan að sögn Páls og hafa t.a.m. versl­un­ar­menn tekið slík skamm­tíma­lán til að auka skil­virkni við sín inn­kaup sem eyk­ur þar með við út­flutn­ing lands­ins. 

„Það já­kvæða fyr­ir bænd­ur og fá­tæk­ara fólk í Úganda er að fólkið er ekki að taka mikla áhættu með þessi lán því þau eru veðlaus. EF þú borg­ar ekki verður ekki tekið af þér landið eða húsið,“ seg­ir Páll.

Kann vel við sig í Úganda

Páll lauk námi í HHS, heim­speki, hag­fræði og stjórn­mála­fræði frá há­skól­an­um á Bif­röst og fékk þá áhuga á þró­un­ar­fræðum og kláraði hann meist­ara­nám í þeim við Oxford há­skóla.

Um tíma starfaði hann hjá Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un í Úganda. Þaðan fór hann og starfaði í kring­um um­hverf­is­mál í Úganda og síðan í land­búnaðinn. „Ég kom heim í ár en ákvað svo að fara út aft­ur og verð verð bara hér. Hér er alltaf gott veður og menn­ing­in æðis­legt, fólkið er vina­legt,“ seg­ir Páll sem er bú­sett­ur í höfuðborg­inni Kampala.

mbl.is

Innlent »

Á heimavelli í Hollandi

Í gær, 23:05 Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips og stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur, er á leið til Rotterdam í Hollandi, þar sem hann mun sinna markaðs- og samskiptamálum fyrir alþjóðasvið félagsins. Meira »

25 ár frá fyrstu smáskilaboðunum

Í gær, 23:03 Þegar Neil Papworth, 22 ára verkfræðingur í Bretlandi, ákvað að senda vini sínum Richard Jarvis, yfirmanni hjá Vodafone, kveðju hinn 3. desember árið 1992 óraði hann ekki fyrir því að þess yrði minnst aldarfjórðungi síðar sem mikilvægra tímamóta í tæknibyltingunni. Meira »

Fá 40% af framlagi til íbúa á Austurlandi

Í gær, 23:00 Verulegur munur er á framlögum ríkisins til stofnana á Suðurnesjum og á öðrum stöðum á landinu samkvæmt tölulegum samanburði fjárlagafrumvarpi ársins 2014 sem Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum lét. Þetta sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í kvöld. Meira »

8. ánægðustu farþegarnir í Leifsstöð

Í gær, 22:52 Keflavíkurflugvöllur er með áttundu ánægðustu farþega heims samkvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól. Standarnir eru víðsvegar í flugvallarbyggingunni og notaðir til að greina sveiflur í þjónustu og upplifun ferðafólks niður á hvern klukkutíma dagsins. Meira »

10-11 má nota „Inspired by Iceland“

Í gær, 22:52 Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að versluninni 10-11 sé heimilt að nota vörumerkið „Inspired by Iceland“ sem auðkenni fyrir nýja verslun sína í Bankastræti í Reykjavík. Það var Íslandsstofa sem höfðaði málið og krafðist þess að félaginu yrði bannað að nota vörumerkið. Meira »

Hátt brottfall úr sveitarstjórnum

Í gær, 22:43 Mun meira brottfall er úr sveitarstjórnum hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Rúm 40% þeirra sem sitja í sveitarstjórnum eru ákveðin að hætta, tæp 30% eru enn að hugsa málið og 30% stefna á að halda áfram. Þetta segir Eva Marín Hlynsdóttir stjórnmálafræðingur. Meira »

Metnaður til að bæta kjör hóflegur

Í gær, 22:18 Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði flokkinn vilja renna stoðum undir almenna hagsæld um leið og hann vildi tryggja að hún næði til allra en ekki bara sumra. „Enginn velkist í vafa um hverjir það eru sem standa höllustum fæti í íslensku samfélagi.“ Meira »

Gerum skynsemi almenna

Í gær, 22:20 Gerum skynsemi almenna og breytum fyrri vinnubrögðum og viðhorfum. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í kvöld. Píratar séu oft taldir róttækir og það ýmist talið þeim til skammar eða tekna. Meira »

Steingrímur er íhaldsmaður

Í gær, 22:07 Áframhaldandi áhersla á að setja heilbrigðismálin í forsæti er góðs viti. Það sé líka góð vísbending um að Vinstri grænum sé alvara með heilbrigðismálin að flokkurinn hafi tekið að sér þennan óvinsæla ráðherra stól. Þetta sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í kvöld. Meira »

Hver króna skilar sér áttfalt til baka

Í gær, 21:50 Ísland framtíðar á að vera hugverkadrifið. Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra á Alþingi í kvöld. Sagði hún nýja ríkisstjórn ætla að blása til stórsóknar í menntamálum og benti á að hver króna sem stjórnvöld greiddu til náms á háskólastigi skilaði sér áttfalt til baka. Meira »

Gleymst hafi að kynna landsmönnum hersetu

Í gær, 21:47 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, byrjaði sína ræðu á að tala um það góða nafn sem Íslendingar hafa skapað sér vegna afstöðu til jafnréttis kynjanna, umhverfismála, málefna Norðurslóða, loftslagsmála, réttindamálum samkynhneigðra og þegar kemur að sjálfstæðisbaráttu ríkja. Meira »

Leiði björgunarleiðangur íslensks samfélags

Í gær, 21:47 „Við teljum að innviðir samfélagsins séu orðnir svo veikir að veruleg hætta stafi af. Þess vegna erum við hér,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Rangt sé að ný stjórn sé ekki að stuðla að kerfisbreytingum. Meira »

Baneitraður kokteill skattalækkana

Í gær, 21:42 Það er á tímum góðæris sem stærstu efnahagsmistök stjórnvalda eru gerð. Þetta sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, í ræðu sinni. Stefna stjórnarinnar í ríkisfjármálum gangi þvert gegn öllum varnaðarorðum og boðið sé upp á baneitraðan kokteil skattalækkana og útgjaldaaukningar. Meira »

Íþyngjandi frelsistakmarkanir á íslandi

Í gær, 21:25 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ítrekaði hversu vel Íslendingum vegnaði og sagði lífskjör vera með því besta sem gerðist í heiminum. „En þrátt fyrir góða stöðu og jákvæðar horfur, er ekki þar með sagt að á Íslandi sé ekkert sem megi bæta, breyta eða lagfæra.“ Meira »

Stjórnarmyndunarviðræðurnar Hungurleikar

Í gær, 20:59 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar kvaðst stolt yfir því að Katrín Jakobsdóttir sé orðin forsætisráðherra. „Það er ekki bara töff heldur er hún mannkostamanneskja sem vonandi tekst að taka utan um, ekki bara stjórnarflokkana heldur samfélagið allt,“ sagði hún. Meira »

Jöfnu tækifærin aðeins fyrir suma

Í gær, 21:26 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, flutti sína fyrstu ræðu í ræðustól Alþingis og var þakklát fyrir það tækifæri sem kjósendur veittu henni. Hún sagði margt gott og kjarnmikið í nýjum stjórnarsáttmála, en allt of fátt sem hönd væri á festandi. Meira »

Ekki afgirt virki þar sem allt er bannað

Í gær, 21:06 Markmiðið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 hefur þegar vakið athygli utan landsteinana. Þetta sagði umhverfisráðherra á Alþingi í kvöld. Einstakt tækifæri skapist þegar andstæð öfl í pólitík mætist við ríkisstjórnarborðið og þess vegna hafi hann ákveðið að ganga til liðs við ríkisstjórnina. Meira »

Nýtt þing ára­mót stjórn­mála­manna

Í gær, 20:56 Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar, sagði nýtt þing eins og áramót stjórnmálamanna og væntingar fyrir nýja ríkisstjórn miklar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

útskorið og flott sófaborð
er með fallegt sófaborð útskorið með svartri glerplötu á 35,000 kr sími 869-2798...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...