Íhuga að leggja fram stjórnsýslukæru

Þjórsárver.
Þjórsárver. mbl.is/Rax

Hreppsnefnd Ásahrepps íhugar að leggja fram stjórnsýslukæru á hendur umhverfisráðuneytinu vegna stækkunar friðlands í Þjórsárverum. Þetta var samþykkt samhljóða á hreppsnefndarfundi Ásahrepps í dag. 

„Hreppsnefnd Ásahrepps harmar þau vinnubrögð sem viðhöfð eru bæði af hendi umhverfisráðherra sem og Umhverfisstofnunar og mun íhuga að leggja fram stjórnsýslukæru á hendur umhverfisráðuneytinu,“ segir í umsögn um stækkun friðlands í Þjórsárverum. 

Fylgja stækkun þrátt fyrir „meingallaða“ málsmeðferð

Hreppnefndin ítrekar að ekki standi til að framkvæma eða raska umræddu svæði á nokkurn hátt enda yrði það ekki gert nema í samráði við landeiganda sem er ríkið. „Þrátt fyrir að málsmeðferð hafi verið meingölluð og erfitt að afla gagna og upplýsinga um málið þá er hreppsnefnd fylgjandi stækkun friðlandsins,“ segir jafnframt. Í þessu samhengi er bent á að óvissa ríkir í stjórnmálum þar sem óvíst er að verkefninu verði tryggt fjármagn á næstu fjárlögum. Þar af leiðandi telur hreppsnefndin „ekki heppilegt fyrir svo stórt verkefni að það sé keyrt í gegn af starfandi ráðherra án umboðs.“

Hefði þurft að gefa verkefninu tíma 

„Hreppsnefnd lítur svo á að þótt ákvörðun um friðlýsingu Þjórsárvera sé byggð á náttúruverndaráætlun sem samþykkt var á Alþingi árið 2010 hefði það verið í betra samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti að viðhafa málsmeðferð á grundvelli gildandi náttúruverndarlaga og gefa málinu þann tíma sem þarf til þess að ná sem bestri sátt um friðlýsinguna.“ Þetta kemur fram í fundargerðinni. 

Í umsögninni er jafnframt bent á að takmarkaðar upplýsingar liggi fyrir um starfsemi núverandi Þjórsárvera. Þá vanti „mikið upp á að núverandi Þjórsárverum sé sýndur sá sómi sem þau eiga skilið. Lítið sem ekkert utanumhald er um Þjórsárver í núverandi mynd og nokkuð ljóst að það fyrirkomulag sem ríkir er ekki að skila sér til svæðisins, hvort sem horft er til uppbyggingar, merkinga eða vörslu,“ segir jafnframt. 

Hlutaðeig­andi sveit­ar­fé­lög­um var veitt­ur þriggja mánaða frest­ur, með bréf­um frá 3. júlí 2017, til að gera at­huga­semd­ir við friðlýs­ing­ar­skil­mála um stækkað friðland en sam­hliða því fór málið í al­mennt um­sagn­ar­ferli á vef ráðuneyt­is­ins3. október óskaði sveitarstjóri Ásahrepps formlega eftir fresti til að skila inn umsögn um tillögu að stækkun friðlands í Þjórsárverum til 11. október sama dag og hreppsnefndarfundur yrði haldinn. Svar barst samdægurs þar sem ráðuneytið taldi að ekki væru forsendur fyrir því að veita frest. Þetta kemur fram í fundargerðinni. 

Þjórsárver.
Þjórsárver. mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is

Innlent »

Ráku út hústökufólk í Kópavogi

10:49 Lögreglan hafði afskipti af tveimur karlmönnum sem höfðu komið sér fyrir í mannlausu einbýlishúsi í eigu Kópavogsbæjar á þriðjudaginn síðastliðinn. Mennirnir voru síðan handteknir vegna annarra mála. Meira »

Veit ekkert hvað stendur í skjalinu

10:39 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun afar ósáttur við þau svör Þórólfs Halldórssonar, sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu, að hann hefði hvorki séð né kynnt sér afstöðu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Meira »

Fimm Danir á kjörskrá

10:29 Fimm danskir ríkisborgarar sem hafa verið búsettir hér á landi fyrir 6. mars 1946 eiga rétt á því að kjósa í komandi alþingiskosningum. Meira »

Lögreglan með í að uppræta mansalshring

09:58 Finnska landmæraeftirlitið, með stuðningi Europol, íslensku lögreglunnar og bandaríska landamæraeftirlitsins, hefur upprætt skipulögð glæpasamtök sýrlenskra og íraskra borgara sem eru grunuð um að hafa reynt að smygla fólki frá suðurhluta Evrópu til Finnlands og þaðan til Bandaríkjanna í gegnum Ísland og Mexíkó. Meira »

Leiða samstarf um afvopnunarmál

09:32 Ísland og Írland munu næsta árið gegna saman formennsku í eftirlitskerfi með flugskeytatækni sem snýst um að takmarka útbreiðslu á eldflaugatækni fyrir burðarkerfi vopna, þar með talið gereyðingarvopna. Meira »

Aukning í innanlandsflugi

09:30 Á fyrri helmingi ársins nýttu um 385 þúsund manns sér ferðir um innanlandsflugvelli landsins og fjölgaði þeim um fjórtán þúsund frá fyrri helmingi síðasta árs. Aukningin var mest á Akureyri en samdráttur mestur á Húsavík og í Vestmannaeyjum. Meira »

Gríðarleg starfsmannavelta hjá Costco

09:06 Af um 60 íslenskum yfirmönnum sem sendir voru til Englands í þjálfun í aðdraganda opnunar Costco munu aðeins 15 vera enn í starfi. Fyrirtækið segir ávallt taka tíma að ná jafnvægi í starfsmannahaldi á nýjum mörkuðum. Meira »

Segir Lilju vart til frásagnar um fund

09:25 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur ítrekað orð sín um að svissneska leiðin sem Framsóknarflokkurinn hefur boðað í húsnæðismálum sé „galin leið“. Meira »

Opinn fundur um lögbannið

09:01 Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefst klukkan 9:10. Þar verður fjallað um vernd tjáningarfrelsis. Þrír nefndarmenn kröfðust fundarins í kjölfar lögbanns sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu gegn fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Meira »

Ókeypis menntun keppikefli

08:18 „Það á að vera keppikefli okkar að menntun og skólakerfi sé nemendum og foreldrum að kostnaðarlausu frá upphafi leikskóla til loka framhaldsskóla,“ sagði Þórður Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, á opnum fundi Kennarasambandsins og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands með frambjóðendum stjórnmálaflokkanna. Meira »

Sífellt fleiri fastir í foreldrahúsum

07:57 Um 20 þúsund manns á aldrinum 20-29 ára búa í foreldrahúsum hér á landi um þessar mundir. Hefur fjölgað hratt í þessum hópi undanfarið. Meira »

„Ég hafna þessum 50 milljónum“

07:53 „Ég hafna þessum 50 milljónum alveg. Þetta er ekki eitthvað sem er hér á hverju strái,“ sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, í Morgunútvarpi Rásar 2, um ummæli Brynjars Þórs Níelssonar í sama þætti í gærmorgun. Meira »

Áform um átta hæða hús við Skúlagötu

07:47 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur kynnt tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir hluta Skúlagötusvæðis. Um er að ræða tæplega eins hektara svæði sem nær yfir óbyggða lóð á horni Skúlagötu og Frakkastígs og óbyggt borgarland milli Skúlagötu og Sæbrautar. Tillagan verður næst tekin fyrir í borgarráði. Meira »

Tóku upp atriði í Hvalfjarðargöngunum

07:24 Mótorhjólaatriði í stuttmynd með nýju lagi bandaríska tónlistarmannsins Elliot Moss var tekið upp í Hvalfjarðargöngum í nótt. Kvikmyndagerðarmenn nýttu sér tækifærið þegar göngin voru lokuð vegna viðhalds og þrifa og sviðsettu dramatíska mótorhjólaferð sem endaði miður vel. Meira »

Eistnaflug verður haldið næsta sumar

06:57 Tekist hefur að fjármagna félagið sem stendur að baki Eistnaflugi í Neskaupstað og verður rokkhátíðin því haldin næsta sumar. Nýir hluthafar eru teknir við og eru þar stærstir SÚN, Karl Óttar Pétursson og Birgir Axelsson. Stefán Magnússon hefur selt hlut sinn í félaginu og dregið sig úr stjórn. Meira »

Skaflinn lifði af sumarið

07:37 Gránað hefur í Esjuna og farið að fjúka í litla skafla í efstu brúnum. Engu að síður sést enn móta fyrir gömlum sköflum efst í Gunnlaugsskarði. Meira »

Handtekinn ölvaður við Stigahlíð

07:09 Ölvaður maður var handtekinn upp úr klukkan 18.30 í gærkvöldi eftir að hann hafði komist inn í húsnæði við Stigahlíð.  Meira »

Freyja stefnir Barnaverndarstofu

06:27 Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Bjartrar framtíðar, hefur stefnt Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast varanlegt fósturforeldri. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Haustútsala
HAUSTÚTSALA alls konar nærfatnaður á 30% afslætti Laugavegi 178, sími 551 3366. ...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...