Hugmyndir um nýtt nafn ekki nýjar

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður ...
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður flokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Hugmyndir um að Samfylkingin skipti um nafn eru ekki nýjar af nálinni enda hafa slíkar vangaveltur reglulega komið fram frá því að flokkurinn var stofnaður í kringum síðustu aldamót. Hins vegar hafa þær færst talsvert í aukana hin síðari ár.

Fjallað var um það í fjölmiðlum fyrir helgi að rætt væri innan Samfylkingarinnar um að breyta nafni flokksins. Hópur flokksmanna hyggst leggja fram tillögu á næsta landsfundi Samfylkingarinnar um að nýtt nafn flokksins verði Jafnaðarmenn.

Flokkurinn var upphaflega stofnaður undir nafninu Samfylkingin sem þó var í byrjun fyrst og fremst hugsað sem vinnuheiti. Nafnið var sótt í hugmyndir á síðustu öld um samfylkingu vinstrimanna en Samfylkingin átti einmitt að gegna því hlutverki.

Stofnuð til þess að verða hinn turninn

Þannig var Samfylkingin stofnuð á grunni fjögurra flokka sem starfað höfðu á vinstrivægnum; Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins, Þjóðvaka og Kvennalistans. Um sama leyti stofnaði hópur vinstrimanna einnig Vinstrihreyfinguna - grænt framboð.

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar.
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samfylkingin átti að verða hinn turninn í íslenskum stjórnmálum og mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn og hlaut flokkurinn lengi vel ágætt brautargengi og fékk þannig á bilinu 26,8%-31% fylgi í fyrstu fjórum þingkosningunum sem hann tók þátt í.

Hins vegar fór að halla undan fæti eftir að Samfylkingin myndaði ríkisstjórn með VG árið 2009 og í þingkosningunum 2013 hlaut flokkurinn aðeins 12,8% fylgi. Fylgið varð síðan enn lægra í kosningunum síðasta haust þegar það fór niður í 5,7%.

Breytt nafn ætti ekki að vera fyrirstaða

Fullt nafn Samfylkingarinnar í dag er Samfylkingin - Jafnaðarmannaflokkur Íslands. Síðari hlutanum var bætt við nafnið á landsfundi flokksins árið 2013. Var það meðal annars að frumkvæði þáverandi formanns hans Jóhönnu Sigurðardóttur.

Jóhanna hafði áður sagt í ræðu á flokksráðsfundi Samfylkingarinnar í lok maí 2011 að hópar fólks innan Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins ættu samleið með Samfylkingunni og að breytt nafn eða annað ætti ekki að standa í vegi þess.

Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar.
Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þá lagði Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, til í maí á síðasta ári í aðdraganda landsfundar flokksins að nafni hans yrði breytt í Jafnaðarmannaflokkur Íslands. Ekki varð hins vegar af því.

Tengst umræðu um slakt fylgi flokksins

Magnús Orri Schram, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og þáverandi formannsframbjóðandi, hafði nokkru áður kallað eftir því að stofnuð yrði ný hreyfing á grunni flokksins. Nafnið væri ekki aðalatriðið heldur það sem hreyfingin stæði fyrir.

Hugmyndir um breytt nafn Samfylkingarinnar hafa jafnan tengst umræðum um slakt fylgi og verið viðbrögð við því en flokkurinn, sem átti að verða samfylking vinstrimanna og skora Sjálfstæðisflokkinn á hólm, mælist í dag með um 10% fylgi.

Hvort breytt nafn Samfylkingarinnar verði til þess að fylgi flokksins aukist verður hins vegar að koma í ljós komi til slíkrar breytingar. 

Magnús Orri Schram, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.
Magnús Orri Schram, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar. Ljósmynd/Magnús Orri Schram
mbl.is

Innlent »

Hatursorðræða er samfélagsmein

20:20 Ísland er langt á eftir norrænum ríkjum þegar kemur að umræðu og lagasetningu um hatursorðræðu. Þetta kom fram á ráðstefnu um hatursorðræðu í íslensku samfélagi sem fram fór í Hörpu í dag á vegum Æskulýðsvettvangsins. Meira »

Stjórnarráðið lýst upp í fánalitunum

19:54 Stjórnarráð Íslands hefur nú fengið á sig nýja lýsingu, sem hægt er að hafa í íslensku fánalitunum. Það er lýsingarteymi Verkís sem á heiðurinn að hönnun nýju lýsingarinnar sem nær yfir allar hliðar byggingarinnar, utan bakhliðarinnar. Meira »

Gagnrýndi kjarnorkutilraunir N-Kóreu

19:32 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, gagnrýndi eldflauga- og kjarnavopnatilraunir Norður-Kóreustjórnar og efnavopnaárásir Sýrlandsstjórnar í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Þá lýsti Guðlaugur Þór yfir áhyggjum af aðstæðum Rohingya í Myanmar. Meira »

Akstur krefst fullrar athygli

19:30 Vertu snjall undir stýri nefnist átak sem Slysavarnafélagið Landsbjörg ýtti nýverið úr vör. Tilgangur þess er að vekja bílstjóra til umhugsunar um þá miklu ábyrgð sem fylgir því að vera úti í umferðinni og nota snjalltæki undir stýri með mögulegum lífshættulegum afleiðingum. Meira »

Áhættusöm myndataka við Gullfoss

19:20 Ferðamaður tók mikla áhættu í klettunum við Gullfoss fyrir nokkru, að því er virðist í þeim tilgangi að láta taka mynd af sér við fossinn. „Það var enginn sem var að skipta sér af þessu og enginn sem var með eftirlit þarna virðist vera.“ Meira »

Teikaði vespu á hjólabretti og fékk bætur

19:11 Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Vátryggingafélags Íslands (VÍS) skyldi greiða helming þess tjóns sem ungur maður varð fyrir þegar hann datt á hjólabretti, sem dregið var áfram af vespu sem var á töluverðri ferð. Meira »

Bullum, gerum grín og stríðum hvert öðru

18:30 Vinskapurinn milli þeirra Siggu, Jogvans og Guðrúnar hefur vaxið með samstarfi þeirra í söng og þau hittast oft í hádeginu til að hlæja. Þau ætla að skemmta gestum sínum í kvöld í þrítugasta sinn, og hlæja mikið. Þau skemmta sér sjálf manna best á tónleikunum þar sem þau segja sögur og gera grín hvert að öðru. Meira »

Fjármagnið minna en ekkert

18:36 Það fjármagn sem rennur til Landspítalans er minna en ekkert þegar öll kurl eru komin til grafar. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum pistli sínum á vef spítalans. Hann gerir ráð fyrir að heilbrigðismálin verði aftur ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. Meira »

Gáfu styttuna af Ingólfi Arnarsyni

18:20 Í tilefni af 150 ára afmæli Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík hefur verið gerð heimildarmynd um sögu þess. Árið 1924 gaf félagið íslensku þjóðinni styttu af Ingólfi Arnarsyni sem Knud Zimsen borgarstjóri og fyrrverandi formaður Iðnaðarmannafélagsins afhjúpaði við hátíðlega athöfn. Meira »

Með frumvarp fyrir framkvæmdum í Teigsskógi

18:05 Sjö þingmenn Norðvesturkjördæmis ætla á næsta þingfundi að leggja fram frumvarp þess efnis að Vegagerðinni verði veitt leyfi til framkvæmda á leið Þ-H á Vestfjarðavegi, sem liggur um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði. Meira »

„Þeirra leið til að brjóta mann niður“

17:55 „Ég gæti setið hérna í allan dag og sagt ykkur sögur, því miður,“ segir Pape Mamadou Faye, framherji Víkings Ólafsvík. Sögurnar sem hann á við tengjast allar fordómum og/eða hatursorðræðu á einhvern hátt. Meira »

Börn fái nauðsynlega vernd

17:25 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að loknum fundi formanna flokkanna með forseta Alþingis að umræður um breytt útlendingalög hefðu ekki verið á þann veg sem hann hefði viljað sjá, þannig að breytingarnar tryggðu börnum fullnægjandi réttindi. Meira »

Hnepptur í gæsluvarðhald

16:41 Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á að erlendur karlmaður á fertugsaldri væri dæmdur í gæsluvarðhald. Það gildir í eina viku og er veitt á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Meira »

Hjólreiðar verði raunhæfur samgöngukostur

16:00 Hjólreiðar eiga að vera raunhæfur kostur enda draga þær úr umhverfisáhrifum, lækka samgöngukostnað og minnka orkuþörf. Þetta sagði Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í ávarpi sínu á ráðstefnunni Hjólum til framtíðar, sem haldin var í tilefni Samgönguviku. Meira »

Rekinn eftir ummæli um fjórðungsheila kvenna

15:44 Sádi-arabískum klerk, sem sagði að ekki ætti að heimila konum að keyra þar sem þær hefðu aðeins „fjórðung“ af heila karlmanna, hefur nú verið bannað að predika. Meira »

Fjarar undan tillögum um stjórnarskrá

16:09 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að loknum fundi með hinum formönnum flokkanna og forseta Alþingis að málin þokist í rétta átt, til dæmis hvað varðar uppreist æru. „Mér sýnist að menn séu komnir með niðurstöðu um það. Síðan eru önnur mál sem eru aðeins flóknari að ná utan um.“ Meira »

Auðvelt að vera sammála um frumvarpið

15:55 Frumvarp dómsmálaráðherra um afnám á uppreist æru var kynnt á fundi formanna flokkanna með forseta Alþingis í dag.  Meira »

Funda með ríkislögreglustjóra vegna nýnasistavefsíðu

15:30 Frétta- og umræðuvefsíðan Daily Stormer er komin í loftið á íslensku léni, en vefsíðan er vettvangur bandarískra nýnasista. mbl.is greindi frá því á mánudag að lénið hefði verið stofnað en á þeim tíma var vefurinn ekki aðgengilegur. ISNIC mun funda með ríkislögreglustjóra vegna málsins í næstu viku. Meira »
EKTA PARKETLISTAR - GÓLFLISTAR - GEREKTI
Gegnheilir harðviðarlistar, spónl. gerefti. Facebook>Magnus Elias/Mex bygg S. 84...
Íslenskir stálstólar - nýklæddir - 4 stykki
Er með fjóra flotta íslenska stáeldhússtóla, nýtt áklæði, á 12.500 kr. stykkið....
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...