Um 20 þúsund íbúðir á prjónum borgarinnar

Dagur B. Eggertsson kynnti fyrirætlanir borgarinnar í byggingu íbúða og ...
Dagur B. Eggertsson kynnti fyrirætlanir borgarinnar í byggingu íbúða og úthlutuna lóða á fundi í morgun. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúmlega þrjú þúsund íbúðir eru í byggingu í Reykjavík en í samþykktum deiliskipulagsáætlunum er heimild fyrir á fimmta þúsund íbúðir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti þau verkefni sem eru í gangi og fyrirhuguð í erindi á fundi í ráðhúsinu í morgun. Í erindi hans kom fram að borgin hafi rúmlega 19 þúsund íbúðir á prjónunum á komandi árum.

„Þau staðföstu áform sem við erum með eru á við þrjú Breiðholtsverkefni,“ sagði Dagur til að setja fyrirætlanir í samhengi. Hann sagði að munurinn væri sá að framkvæmdirnar væru nú dreifðar um alla Reykjavík, en væru ekki bundnar við eitt hverfi eins og þegar Breiðholtið var byggt upp. Framkvæmdirnar sem væru í gangi og áformaðar ættu það sameiginlegt að miða að þéttingu byggðar. Gert er ráð fyrir því í aðalskipulagi borgarinnar að 90% allra nýrra íbúða á tímabilinu 2010-2030 rísi innan núverandi þéttbýlismarka.

Hér má sjá á gagnvirku korti hvar byggingasvæðin eru.

Ríflega 4.000 íbúðir án hagnaðarsjónarmiða

Dagur greindi frá því í kynningu sinni að stefnt hefði verið að uppbyggingu 2.500 til 3.000 leigu- og búseturéttaríbúða fyrir félög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða, á árunum 2014-2019 en að mun fleiri íbúðir í það væru í byggingu.

Hann sagði að efnt hafi verið til samvinnu við verkalýðshreyfinguna, húsnæðissamvinnufélög, félög eldri borgara, námsmenn og einkaaðila um aðgerðir. Afrakstur þeirrar samvinnu sé að nú liggi fyrir staðfest áform um byggingu 4.100 íbúða af þessum toga. Þar af væru um eitt þúsund verkalýðsíbúðir, 1.340 námsmannaíbúðir, 450 búseturéttaríbúðir, annað eins af íbúðum fyrir eldri borgara, 105 hjúkrunarrými, yfir 100 sértæk búsetuúrræði fyrir fatlað fólk og yfir 700 íbúðir Félagsbústaða, sem er í eigu borgarinnar.

Hér sést hvar til stendur - eða verið er - ...
Hér sést hvar til stendur - eða verið er - að byggja.

Dagur sagði að í uppfærðri áætlun yfir uppbyggingarsvæði í Reykjavík væru 3.100 íbúðir á framkvæmdastigi og að samþykkt deiliskipulag væri fyrir 4.302 íbúðir. Því til viðbótar væru 3.045 íbúðir í formlegu skipulagsferli. „Enn fremur eru 8.805 íbúðir til viðbótar í undirbúningsferil eða í skoðun á þróunarsvæði. Alls gerir þetta 19.252 íbúðir, sem er ríflega 2.000 íbúðum meira en reiknuð íbúðaþörf aðalskipulagsins til 2030 gerði ráð fyrir,“ segir í bæklingi um uppbyggingu íbúða í borginni.

Í erindi sínu gagnrýndi Dagur önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu fyrir sinnuleysi þegar kæmi að uppbyggingu félagslegra íbúða og benti á að aðeins Hafnarfjörður væri með um 50 slíkar íbúðir á prjónunum.

Byggingarsvæði á framkvæmdastigi - Fjöldi íbúða

Efstaleiti 360
Hlíðarendi 780
Smiðjuholt 203
Bryggjuhverfi II 280
Grandavegur 142
Hljómalindarreitur 35
Hverfisgata 92-96+ 60
Hafnartorg-Austurhöfn 178
Brynjureitur 77
Frakkastígsreitur 68
Tryggvagata 13 40
Mánatún 44
Borgartún 28 21
Nýlendurreitur 20
Suður-Mjódd 130
Reynisvatnsás 50
Höfðatorg I 94
Mörkin 74
Barónsreitur-Hverfisgata 85-93 70
Sogavegur 73-77 45
Sigtúnsreitur 108
Keilugrandi 1 78
Skógarvegur 20
Úlfarsárdalur – núverandi hverfi 100
Laugavegur 59 11
Hverfisgata 61 12
Samtals: 3.100 íbúðir 

Samþykkt deiliskipulag - Fjöldi íbúða

Kirkjusandur 300
Vesturbugt 176
Spöngin-Móavegur 156
Barónsreitur-Skúlagata 105
Vísindagarðar 210
Hraunbær 103-105 60
Sætúnsreitur 100
Höfðatorg II 126
Vogabyggð II 776
Nauthólsvegur 440
Borgartún 34-36 86
Sléttuvegur 307
KHÍ-lóð 160
Sóltún 2-4 30
Elliðabraut 200
Steindórsreitur 70
Vigdísarlundur 20
Vogabyggð I 330
Úlfarsárdalur - núverandi hverfi 290
Úlfarsárdalur - Leirtjörn 360
Samtals: 4.302 íbúðir

Að auki eru 3.045 íbúðir í skipulagsferli. Stærstu svæðin eru þar þriðji áfangi Bryggjuhverfis (800 íbúðir), Skeifan (750 íbúðir), fyrsti áfangi Gufuness (450 íbúðir) og Heklureitur (400 íbúðir). 

Þá eru tæplega 9 þúsund íbúðir fyrirhugaðar á svokölluðum þróunarsvæðum. Þar munar mestu um 4.500 íbúðir í Elliðaárvogi og þúsund í Skerjabyggð. Þá er gert ráð fyrir 800 íbúðum í þriðja og fjórða áfanga Vogabyggðar. Í þróun eru líka 500 íbúðir við Kringluna og áþekkt magn bæði á Keldum og í Gufunesi.

Hér má finna 40 síðna bækling þar sem farið er ofan í byggingaráform og framkvæmdir á hverjum reit fyrir sig.

Stöplaritið er úr kynningu Dags. Súlurnar sýna hversu margar íbúðir ...
Stöplaritið er úr kynningu Dags. Súlurnar sýna hversu margar íbúðir til stendur að byrja að byggja á hverju ári.
mbl.is

Innlent »

Óvenjulegri ýsu landað á Skagaströnd

23:35 Það var óvenjuleg ein ýsan sem Onni Hu 36 landaði á Skagaströnd á dögunum. Hún er appelsínugul á litin með bleikum blæ og það vantar á hana svokallaða „kölskabletti" - svörtu blettina sem eru fremst á hliðarrákunum beggja megin á ýsu. Meira »

Gögn um fjármál þúsunda viðskiptavina

22:34 Glitnir lagði fram kröfu um lögbann á frekari umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media, unna upp úr gögnum innan úr Glitni HoldCo ehf. vegna þess að taldar eru yfirgnæfandi líkur á því að í gögnum sé að finna upplýsingar um persónuleg fjárhagsmálefni þúsunda fyrrverandi viðskipta vina bankans. Meira »

Nálgunarbann eftir ítrekað ofbeldi

21:44 Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í fjögurra mánaða nálgunarbann í Héraðsdómi Suðurlands. Rökstuddur grunur var uppi um að maðurinn hefði ítrekað beitt konu ofbeldi heimili hennar og í sex skipti brotið gegn fyrra nálgunarbanni. Meira »

Hyggjast leysa húsnæðisvandann

21:31 Áherslur flokkanna í húsnæðismálum fyrir komandi alþingiskosningar eru misjafnar ef skoðaðar eru heimasíður þeirra. Málaflokkurinn hefur verið mikið í umræðinu í þjóðfélaginu undanfarin misseri . Sérstaklega hefur verið rætt um erfiðleika ungs fólks við að komast inn á húsnæðismarkaðinn og hátt verð á leigumarkaðnum. Meira »

Ógnuðu öryggisverði með skotvopni

21:22 Fjórir einstaklingar voru handteknir á níunda tímanum í kvöld í þágu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á atviki sem varð í verslun á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleytið í kvöld, þar sem öryggisverði var ógnað með skotvopni. Meira »

4-5 milljarða undir meðaltalinu

21:10 Þegar horft er til meðaltals á síðustu 15 árum yfir húsnæðisstyrki hvers konar sem hið opinbera veitir sést að í ár og í fyrra eru slíkir styrkir um 4-5 milljörðum undir meðaltali. Í ár setur hið opinbera í heild um 23 milljarða í húsnæðisstyrki. Meira »

Múlbindur Reykjavík Media og Stundina

20:36 „Í mínum huga er þetta mjög gróf aðför að lýðræðinu í landinu vegna þess að blaðamenn og blaðamennska á að snúast um það að fjalla um mál sem varða almannahagsmuni sama hver á í hlut,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Reykjavík Media. Meira »

„Almannahagsmunir klárlega yfirsterkari“

21:03 Þingmenn Pírata og Vinstri grænna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa óskað eftir fundi í nefndinni vegna lögbanns sýslubanns sýslumannsins í Reykjavík á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media unna úr gögnum innan úr Glitni. Meira »

Allir vilja fjölga hjúkrunarrýmum

20:32 Flestir fulltrúar stjórnmálaflokkanna voru sammála um að auka þyrfti fé til uppbyggingar á hjúkrunarrýmum. Þetta kom fram í máli fulltrúa stjórnmálaflokkanna á málþingi um stefnu Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

Ekki tilbúinn fyrir upptökur RÚV

20:29 Miðflokkurinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að flokknum þyki leitt að í málefnaþáttum, sem sýndir eru RÚV, hafi verið tilkynnt að Miðflokkurinn hafi hafnað þátttöku, án eðlilegra skýringa. Meira »

Uppskriftir að náttúruvænum lífsstíl

20:08 Bókin Betra líf án plasts fær hárin kannski ekki til að rísa á höfði fólks, en trúlega verður mörgum um og ó við lesturinn. Víða í bókinni eru hrollvekjandi staðreyndir um það hvernig gífurlegt magn plastúrgangs skaðar umhverfið, lífríkið og okkur sjálf. Góðu tíðindin eru þau að það er hægt að komast af án plasts. Meira »

Enginn séns og engin von hér á landi

19:44 „Eins mikið og mig langar að búa á Íslandi, ég elska Ísland og vil ekki fara frá mömmu sem er sjúklingur, þá erum við flutt til Danmerkur.“ Þetta sagði Guðný Ásta Tryggvadóttir, en hún var ein fjögurra kvenna sem fluttu erindi um upplifun sína af leigumarkaði á Húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs í dag. Meira »

Vara við notkun þráðlauss nets

19:42 Almennum notendum þráðlauss búnaðar s.s. tölva og farsíma er nú ráðlagt að forðast notkun þráðlauss nets tímabundið vegna alvarlegs veikleika sem hefur uppgötvast í WiFi-öryggisstaðlinum, WPA2, sem á að tryggja öfluga dulkóðun í þráðlausum netkerfum. Meira »

BÍ fordæmir lögbann á fréttaflutning

19:26 „Við mótmælum og fordæmum þessar aðgerðir og teljum að sýslumaður eigi ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. Þessar aðgerðir eru aðför að tjáningarfrelsi fjölmiðla og rétti blaðamanna að afla sér gagna og vinna úr þeim. Bankaleynd þjónar engum nema þeim sem hafa eitthvað að fela.“ Meira »

Falsaðar undirskriftir hjá Miðflokknum

18:38 Sjö undirskriftir á einu meðmælendablaði sem skilað var inn fyrir Miðflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður voru falsaðar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu flokksins. Meira »

Kosningaefndir á „hraða snigilsins“

19:29 „Nánast í hverjum einustu kosningum undanfarna áratugi hefur þó ekki skort kosningaloforð til umbóta fyrir eldri borgara, en efndirnar hafa því miður verið á hraða snigilsins og virðist þá litlu skipta hvaða stjórnmálaflokkar hafa farið með völdin.“ Þetta segir Anna Birna Jensdóttir á málþingi SFV, um hver eigi að vera stefna Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

„Gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu“

19:11 „Ákvörðun sýslumanns um lögbann á umfjöllun um viðskipti þingmanns, sem nú er forsætisráðherra, er gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu í lýðræðisríki. Hún er einnig óréttlætanleg valdbeiting gegn stjórnarskrárbundnu tjáningarfrelsi.“ Meira »

Hefur áhyggjur af praktísku hliðinni

18:20 Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir að best hefði verið ef framsóknarmenn hefðu átt samtal við samtökin áður en þeir slógu fram jafnviðamikilli tillögu og svissnesku leiðinni í kosningaherferð sinni. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Fornhjól til sölu
Súkka 81 Gs 1000 L til sölu frábært hjól ekið aðeins 13000. m eð ca 20,000 km e...
Mercedes Benz 350 4matic 2006
Fallegur og vel með farinn station 4x4 ný dekk,bíll í topp standi. Ekinn aðeins ...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Málþing
Tilkynningar
"Ekki fresta, hafðu samband" Málþin...
L edda 6017101019 i
Félagsstarf
? EDDA 6017101019 I Mynd af auglýsing...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...