Sjónarmið neytenda verða uppi á borðum

Þórólfur Matthíasson segist vanur því að sitja þar sem ólíkir ...
Þórólfur Matthíasson segist vanur því að sitja þar sem ólíkir hagsmunir takast á. mbl.is/Styrmir

Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor, sem var í gær skipaður fulltrúi stjórnvalda í verðlagsnefnd búvara, gerir ráð fyrir að þurfa að leggja sig fram um að koma sjónarmiðum neytenda á framfæri í nefndinni. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni bændaforystunnar á skipan sína og segist vanur að sitja þar sem ólíkir hagsmunir takast á.

Arnar Árnason, formaður Landsambands kúabænda, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að Þórólfur væri yfirlýstur andstæðingur íslenska landbúnaðarkerfisins. Hann hafi gagnrýnt núverandi kerfi og sagt að það fúnkeri ekki, án þess að setja fram einhverjar lausnir. Þá hafa þau orð verið látin falla að skipan Þórólfs sé gerð til þess að valda úlfúð og ringulreið í kringum starf nefndarinnar.

Áskilur sér rétt til að gera tillögur að úrbótum

Þórólfur segir þau orð sem látin hafa verið falla vera á ábyrgð eigenda sinna og finnst hann ekki þurfa að tjá sig sérstaklega um þau. „Mér þykir vænt um það traust sem ráðherrarnir tveir sýna mér og reyni bara að standa undir því trausti,“ segir hann og vísar þar til Þorsteins Víglundssonar velferðarráðherra og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra.

„Þegar ég fékk fyrirspurn um að taka þetta að mér þá skoðaði ég lögin og ég get ekki séð annað en að ég hafi ákveðið verk að vinna. Ég hyggst ekki gera neitt annað en að sinna því.“

Hvort hann sjái fyrir sér að reyna að breyta kerfinu, segir Þórólfur það ekki hlutverk nefndarinnar. Hins vegar áskilji hann sér rétt til þess að gera tillögur að úrbótum við ráðherra málaflokksins þyki honum ástæða til. Hann vísar aftur í lögin og segir að þar sé að finna ákveðna forskrift að því hvernig nefndin á að starfa. „Ég hyggst fá svör við því í upphafi hvernig þessari forskrift hafi verið fylgt. Ef henni hefur ekki verið fylgt þá verði gerðar úrbætur þar á í samræmi við lögin.“

Þórólfur segir sjónarmið bænda og afurðarstöðva ekki hafa orðið undir ...
Þórólfur segir sjónarmið bænda og afurðarstöðva ekki hafa orðið undir hjá nefndinni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Aðspurður hvort hann hafi fyrirfram ákveðnar hugmyndir um úrbætur segir hann rétt að það komi fram á nefndarfundum. „Mér finnst nóg að gert að menn séu með yfirlýsingar í fjölmiðlum.“

Þrátt fyrir mikla gagnrýni og að stór orð hafi verið látin falla ætlar Þórólfur ekki ákveða það fyrirfram að fulltrúar í nefndinni geti ekki starfað saman. „Það eru menn þarna sem hafa farið fram á að ég yrði rekinn frá háskólanum en það verða menn bara að eiga við sig. Ég tek það mál ekki upp innan þessar nefndar.“

Ekki hafa öll sjónarmið verið uppi á borðum

Þórólfur telur sig hafa rétt á því að hafa skoðanir á mörgu og að hann hafi ágætisbakrunn til að hafa skoðanir á hagfræði landbúnaðar og atvinnuvega. Þá hafi hann reynslu af því að sitja þar sem ólíkir hagsmunir takast á. „Ég hef í gegnum tíðina setið í samninganefndum um kaup og kjör þar sem takast á hagsmunir, en ég þekki engan mann sem hefur gengið út þegar ég hef komið inn í herbergi. Ég hef ágætisreynslu af því að sitja þar sem ólíkir hagsmunir takast á og það hefur ekki verið kvartað undan minni vinnu hingað til.“

Þórólfur segist alltaf hafa getað talað við alla og það verði engin breyting á því. „Ég er bara fenginn þarna til að starfa í samræmi við verkefni nefndarinnar og það hyggst ég gera. Nefndinni er ætlað að horfa til tvennskonar sjónarmiða og það er rétt að halda því til haga. Kannski hafa þau sjónarmið ekki öll verið uppi á borðinu fram til þessa.“

 Ertu þá að segja að sjónarmið bænda hafi verið meira uppi á borðum en annarra?

„Það má lesa ákvarðanir á undangengnun árum með þeim hætti,“ segir Þórólfur sem gerir ráð fyrir að hann muni beita sér fyrir því að sjónarmið neytenda verði meira uppi á borðum en áður. „Ég tel ekki að sjónarmið bænda og afurðarstöðva séu undir í þessari nefnd. Ég tel að þau sjónarmið muni koma fram og ég þurfi þess vegna að leggja meira á mig til að koma fram sjónarmiðum neytenda.“

mbl.is

Innlent »

Kæru á hendur MAST vísað frá

16:29 Nýlega vísaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið frá kæru á hendur Matvælastofnun. Ástæðan var sú að meira en þrír mánuðir voru liðnir frá ákvörðun stofnunarinnar og því of seint fyrir kærendur að reyna að fá ákvörðuninni hnekkt hjá æðra stjórnvaldi. Meira »

Fundur flugvirkja og SA hafinn

16:12 Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst núna klukkan fjögur hjá ríkissáttasemjara.   Meira »

Teygði anga sína til Íslands

16:10 Fimm einstaklingar voru handteknir hér á landi 12. desember í tengslum við viðamikla alþjóðlega rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi sem teygði sig til Íslands. Þar af voru þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ætluð brot snúa að innflutningi og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Meira »

Álag á bráðadeild vegna hálkuslysa

16:00 Mikið álag hefur verið á starfsfólki bráðadeilda Landspítalans undanfarna daga vegna hálku. Fljúgandi hálka er einnig á Akureyri en þar er ástandið engu að síður betra. Tveir voru þó fluttir á slysadeildina á Akureyri í morgun með áverka á höfði eftir hálkuslys. Meira »

Erfitt ástand og snertir marga illa

15:49 Flestir þeirra sem voru strandaglópar hér á landi í gær komust í flug í dag að sögn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Vandinn er þó ekkert leystur með því, af því að á meðan að ekki er verið að fljúga nema lítinn hluta af venjulegri áætlun þá eru fjölmargir sem eru í vandræðum.“ Meira »

Píratar vilja enn borgaralaun

15:28 Píratar hafa lagt fram þingsályktun um um skilyrðislausa grunnframfærslu, öðru nafni borgaralaun. Fyrsti flutningsmaður er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, en aðrir þingmenn flokksins eru meðflutningsmenn. Meira »

Fjárlagavinnan gengur vel

14:44 „Þetta er allt á áætlun. Við erum bara í gestakomum og verður langt fram á kvöld í því og á morgun og stefnum á að fara inn í þingið aftur samkvæmt starfsáætlun 22. desember. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það held ég.“ Meira »

Fólki fjölgar í röðinni

15:05 Fólki fer nú fjölgandi í röðinni við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugfelli. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is. Söluskrifstofan opnaði klukkan 05:30 í morgun og þá hafi um 100-150 manns verið í röð. Meira »

Viðamikil alþjóðleg lögregluaðgerð

14:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti tollstjóra hafa boðað til blaðamannafundar í kl. 16 í dag, en tilefnið er viðamikil, alþjóðleg lögregluaðgerð. Meira »

Flugferðum ekki fjölgað hjá WOW air

14:26 WOW air ætlar ekki að fjölga flugferðum hjá sér vegna verkfalls flugvirkja hjá Icelandair.  Meira »

Dæmt til að greiða 52 milljónir

14:24 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Vaðlaheiðargöng hf. til þess að greiða verktakafyrrtækinu Ósafli tæplega 52 milljónir króna í deilu um það hvor aðili eigi að njóta lækkunar virðisaukaskatts í byrjun árs 2015. Meira »

Flugvirkjar funda klukkan fjögur

14:21 Nýr fundur í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hefur verið boðaður klukkan 16 í dag. Meira »

Atvinnuflugmenn styðja flugvirkja

13:14 Félag íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, hefur lýst yfir stuðningi við Flugvirkjafélag Íslands í kjaradeilu þess við Icelandair. Meira »

Röðin minnkað frá því í morgun

12:39 Röðin fyrir utan söluskrifstofu Icelandair við innritunarborðin í flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur minnkað mikið frá því snemma í morgun. Meira »

MAST undirbýr aðgerðir vegna riðu

12:05 Riðuveiki, sem hefur verið staðfest á búi í Svarfaðardal, er fyrsta tilfellið sem greinist á Norðurlandi eystra síðan 2009 en þá greindist riðuveiki á bænum Dæli í Svarfaðardal. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða. Meira »

Telur Icelandair stóla á lagasetningu

13:10 „Þetta lyktar svolítið af því að þeir séu farnir að stóla á lagasetningu,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, um Icelandair. Meira »

Fara fram á lögbann á afhendingu gagna

12:11 Fyrirtækið Lagardère Travel Retail, sem rekur fimm veitingastaði á Keflavíkurflugvelli, hefur farið fram á að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu setji lögbann á afhendingu Isavia á gögnum í tengslum við forval um leigu á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í flugstöðinni árið 2014. Meira »

Styrkumsóknirnar aldrei áður svo margar

11:31 Miðstöð íslenskra bókmennta bárust 30% fleiri umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku í ár en í fyrra.  Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Harðviður til húsbygginga
Lokað verður frá 12. nómember til 5. desember. Harðviður til húsabygginga Sjá ná...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ. Hálsmen úr
silfri (22mm) 6.900- kr 14k gull 49.500-. Stór (30mm) silfur 12.500,- 14k gull ...
 
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...