„Hef ríka samúð með stöðu þessa fólks“

Hanyie Maleki hélt upp á afmælið sitt á Klambratúni fyrir ...
Hanyie Maleki hélt upp á afmælið sitt á Klambratúni fyrir mánuði. mbl.is/Hanna

Þor­steinn Víg­lunds­son, fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra, segist hafa ríka samúð með stöðu flóttafólks frá Afganistan og Nígeríu sem ákveðið hefur verið að vísa úr landi. Hann segir að það þurfi að gæta að því að móttaka flóttamanna dragist ekki á langinn en nígeríska fjölskyldan hefur verið hér í eitt og hálft ár. 

„Ég hef mjög ríka samúð með stöðu þessa fólks. Við verðum auðvitað sjálf að gæta að því í móttöku flóttamanna, sérstaklega þegar kemur málsmeðhöndlun hælisleitenda, að hún dragist ekki of mikið á langinn,“ segir Þorsteinn í samtali við mbl.is.

Aukinn hagvöxtur vegna innflytjenda og flóttamanna

Hann benti á það á Face­book-síðu sinni um helgina að ef ekki væri fyr­ir inn­flytj­end­ur og flótta­menn hefði hag­vöxt­ur lík­ast til orðið tals­vert minni en raun ber vitni á und­an­förn­um árum. Það þýddi minni vel­meg­un og veik­ara vel­ferðar­kerfi. 

Frétt mbl.is: Fjölskyldan verður send úr landi

Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála synjaði níg­er­ísku hjón­un­um Sunday Iserien og Joy Lucky um end­urupp­töku á máli þeirra í lok ágúst og þar með staðfest ákvörðun um að senda þau og átta ára gamla dótt­ur þeirra Mary úr landi og til Níg­er­íu.

Sunday, Mary og Joy.
Sunday, Mary og Joy. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í gær var einnig staðfest að afgönsku feðginunum Hanyie og Abra­him Maleki verði vísað úr landi. Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála hafði tekið fram að þau væru í sér­stak­lega viðkvæmri stöðu en Abra­him er bæklaður eft­ir bíl­slys. 

Frétt mbl.is: „Erum ekki búin að gefast upp“

Afgönsku feðginin hafa dvalið hér á landi síðan um jólin en nígeríska fjölskyldan hefur verið hér á landi í eitt og hálft ár.

Ekki óeðlilegt að horft sé til mannúðarsjónarmiða

Þorsteinn segir það ljóst að íslensk stjórnvöld þurfi að einbeita sér að þeim hópi sem kemur hingað, leitar hælis og á rétt á því í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar okkar og augljós mannúðarsjónarmið.

Þarna er í báðum tilvikum verið að vinna út frá því að réttur viðkomandi einstaklings liggi í öðru Evrópulandi á grundvelli Dyflinnarreglugerðar. Þá finnst mér hins vegar ekkert óeðlilegt að horft sé til mannúðarsjónarmiða ef málsmeðferð hefur dregist mjög á langinn,“ segir Þorsteinn.

Með breyt­ing­um á reglu­gerð um út­lend­inga, sem tók gildi 30. ág­úst, er Útlend­inga­stofn­un veitt heim­ild til að hraða málsmeðferð hæl­is­leit­enda eins og unnt er. Breyt­ing­in fel­ur meðal ann­ars í sér nán­ari út­færslu á meðferð for­gangs­mála hjá Útlend­inga­stofn­un. Þau varða um­sókn­ir ein­stak­linga frá ríkj­um sem stofn­un­in met­ur sem ör­ugg upp­runa­r­íki auk annarra ber­sýni­lega til­hæfu­lausra um­sókna. Þetta kom fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu í morgun.

Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson. mbl.is/Hanna

Vont þegar málsmeðferð tekur mjög langan tíma

„Ég hef ekki sett mig í smáatriðum inn í stöðu eða rök á bak við ákvörðun í málum þessara tveggja fjölskyldna enda liggur málið ekki á mínu borði. Það er mjög vont þegar málsmeðferð tekur mjög langan tíma, fólk er farið að festa rætur með einhverjum hætti og farið að mynda tengsl við landið. Þá finnst manni ekkert óeðlilegt að það sé ekki síður horft til mannúðarsjónarmiða í málum,“ segir Þorsteinn og bætir við að það verði að forgangsraða.

Þarna er jafnvægi sem er vandmeðfarið. Það er alltaf einhverjum takmörkunum háð hversu mörgum við getum tekið á móti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Dílum við það sem gerist

08:18 „Í rauninni breytir þetta engu. Við tökum því sem að höndum ber,“ segir Arnór Pálmi Arnarson, leikstjóri Áramótaskaups Sjónvarpsins. Meira »

Augun eins og krækiber

07:57 „Augun eru nú ekki á stærð við krækiber, þó þau líkist þeim í útliti,“ segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur, sem heldur úti Facebook-síðunni „Heimur smádýranna“. Meira »

Parhús fyrir starfsmenn

07:37 Fyrstu parhúsin sem verið er að reisa á Húsavík til að tryggja starfsmönnum kísilverksmiðju PCC á Bakka húsnæði eru langt komin í byggingu í Holtahverfi. Meira »

Eldur kviknaði í bát

06:52 Eldur kom upp í vélarrúmi Bjargeyjar ÍS 41 er verið var að landa úr bátnum í Ísafjarðarhöfn skömmu fyrir sex í morgun. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og varð skipsverjum ekki meint af. Meira »

Um 40 metrar í hviðum

06:45 Veðurstofan varar við hvössu og hviðóttu veðri á Suðausturlandi en í Öræfum gæti meðalvindur náð 25 m/s og í hviðum nærri 40 m/s. Talsverð rigning er austantil á landinu og á köflum mikil rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum fram yfir hádegi. Meira »

Stjórnlaus í stigaganginum

05:55 Óskað var eftir aðstoð lögreglu í fjölbýlishús í austurborginni skömmu fyrir klukkan tvö í nótt en var var stúlka í mjög annarlegu ástandi í stigaganginum. Stúlkan var algjörlega stjórnlaus, argaði og lamdi á hurðir íbúa í stigaganginum. Meira »

Eru ekki hætt við áformin

05:30 Silicor Materials er ekki hætt við áform um uppbyggingu kísilverksmiðju á Grundartanga þrátt fyrir að fyrirtækið hafi fallið frá samningum við Faxaflóahafnir um lóð og hafnaraðstöðu. Meira »

Bátsverjar vistaðir í fangaklefa

05:52 Neyðarlínunni barst tilkynning um lítinn bát í einhverjum vandræðum, flautar í sífellu og siglir í hringi, er sagður á móts við Borgartún um klukkan 22 í gærkvöldi. Meira »

Sala á rafbílum eykst mikið

05:30 Um sjötti hver fólksbíll sem seldur var til almennra nota á fyrstu átta mánuðum ársins var að hluta eða öllu leyti knúinn rafmagni. Til samanburðar var hlutfall slíkra bíla samtals 2% sömu mánuði 2014. Meira »

Misjöfn viðbrögð við tillögu

05:30 Forsætisráðherra kynnti í gær minnisblað með tillögum er miða að því að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar fari fram í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Góður gangur í viðræðum

05:30 Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, telur ekki að ríkisstjórnarslitin þurfi að hafa áhrif á yfirstandandi kjaraviðræður félagsins við samninganefnd ríkisins (SNR) um gerð kjarasamnings. Meira »

Tvöfalt fleiri sækja um hæli

05:30 Það sem af er ári hafa 779 manns sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Ríflega tvöfalt fleiri hafa sótt um hæli á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við sama tímabil á síðasta ári þegar umsækjendur voru 385 talsins. Meira »

„Ríkisráðstaskan“ var óþörf

05:30 Þegar Bjarni Benediktsson kom til Bessastaða á mánudaginn með þingrofsbréfið var það í venjulegri möppu en ekki í „ríkisráðstöskunni“ sem Ólafur Ragnar Grímsson gerði fræga þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom til Bessastaða í apríl 2016. Meira »

Gæti dregið úr hagvexti

05:30 Óvissa um stjórn efnahagsmála gæti bitnað á erlendri fjárfestingu. Um þetta eru greinendur sem Morgunblaðið ræddi við sammála. Meira »

Bátur í vanda úti fyrir Kirkjusandi

Í gær, 22:30 Skip, bátar og kafarar frá björgunarsveitum á höfuðborgarsveitinni voru boðuð út um tíuleytið í kvöld vegna báts sem mögulega er í vanda nálægt Kirkjusandi í Reykjavík. Tilkynning um málið barst frá sjónvarvottum sem voru á gangi við Sæbraut og töldu þeir sig hafa séð lítinn bát í vanda. Meira »

Málum fjölgar hjá ákæruvaldi

05:30 Fleiri brot voru afgreidd af ákæruvaldinu á síðasta ári en árin þar á undan. Fjöldi brota sem afgreidd voru árið 2016 voru alls 6.777 en til samanburðar voru aðeins afgreidd 5.111 brot árið 2015, samkvæmt samantekt embættis ríkissaksóknara um tölfræði ákæruvaldsins fyrir árið 2016. Meira »

Aldrei fundið fyrir neinu svona sterku

Í gær, 23:52 Elín Emilsson Ingvarsdóttir sem er búsett í Mexíkóborg, segir jarðskjálftann í kvöld hafa verið hryllilega upplifun. Vitað er til að rúmlega 100 manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem mældist 7,1. Hún segir vera í góðu lagi með þá Íslendinga sem hún þekki í borginni þó þeir séu í áfalli. Meira »

Óábyrgt að ákveða lokun flugvallar 2024

Í gær, 22:24 „Athuganir og áætlanir varðandi byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru ófullkomnar og byggjast á frumgreiningu á mörgum þáttum.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í bókun sem Framsókn og flugvallarvinir lögðu fram á fundi borgarstjórnar í dag. Óábyrgt sé að taka ákvörðun um lokun Reykjavíkurflugvallar 2024. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Land Rover freelander 1999
til sölu er bilaður góður fyrir handlægin keyrður ca 140 þ, óska eftir tilboði ...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
ÍSSKÁPUR-UPPÞVOTTAVÉL-ÞURRKARI-SKÁPUR-DISKUR
1) BAUKNECHT ÍSSKÁPUR MEÐ FRYSTI, HÆÐ 140 SM, BREIDD 55 SM, DÝPT 60 SM. ÞÝSKT GÆ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Byggðakvóti
Styrkir
ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNAR...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...