„Kraftaverk“ að vinna tókst úr gögnum

Ástráður Haraldsson og Jó­hann­es­ Rún­ar Jó­hanns­son­.
Ástráður Haraldsson og Jó­hann­es­ Rún­ar Jó­hanns­son­. mbl.is/Samsett mynd

Gunnlaugur Claessen, formaður hæfisnefndar vegna ráðningar dómara í Landsrétt, segir það hafa verið kraftaverk að nefndinni skyldi hafa tekist að vinna úr þeim gögnum sem hún fékk í hendurnar á þeim tíma sem henni var gefinn til þess.

Þetta kom fram í vitnisburði hans í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem aðalmeðferð fór fram í viðurkenningarkröfum Ástráðs Haraldsson og Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar, hæstaréttarlögmanna, vegna skipan dómara við Landsrétt. Þeir voru ekki á meðal þeirra fimmtán dómara sem voru skipaðir við Landsrétt þrátt fyrir að hafa verið á meðal fimmtán efstu í mati hæfisnefndarinnar.

Hvorki Ástráður né Jóhannes Rúnar voru viðstaddir aðalmeðferðina í morgun.

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ófeigur

Mjög mikið gagnamagn

Gunnlaugur sagði að þegar umsóknarfrestur um stöðurnar var liðinn 1. mars hafi enn átt eftir að skera úr um hæfi nefndarmanna. Það hafi tekið 10 til 14 daga. Það hafi endað með því að sumir viku og aðrir komu í staðinn.

Á þeim tímapunkti hafði nefndin að sögn Gunnlaugs haft tvo mánuði til stefnu til að ljúka verki sínu, með það í huga að þingslit höfðu verið boðuð 1. júní. Um miðjan maí þurfti að senda drög að nefndaráliti til andmæla og ráðherra þurfti að fá sinn tíma til að útbúa málið í hendur Alþingis.

Að sögn Gunnlaugs er óhætt að segja að gagnamagnið sem nefndin fékk í hendurnar hafi verið mjög mikið. Mjög margir dómar voru lagðir fram af hálfu dómara, lögmannagreinagerðir voru einnig lagðar fram ásamt stefnum, úrskurðum og gögnum frá fræðasamfélaginu. Flest gögnin hafi komið frá fræðasamfélaginu, þar meðal þrjár doktorsritgerðir, fjöldi kennslubóka, bókakafla, greina og fleira.

„Það var ljóst í upphafi að það lá gríðarlegt verk fyrir nefndinni. Okkur finnst sjálfum að það hafi verið kraftaverk að það skyldi takast að vinna þetta á þeim tíma sem var til stefnu,“ sagði hann en senda þurfti drög til umsagnar 11. maí.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert

Meta hæfi 20 í stað 15

Lögmaður stefnenda Ástráðs og Jóhannesar Rúnars, spurði hvað honum finnist um að ráðherra hafi haft 10 til 15 daga til að fara yfir öll gögnin.

Gunnlaugur svaraði því þannig að ráðherra hafi ekki þurfti að lesa í gegnum doktorsritgerðir og kennslubækur. Því hafi verið lýst í hæfnismatinu og var á höndum dómnefndar að fara yfir. „Ef lögmaður spyr hvort mér finnst ráðherra hafa haft knappan tíma til að koma sínum tillögum í hendur Alþingis þá ætla ég ekki að hafa skoðanir á því. Það getur vel verið að þetta hafi verið knappur tími.“

Hann benti á að ráðherra hafi óskað eftir því að fá drögin að nefndaráliti til andmæla 11. maí og því hafi hann í raun haft tíma til 29. maí til að fara yfir skjölin. Einnig hafi ráðherra fengið að sjá excel-skjalið með skorblaði nefndarinnar 11. maí en ekki fengið það afhent.

Gunnlaugur nefndi að það hafi komið upp á tveimur fundum að nefndin skyldi meta hæfi til dæmis 20 umsækjenda í stað 15. Ráðherra hafi kynnt þetta nefndinni en fengið engar undirtektir, því með því væri verið að færa hæfnismatið frá nefndinni í hendur ráðherra. Því hafi hugmyndinni verið hafnað. Síðar nefndi hann að í öðru skjali hafi komið fram að ráðherra taldi 24 umsækjendur vera hæfa.

Ástráður Har­alds­son.
Ástráður Har­alds­son. mbl.is/Styrmir Kári

Lítill munur í mörgum tilvikum

Farið var yfir skorblaðið sem nefndin notaðist við þegar ákveðið var hverjir skyldu hæfastir til að gegna starfi dómara í Landsrétti.  Gunnlaugur var spurður hvernig dómnefndin fór að því að gera upp á milli umsækjenda. Þrír aukastafir voru meðal annars notaðir í einkunnagjöfinni.

Að sögn Gunnlaugs var lítill munur á umsækjendum í fleiri tilvikum en í 15. og 16. sæti. Til dæmis í 10. og 11. sæti og 13. og 14. sæti. „Þetta hangir saman við að það var mjög stór hópur afar hæfra umsækjenda sem sótti um. Þarna um miðja töfluna munaði oft litlu.“

Hann sagði að skorblaðið hafi verið samtala af öllum þeim einkunnum sem lágu að baki. Nefndin hafi fylgt því. Hann lagði einnig áherslu á að mat nefndarinnar hafi að öllu leyti verið byggt á hlutlægum þáttum og að það hafi verið málefnalegt.

Kjartan Bjarni Björgvinsson.
Kjartan Bjarni Björgvinsson.

Betra að koma víða við

Dómsmálaráðherra hefur talað um að nefndin hafi ekki gefið dómarareynslu nægilegt vægi í mati sínu.

Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari, spurði Gunnlaug hvort umsækjendur sem hafa komið víða við sé líklegri til að standa betur að vígi heldur en umsækjendur sem hafa alltaf sinnt lögmannsstörfum.

Gunnlaugur játaði því og sagði slíkan umsækjanda standa styrkari fótum heldur en aðrir sem hafa ekki eins fjölbreytta reynslu. Óánægja hafi verið um þetta mat á meðal lögmanna og þeir telji sig ekki njóta jafnræðis á við aðra.

„Ólíkt öllu öðru“

Kjartan Bjarni spurði einnig út í það hvort nefndin hafi haft svigrúm til að fara nánar ofan í mat á því mikla gagnamagni sem hún fékk í hendurnar, enda ljóst að gæði gagnanna hafi verið misjöfn.

„Ég held að það blasi við að það hafi ekki verið hægt að fara djúpt ofan í mat á gæðum fræðaskrifa. Það hafi í mörgum tilvikum verið bara yfirferð og búið,“ sagði Gunnlaugur.

„Þetta mat núna var einstakt og engu öðru líkt. 34 sóttu um og einn datt út,“ bætti hann við og benti á að í þeim mötum sem hann hafi komið að áður hafi flestir umsækjendur verið níu talsins. Þar hafi verið sótt um eina stöðu.

„Það sem núna átti sér stað var ólíkt öllu öðru varðandi fjölda umsækjenda og álags sem var á nefndina. Það er augljóst að við þurftum að nýta tímann mjög vel frá fyrsta degi. Við hefðum sannarlega þurft lengri tíma. Það má vel fallast á það að raunhæfur möguleiki til að fara í djúpt mat á fræðiskrifum hefur ekki verði fyrir hendi.“

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.
Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. mbl.is/Golli

Rætt við formenn kvöldið fyrir atkvæðagreiðslu

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, kom því næst í skýrslutöku. Þar spurði lögmaður stefnda út í atkvæðagreiðsluna þar sem ráðning dómaranna 15 í Landsrétt var samþykkt.

Hann sagði ekkert óvenjulegt við að kjósa um 15 tillögur með einni atkvæðagreiðslu. Hann greindi frá því að hann hefði rætt við formenn þingflokkanna um atkvæðagreiðsluna kvöldið áður og hvort hún skyldi vera á annan hátt. „Það var engin ósk frá neinum þingflokki um að tilteknir liðir í þessari ályktun yrðu bornir sérstaklega upp. Ég tel að það hafi ekkert óvenjulegt verið á ferðinni í þessari atkvæðagreiðslu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hrundi úr hillum og brotnaði

22:37 Jarðfræðingurinn Sigurjón Valgeir Hafsteinsson, sem er yfir neyðarvörnum hjá Rauða krossinum á Suðurlandi, varð vel var við jarðskjálftana nú í kvöld. „Þá drundi í öllu og hristist allt og það hrundi hér úr hillum og brotnaði aðeins,“ segir Sigurjón sem á von á fleiri skjálftum. Meira »

Jörð skelfur við Selfoss

21:39 Klukkan 21:50 í kvöld varð jarðskjálfti af stærð 3,4 norðaustur af Selfossi og hafa tilkynningar borist Veðurstofunni um að skjálftinn hafi fundist vel á Selfossi og í nágrenni. Jarðskjálftahrina hefur verið í gangi á svæðinu frá því um kl. 16:00 í dag. Meira »

Eldur í ruslageymslu

21:13 Eldur kom upp í ruslageymslu í Sólheimum á níunda tímanum í kvöld. Einn slökkvibíll var sendur á staðinn og vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Erlendir göngu-hrólfar nánast einir um hituna

21:00 Þátttaka útlendinga í gönguferðum um Laugaveginn, úr Landmannalaugum í Þórsmörk, hefur aukist með hverju árinu. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir að á nýliðnu sumri hafi hlutfall þeirra verið allt að 95% af um tólf þúsund sem fóru þessa vinsælu gönguleið. Meira »

Ætlaði sér aldrei að ná sátt um málið

20:46 Formaður nefndar um sátt í sjávarútvegi ætlaði aldrei að skapa neina sátt um sjávarútveg, heldur ætlaði hann að reka fleyg í ríkisstjórnarsamstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Þetta segir Páll Jóhann Pálsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni. Meira »

Ísland þarf á fjölbreytninni að halda

20:20 „Við lítum á þetta sem annan stærsta viðburðinn í sögu skólans síðan hann var stofnaður. Skólinn var stofnaður fyrir 30 árum og nú erum við komin með doktorsnámið. Þetta eru tveir stærstu viðburðirnir.“ Þetta segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri. Meira »

Ákærðir fyrir 125 milljóna skattsvik

19:50 Embætti héraðssaksaksóknara hefur gefið út ákæru á hendur tveimur karlmönnum á fimmtugsaldri fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum upp á samtals 125 milljónir króna á árunum 2011 til 2013. Meira »

Vill 600 m. kr. fyrir hjúkrunarfræðinga

19:57 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir nauðsynlegt að Landspítalinn fái 600 m.kr. í fjárlögum 2018 til að bæta kjör og vinnutíma hjúkrunarfræðinga. Þá fagnar hann skýrslu Ríkisendurskoðunar og telur hana sýna fram á þann mikla skort á hjúkrunarfræðingum sem fram undan er. Meira »

Nota tölfræði beint í stefnumótun

19:45 Á hverju ári berast um 80 þúsund slysaskýrslur til Neytenda- og öryggisstofnunar Hollands. Markvisst hefur verið unnið úr þeim og tölfræði gerð aðgengileg sem leiðir til þess að auðveldara er að taka stefnumótandi ákvarðanir í slysavörnum, en slíkt getur reynst erfitt hér vegna skorts á tölfræði. Meira »

Vann 5,1 milljarð í Eurojackpot

19:38 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúmlega 5,1 millj­arði króna rík­ari eft­ir að dregið var í EuroJackpot í kvöld en hann fær fyrsta vinn­ing­inn óskipt­an. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Finnlandi. Meira »

Óæskilegt að setja lög í óðagoti

18:50 Setning bráðabirgðalaga til að flýta fyrir lögbannsmáli Stundarinnar og RME er slæm hugmynd út frá sjónarmiðum um þrígreiningu ríkisvaldsins að mati lektors við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Meira »

Fylgi VG og Sjálfstæðisflokks jafnt

18:40 Fylgi Vinstri-grænna og Sjálfstæðisflokksins mælist jafnt í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur er á vef RÚV. Mælast Vinstri-græn með rúmlega 23% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 23% fylgi. Munurinn telst innan skekkjumarka. Meira »

Er hurðin að klaustrinu fundin?

18:30 „Það hníga veigamikil rök að því að Valþjófsstaðarhurðin hafi í raun komið frá klaustri sem Jón Loftsson í Odda stofnaði að Keldum á Rangárvöllum árið 1193.“ Þannig kemst Steinunn Kristjánsdóttir að orði þegar hún réttir blaðamanni eintak af nýrri bók sem hún hefur ritað. Meira »

Viðgerð á Herjólfi tefst enn

17:29 Herjólfur fer ekki í viðgerð í nóvember líkt og til stóð, en fram kemur á vef Vegagerðarinnar að Vegagerðin hafi gengið frá leigu á norsku ferjunni BODÖ áður en í ljós kom að rekstaraðili Herjólfs, Eimskip, getur ekki staðið við þá áætlun að gera við Herjólf á þeim tíma sem ráðgert var. Meira »

Creditinfo brugðust strax við úrskurði

15:15 Creditinfo hefur nú þegar gert breytingar á mati á lánshæfi einstaklinga í samræmi við kröfu Persónuverndar í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. Í úrskurðinum komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að ekki mætti nota uppflettingar innheimtuaðila í vanskilaskrá við gerð skýrslna um lánshæfismöt. Meira »

„Við getum gert allt betur“

17:58 Kostnaður við slys á Íslandi er árlega allt að 100 milljarðar. Þrátt fyrir það hefur lítið verið gert til að uppfæra Slysaskráningu Íslands í 20 ár og eru skráningar þar að mestu handvirkar. Því reynist erfitt að sækja gögn í kerfið og greina hvar sækja megi fram í slysavörnum til að fækka slysum. Meira »

Blekkingaleiknum vonandi lokið

17:11 Náttúruverndarsamtök Íslands segja að legið hafi fyrir í tvö ár að Ísland geti ekki staðið við skuldbindingar sínar á öðru skuldbindingartímabili Kyoto-bókunarinnar. Vonandi sé því nú lokið þeim blekkingarleik stjórnvalda og stóriðju- og orkufyrirtækja að Íslendingar séu heimsmeistarar í hreinni orku. Meira »

Kosningaspegill mbl.is 2017

15:13 Vilt þú sjá verðtrygginguna fara veg allrar veraldar? Kasta krónunni? Kaupa áfengi í matvöruverslunum? Nú getur þú komist að því hvernig skoðanir þínar ríma við afstöðu stjórnmálaflokkanna í laufléttum kosningaleik mbl.is. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Antikhúsgögn
Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl...
fjórir stálstólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu á 40,000
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...