Hugmyndir um nýtt nafn ekki nýjar

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður ...
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður flokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Hugmyndir um að Samfylkingin skipti um nafn eru ekki nýjar af nálinni enda hafa slíkar vangaveltur reglulega komið fram frá því að flokkurinn var stofnaður í kringum síðustu aldamót. Hins vegar hafa þær færst talsvert í aukana hin síðari ár.

Fjallað var um það í fjölmiðlum fyrir helgi að rætt væri innan Samfylkingarinnar um að breyta nafni flokksins. Hópur flokksmanna hyggst leggja fram

Samfylkingarinnar um að nýtt nafn flokksins verði Jafnaðarmenn.

Flokkurinn var upphaflega stofnaður undir nafninu Samfylkingin sem þó var í byrjun fyrst og fremst hugsað sem vinnuheiti. Nafnið var sótt í hugmyndir á síðustu öld um samfylkingu vinstrimanna en Samfylkingin átti einmitt að gegna því hlutverki.

Stofnuð til þess að verða hinn turninn

Þannig var Samfylkingin stofnuð á grunni fjögurra flokka sem starfað höfðu á vinstrivægnum; Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins, Þjóðvaka og Kvennalistans. Um sama leyti stofnaði hópur vinstrimanna einnig Vinstrihreyfinguna - grænt framboð.

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar.
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samfylkingin átti að verða hinn turninn í íslenskum stjórnmálum og mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn og hlaut flokkurinn lengi vel ágætt brautargengi og fékk þannig á bilinu 26,8%-31% fylgi í fyrstu fjórum þingkosningunum sem hann tók þátt í.

Hins vegar fór að halla undan fæti eftir að Samfylkingin myndaði ríkisstjórn með VG árið 2009 og í þingkosningunum 2013 hlaut flokkurinn aðeins 12,8% fylgi. Fylgið varð síðan enn lægra í kosningunum síðasta haust þegar það fór niður í 5,7%.

Breytt nafn ætti ekki að vera fyrirstaða

Fullt nafn Samfylkingarinnar í dag er Samfylkingin - Jafnaðarmannaflokkur Íslands. Síðari hlutanum var

á landsfundi flokksins árið 2013. Var það meðal annars að frumkvæði þáverandi formanns hans Jóhönnu Sigurðardóttur.

Jóhanna hafði áður sagt í

Samfylkingarinnar í lok maí 2011 að hópar fólks innan Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins ættu samleið með Samfylkingunni og að breytt nafn eða annað ætti ekki að standa í vegi þess.

Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar.
Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þá lagði Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, til í maí á síðasta ári í aðdraganda landsfundar flokksins að nafni hans yrði breytt í Jafnaðarmannaflokkur Íslands. Ekki varð hins vegar af því.

Tengst umræðu um slakt fylgi flokksins

Magnús Orri Schram, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og þáverandi formannsframbjóðandi, hafði nokkru áður

að stofnuð yrði ný hreyfing á grunni flokksins. Nafnið væri ekki aðalatriðið heldur það sem hreyfingin stæði fyrir.

Hugmyndir um breytt nafn Samfylkingarinnar hafa jafnan tengst umræðum um slakt fylgi og verið viðbrögð við því en flokkurinn, sem átti að verða samfylking vinstrimanna og skora Sjálfstæðisflokkinn á hólm, mælist í dag með um 10% fylgi.

Hvort breytt nafn Samfylkingarinnar verði til þess að fylgi flokksins aukist verður hins vegar að koma í ljós komi til slíkrar breytingar. 

Magnús Orri Schram, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.
Magnús Orri Schram, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar. Ljósmynd/Magnús Orri Schram
mbl.is

Innlent »

Umsóknarfrestur framlengdur til 4. janúar

11:52 Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja umsóknarfrest um embætti landlæknis, sem að óbreyttu hefði runnið út 20. desember, til 4. janúar næstkomandi. Embættið var auglýst laust til umsóknar 10. nóvember síðastliðinn. Meira »

100 þúsund íslensk lykilorð aðgengileg

11:37 Í síðustu viku var fyrst greint frá því að gagnasafn með 1,4 milljörðum lykilorða væri aðgengilegt á vefnum, en það hafði áður gengið kaupum og sölum á svokölluðu hulduneti (e. dark web). Að lágmarki 100 þúsund íslensk lykilorð er að finna í þessu gagnasafni og líklega eru þau mun fleiri. Meira »

„Þessu verður engu að síður fylgt eftir“

11:29 Mótmælunum sem fara áttu fram fyrir utan höfuðstöðvar Klakka á hádegi í dag hefur verið aflýst. Ákveðið var að hætta við mótmælin vegna ákvörðunar stjórnar Klakka að draga fyrirætlaðar bónusgreiðslur til starfsmanna félagsins til baka. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á Facebook-síðu hans. Meira »

Lagði ríka áherslu á samstarf

11:22 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði ríka áherslu á gott samstarf á Alþingi í umræðum um fjármálafrumvarpið 2018 þegar hann lagði það fram í ljósi þess hversu knappur tími væri til stefnu að samþykkja það. Meira »

Mikill verðmunur á jólamatnum

11:09 Bónus er í langflestum tilvikum með lægsta verðið þegar kemur í verðlagningu á jólamat þetta árið samkvæmt verðkönnun ASÍ. Hagkaup, sem er líkt og Bónus í eigu Haga, er oftast með hæsta verðið á jólamatnum. Meira »

Skíðasvæði víða opin í dag

10:59 Skíðasvæði landsmanna verða víða opin í dag. Í Bláfjöllum verður opið frá kl. 14 til 21 og er öllum boðið frítt í lyftur svæðisins. Meira »

Valt í Námaskarði

10:55 Flutningabifreið með tengivagn valt í austanverðu Námaskarði í Mývatnssveit um níuleytið í gærkvöldi. Ökumaður sem var einn í bifreiðinni slasaðist ekki við óhappið. Verið er að reyna að koma bifreiðinni upp á veg og því töluverðar tafir á umferð. Meira »

Fundum frestað um óákveðinn tíma

10:58 Fundum í kjaradeilum Flugvirkjafélags Íslands vegna Atlanta og Félags atvinnuflugmanna vegna Icelandair sem áttu að vera í þessari viku hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Meira »

Gjaldskrá Strætó hækkar á nýju ári

10:45 Á fundi stjórnar Strætó bs. 6. desember sl. var samþykkt að breyta gjaldskrá Strætó í takt við almenna verðlagsþróun og vegna þjónustuaukningar sem ráðist verður í 7. janúar næstkomandi. Meira »

Innkalla Nóa piparkúlur

10:39 Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hefur innkallað Nóa piparkúlur – súkkulaðihjúpaðar lakkrískaramellur með pipardufti. Meira »

Mælir fyrir fjárlagafrumvarpinu

10:30 Þingfundur er hafinn á Alþingi þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mælir fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs. Fjáralagafrumvarpið er eina mál á dagskrá þingsins næstu daga enda skammur tími til stefnu að samþykkja þau fyrir áramót. Meira »

Varð gjöf í lífi séra Örnu

10:01 Drengur sem fæddist á eldhúsgólfinu í móttökumiðstöð fyrir hælisleitendur 1994 varð gjöf í lífi Örnu Grétarsdóttur, sóknarprests á Reynivöllum. Því hann er tengdasonur hennar og faðir dótturdóttur hennar. Arna gerði flóttafólk og Me too byltinguna að umtalsefni við setningu Alþingis í gær. Meira »

Gefur mjólk í skóinn

09:58 „Að mínu mati er meira en nóg drasl í heiminum,“ segir jólasveinninn Þvörusleikir um ákvörðun sína að gefa Sannar gjafir UNICEF í skóinn þetta árið. Meira »

Refsingin þyngd verulega

09:13 Hæstiréttur hefur tvöfaldað refsidóm yfir manni sem hefur ítrekað komist í kast við lögin. Nú var hann dæmdur fyrir tvær líkamsárásir og brot gegn valdstjórninni en önnur líkamsárásin var framin sérstöku öryggisúrræði á vegum geðdeildar Landspítalans. Meira »

Kennsla verði eftirsóknarvert starf

07:57 Tíu manna starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi grunnskólakennara í Reykjavík skilaði í gær borgaryfirvöldum tillögum sínum. Þær eru í 31 lið og eru flokkaðar í bætt vinnuumhverfi, aukna nýliðun í kennaranámi, kennaramenntun og starfsþróun. Meira »

„Rosalega ertu komin með stór brjóst“

09:41 „Gætir þú sleppt brjóstahaldaranum á morgun? Ég elska að sjá þau hossast,“ sagði yfimaður heilbrigðisstofnunar við kvenkyns samstarfsmann. „Við erum hættar að þegja til að halda friðinn,“ segir í yfirlýsingu 627 kvenna í heilbrigðisþjónustu. Meira »

Flugvirkjar bíða eftir góðu útspili

08:47 „Við vonum að það komi gott útspil í dag,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja um fund Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins klukkan 14 í dag vegna Icelandair. Meira »

Von á rysjóttri tíð

07:05 Spáð er hægum vindi í dag, björtu veðri og köldu, en dálitlum éljum norðaustantil fram eftir degi. Von er á rysjóttri tíð en um leið hlýnandi veðri. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Vasahandbók veislustjórans
Lagerhreinsun - hentug viðbót í jólapakkann Síðustu eintökin af Vasapésunum á s...
Dúskar ekta Þvottabjörn og Silfurrefur
Er með mikið úrval af dúskum á húfur með smellum get sent myndir fleiri litir í ...
DEK 30 KW Rafstöðvar
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1275.000 + vsk ...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...