Um 20 þúsund íbúðir á prjónum borgarinnar

Dagur B. Eggertsson kynnti fyrirætlanir borgarinnar í byggingu íbúða og ...
Dagur B. Eggertsson kynnti fyrirætlanir borgarinnar í byggingu íbúða og úthlutuna lóða á fundi í morgun. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúmlega þrjú þúsund íbúðir eru í byggingu í Reykjavík en í samþykktum deiliskipulagsáætlunum er heimild fyrir á fimmta þúsund íbúðir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti þau verkefni sem eru í gangi og fyrirhuguð í erindi á fundi í ráðhúsinu í morgun. Í erindi hans kom fram að borgin hafi rúmlega 19 þúsund íbúðir á prjónunum á komandi árum.

„Þau staðföstu áform sem við erum með eru á við þrjú Breiðholtsverkefni,“ sagði Dagur til að setja fyrirætlanir í samhengi. Hann sagði að munurinn væri sá að framkvæmdirnar væru nú dreifðar um alla Reykjavík, en væru ekki bundnar við eitt hverfi eins og þegar Breiðholtið var byggt upp. Framkvæmdirnar sem væru í gangi og áformaðar ættu það sameiginlegt að miða að þéttingu byggðar. Gert er ráð fyrir því í aðalskipulagi borgarinnar að 90% allra nýrra íbúða á tímabilinu 2010-2030 rísi innan núverandi þéttbýlismarka.

Hér má sjá á gagnvirku korti hvar byggingasvæðin eru.

Ríflega 4.000 íbúðir án hagnaðarsjónarmiða

Dagur greindi frá því í kynningu sinni að stefnt hefði verið að uppbyggingu 2.500 til 3.000 leigu- og búseturéttaríbúða fyrir félög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða, á árunum 2014-2019 en að mun fleiri íbúðir í það væru í byggingu.

Hann sagði að efnt hafi verið til samvinnu við verkalýðshreyfinguna, húsnæðissamvinnufélög, félög eldri borgara, námsmenn og einkaaðila um aðgerðir. Afrakstur þeirrar samvinnu sé að nú liggi fyrir staðfest áform um byggingu 4.100 íbúða af þessum toga. Þar af væru um eitt þúsund verkalýðsíbúðir, 1.340 námsmannaíbúðir, 450 búseturéttaríbúðir, annað eins af íbúðum fyrir eldri borgara, 105 hjúkrunarrými, yfir 100 sértæk búsetuúrræði fyrir fatlað fólk og yfir 700 íbúðir Félagsbústaða, sem er í eigu borgarinnar.

Hér sést hvar til stendur - eða verið er - ...
Hér sést hvar til stendur - eða verið er - að byggja.

Dagur sagði að í uppfærðri áætlun yfir uppbyggingarsvæði í Reykjavík væru 3.100 íbúðir á framkvæmdastigi og að samþykkt deiliskipulag væri fyrir 4.302 íbúðir. Því til viðbótar væru 3.045 íbúðir í formlegu skipulagsferli. „Enn fremur eru 8.805 íbúðir til viðbótar í undirbúningsferil eða í skoðun á þróunarsvæði. Alls gerir þetta 19.252 íbúðir, sem er ríflega 2.000 íbúðum meira en reiknuð íbúðaþörf aðalskipulagsins til 2030 gerði ráð fyrir,“ segir í bæklingi um uppbyggingu íbúða í borginni.

Í erindi sínu gagnrýndi Dagur önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu fyrir sinnuleysi þegar kæmi að uppbyggingu félagslegra íbúða og benti á að aðeins Hafnarfjörður væri með um 50 slíkar íbúðir á prjónunum.

Byggingarsvæði á framkvæmdastigi - Fjöldi íbúða

Efstaleiti 360
Hlíðarendi 780
Smiðjuholt 203
Bryggjuhverfi II 280
Grandavegur 142
Hljómalindarreitur 35
Hverfisgata 92-96+ 60
Hafnartorg-Austurhöfn 178
Brynjureitur 77
Frakkastígsreitur 68
Tryggvagata 13 40
Mánatún 44
Borgartún 28 21
Nýlendurreitur 20
Suður-Mjódd 130
Reynisvatnsás 50
Höfðatorg I 94
Mörkin 74
Barónsreitur-Hverfisgata 85-93 70
Sogavegur 73-77 45
Sigtúnsreitur 108
Keilugrandi 1 78
Skógarvegur 20
Úlfarsárdalur – núverandi hverfi 100
Laugavegur 59 11
Hverfisgata 61 12
Samtals: 3.100 íbúðir 

Samþykkt deiliskipulag - Fjöldi íbúða

Kirkjusandur 300
Vesturbugt 176
Spöngin-Móavegur 156
Barónsreitur-Skúlagata 105
Vísindagarðar 210
Hraunbær 103-105 60
Sætúnsreitur 100
Höfðatorg II 126
Vogabyggð II 776
Nauthólsvegur 440
Borgartún 34-36 86
Sléttuvegur 307
KHÍ-lóð 160
Sóltún 2-4 30
Elliðabraut 200
Steindórsreitur 70
Vigdísarlundur 20
Vogabyggð I 330
Úlfarsárdalur - núverandi hverfi 290
Úlfarsárdalur - Leirtjörn 360
Samtals: 4.302 íbúðir

Að auki eru 3.045 íbúðir í skipulagsferli. Stærstu svæðin eru þar þriðji áfangi Bryggjuhverfis (800 íbúðir), Skeifan (750 íbúðir), fyrsti áfangi Gufuness (450 íbúðir) og Heklureitur (400 íbúðir). 

Þá eru tæplega 9 þúsund íbúðir fyrirhugaðar á svokölluðum þróunarsvæðum. Þar munar mestu um 4.500 íbúðir í Elliðaárvogi og þúsund í Skerjabyggð. Þá er gert ráð fyrir 800 íbúðum í þriðja og fjórða áfanga Vogabyggðar. Í þróun eru líka 500 íbúðir við Kringluna og áþekkt magn bæði á Keldum og í Gufunesi.

Hér má finna 40 síðna bækling þar sem farið er ofan í byggingaráform og framkvæmdir á hverjum reit fyrir sig.

Stöplaritið er úr kynningu Dags. Súlurnar sýna hversu margar íbúðir ...
Stöplaritið er úr kynningu Dags. Súlurnar sýna hversu margar íbúðir til stendur að byrja að byggja á hverju ári.
mbl.is

Innlent »

Tuga milljarða íbúðakaup

05:30 Kaup borgarinnar á 500-700 félagslegum íbúðum á næstu fimm árum gætu kostað 18,3-25,6 milljarða. Er þá miðað við meðalverð íbúða sem borgin hefur keypt undanfarið. Meira »

Eyddu skjölum án leyfis

05:30 Enn eru dæmi um að opinberar stofnanir eyði skjölum án heimildar Þjóðskjalasafnsins eins og áskilið er í lögum.  Meira »

Nálgunarbann eftir langvarandi ofbeldi

Í gær, 22:48 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skyldi sæta brottvísun af heimili og nánar tilgreindu nálgunarbanni. Meira »

Upphaf poppbyltingarinnar 1967

Í gær, 22:22 Ný eiturlyf, tíska, pólitískar hræringar og samfélagsleg vakning á meðal ungs fólks koma við sögu þegar skoðað er hvaða þættir höfðu áhrif á að árið 1967 er eins merkilegt og raun ber vitni í tónlistarsögunni. Arnar Eggert Thoroddsen ætlar að skoða þetta magnaða ár á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ í næsta mánuði. Meira »

Hvaða loforð fá aldraðir og öryrkjar?

Í gær, 22:07 Allir flokkarnir sem bjóða sig fram fyrir alþingiskosningarnar um næstu helgi leggja áherslu á bætt kjör eldri borgara og öryrkja. Notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA, er flestum flokkum hugfólgin, rétt eins og hækkun eða afnám frítekjumarksins, hækkun ellilauna og sveigjanleg starfslok. Meira »

Rándýr aukanótt í Berlín

Í gær, 21:50 Telma Eir Aðalsteinsdóttir og vinkonur hennar komust ekki heim til Íslands í kvöld, eins og áætlað hafði verið, vegna vandræða þýska flugfélagsins Air Berlín. Ein vél félagsins hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan á fimmtudagskvöld vegna not­enda­gjalda sem eru í van­skil­um. Meira »

Búið að uppfæra þingmenn á netinu

Í gær, 21:20 Ný uppfærsla heimasíðunnar thingmenn.is er komin í loftið. Þar má nálgast ýmsar upplýsingar um vinnu þingmanna, svo sem viðveru í þingsal, fjölda ræða, frumvarpa og fyrirspurna og einnig hvaða málaflokkar eru þeim hugleiknastir í ræðustólnum. Meira »

Rákust saman við framúrakstur

Í gær, 21:46 Betur fór en á horfðist þegar umferðaróhapp varð á Öxnadalsheiði um klukkan hálf níu í kvöld. Óhappið hafði þær afleiðingar að bifreið hafnaði utan vegar. Engum varð meint af. Meira »

Tónleikaflóð fram undan

Í gær, 19:50 Lauslega talið á miðasölusíðunum midi.is og tix.is er þegar búið að auglýsa yfir þrjátíu jólatónleika, sem verða á dagskrá frá lokum nóvember og fram að jólum og fjöldi bætist væntanlega við á næstunni. Meira »

Horfurnar bestar á Íslandi

Í gær, 19:47 Hvergi eru horfur í ferðamannaiðnaði betri en á Íslandi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Global Data, þar sem rýnt er í horfur í ferðamannaiðnaði í 60 þróuðum löndum víðs vegar um heiminn. Meira »

„Ég er ósammála biskupi“

Í gær, 19:28 Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, er ekki sammála ummælum Agnesar M. Sig­urðardótt­ur, bisk­ups Íslands. Agnes sagði í Morgunblaðinu í dag að siðferðislega væri ekki rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að af­hjúpa mál og leiða sann­leik­ann í ljós. Meira »

Unnið að því að losa rútuna

Í gær, 18:47 Vegurinn við vest­ari af­leggj­ar­ann að Detti­fossi er enn lokaður en umferðaróhapp varð þar um miðjan daginn þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygju þar. Meira »

Bærinn tekur við rekstrinum í sumar

Í gær, 18:42 Vestmannaeyjabær mun taka við rekstri Herjólfs þegar ný ferja verður tekin í gagnið næsta sumar. Samningur þess efnis er á lokametrunum að sögn Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Meira »

Þrengt að umferð á morgun

Í gær, 18:17 Á morgun má búast við töfum á umferð á Hafnarfjarðarvegi. Þá þarf að þrengja að umferð á um 250 metra kafla, Akrahverfismegin í Garðabæ, vegna vinnu við hljóðmön. Það er veggur til að verja íbúabyggð fyrir umferðarhávaða. Meira »

Rætist úr spánni á kjördag

Í gær, 18:00 Útlit er fyrir milt veður á kjördag. Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands má búast við vestlægri eða breytilegri átt á landinu öllu á laugardag og sunnudag. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest

Í gær, 18:26 Átta stjórnmálaflokkar fengu framlög upp á 678 milljónir á síðasta ári. Framlögin koma frá ríki, sveitarfélögum, fyrirtækjum, einstaklingum, auk annarra rekstrartekna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest en Flokkur fólksins minnst. Meira »

Mörg sendiherrahjón fyrirmyndir

Í gær, 18:16 Pálmi Gestsson og María Thelma Smáradóttir, leikarar verksins Risaeðlurnar sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu, segja að mörg sendiherrahjón séu fyrirmyndirnar að persónum hins grátbroslega gamanleiks eftir Ragnar Bragason. Meira »

Vakan heldur blaðamannafund

Í gær, 17:16 Vakan, félagasamtök um aukna kosningaþátttöku ungs fólks, hefur boðað til blaðamannafundar í Smáralindinni á morgun. Efni fundarins eru tilmæli yfirkjörstjórnar Reykjavíkur norður til Vökunnar, um að það gæti brotið í bága við kosningalög að hvetja fólk til að taka af sér sjálfur á kjörstað. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Nýjar GUESS gallabuxur í stærð 27/34
Nýjar Guess gallabuxur "Cigarette Mid" sem er "slim fit", "mid rise" og "cigaret...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Playback borðtennisborð
PLAYBACK borðtennisborð frá BUTTERFLY m/neti, blá eða græn. 19mm borðplata Verð:...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...