„Ekki pláss fyrir mig á Íslandi“

Guðný Helga Grímsdóttir var meðal þeirra kvenna sem fluttu erindi ...
Guðný Helga Grímsdóttir var meðal þeirra kvenna sem fluttu erindi í dag um upplifun sína af leigumarkaðinum undanfarin ár. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson

Það var fjöldi samverkandi þátta sem orsökuðu að Hildur Hjörvar og kærastinn hennar gátu keypt sér sína fyrstu eigin íbúð núna fyrr á þessu ári. Hún sagði að í raun væri hún í forréttindastöðu þegar kæmi að ungu fólki sem væri að koma úr námi og að vera í þessari stöðu. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi hennar á Húsnæðisþingi sem Íbúðalánasjóður hélt í dag.

Markviss ákvörðun að búa í foreldrahúsum 

Hildur sagði að bæði hún og kærasti sinn hafi getað búið hjá foreldrum sínum langt fram á þrítugsaldurinn í stað þessa að leigja. Reyndar hafi það verið markviss ákvörðun hjá þeim að vera ekki á leigumarkaði miðað við þær sögur sem þau heyrðu þaðan og því ákveðið að vera áfram heima. 

Hún sagði að það hafi svo hjálpað til að hún hafi verið hálfgerð Jóakim Aðalönd og getað nýtt sparnað frá því að hún var barn; vasapeningar úr barnaskóla, fermingarpeningur og peningur fyrir að passa börn síðar og frá vinnu með skóla.

„Örvænting einkenndi markaðinn“ 

Í vetur fóru þau svo að líta í kringum sig og leita að íbúð. „Örvænting einkenndi markaðinn,“ sagði Hildur og vísaði til þess að á sýningum á eignum sem voru undir 35 milljónum hafi verið mjög fjölmennt og tilboð yfir ásettu verði borist innan nokkurra mínúta. Þar hafi fólk verið að spila með aleiguna og jafnvel meira en það. Við það tækifæri hafi hún jafnvel velt fyrir sér hvort hún ætti frekar að skoða möguleikann á að eiga sína framtíð erlendis, enda væri staða ungs fólks hér á landi í fyrsta skipti verri en fyrri kynslóðar.

Hildur Hjörvar flutti erindi í dag á Húsnæðisþingi ÍLS.
Hildur Hjörvar flutti erindi í dag á Húsnæðisþingi ÍLS. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson

Leigusamningur til eins árs en sagt upp eftir fimm mánuði

Guðný Helga Grímsdóttir flutti einnig erindi á ráðstefnunni. Hún er sveinn í húsgagnasmíði og starfar sem smiður í dag. Hún sagðist hafa verið á leigumarkaði í sjö ár, meðal annars á stúdentagörðum og hjá fjölskyldu, en að í dag væri hún á almenna markaðinum.

Síðast gerði hún leigusamning til eins árs en var sagt upp eftir fimm mánuði. Hún hóf strax að leita að íbúð, en það eina sem stóð til boða var herbergi sem kallaði þá á að hún hefði þurft að leigja geymslu undir búslóðina.

Þrátt fyrir erfiða stöðu á markaðinum hafi hún alltaf huggað sig við að ef allt færi í vaskinn gæti hún þó farið til foreldra sinna. Hún sagðist þó aldrei hafa búist við að vera í þessari stöðu, að sjá fram á að missa íbúðina og hafa ekkert annað húsnæði en mögulega að flytja til foreldra sinna.

Flutti austur í sveitina

Eftir að hafa leitað að leiguhúsnæði í mánuð fór hún að horfa á íbúðir utan höfuðborgarsvæðisins. Þar hafi hins vegar ekki verið margar leiguíbúðir heldur. „Mér fór að líða eins og það væri ekki pláss fyrir mig á Íslandi,“ sagði hún.

Guðný sagðist hins vegar geta unnið víða við smíðar og hún hafi að lokum rekist á auglýsingu í Bændablaðinu um starf hjá bónda í Fljótsdal á Austurlandi. Þannig hafi hún náð að flytja vandann við að finna húsnæði yfir á hann. Það endaði með að hún fór austur en íbúðin þar sé líka tímabundin. Með því að líta á björtu hliðarnar sagði hún að fyrir austan næði hún þó að spara. Leigan væri ódýrari og þá væri hún búsett utan þéttbýlis og færi sjaldan í bæjarferðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

„Staðan er brothætt“

15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Bjartsýnn á miðstjórnarfund í næstu viku

14:35 Innihald stjórnamyndunarviðræðna Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks miðar vel áfram. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, við fundargesti á haustfundi miðstjórnar flokksins. „Ef allt gengur upp þá verður boðað til miðstjórnarfundar um miðja næstu viku.“ Meira »

Bilun í sendi Vodafone í Reykhólasveit

13:19 Sjónvarpsþjónusta Digital Ísland á vegum Vodafone hefur legið niðri víða í Reykhólasveit og á nærliggjandi bæjum síðan í gær. „Bilunin nær jafnvel eitthvað inn á Búðardalinn, en það komu tilkynningar frá þessu svæði í gær,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone. Meira »

„Þessum viðræðum er hvergi nærri lokið“

11:55 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segist vera vel meðvituð um að það sé áhætta fyrir flokkinn að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þetta sagði Katrín í þættinum Vikulokin á Rás 1 nú í morgun. Meira »

Bílvelta á Bústaðavegi

10:27 Bílvelta varð á bústaðavegi um tíuleytið í morgun og er nú mikill viðbúnaður lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla á staðnum, en atvikið átti sér stað til móts við verslunarkjarnann Grímsbæ. Meira »

Með fartölvuna í blæðandi höndunum

12:25 Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og snemma í morgun. Karlmaður var handtekinn á sjötta tímanum í morgun vegna gruns um innbrot í læst rými í húsnæði Landspítalans. Hafði maðurinn m.a. veist að öryggisverði skömmu áður en lögreglan kom á vettvang. Meira »

Kanna aðstæður við Öræfajökul

10:59 Fulltrúar á vegum almannavarna lögðu af stað í eftirlitsflug yfir Öræfajökul um níuleytið í morgun vegna vísbendinga um aukna virkni í jöklinum. Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­landi, lýsti yfir óvissu­stigi al­manna­varna á svæðinu í gær. Meira »

Óráðlegt að vera á ferðinni við Múlakvísl

10:24 Rafleiðni heldur áfram að hækka í Múlakvísl á Mýrdalssandi. Há raf­leiðni hefur mæl­st í ánni síðustu daga og hefur hækkað veru­lega síðustu tvo daga og mæl­ist nú 430 míkrósímens/​cm. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
íÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4,...
Rafhlöður fyrir neyðarljós allar gerðir
Með lóðeyrum, vírum eða tengjum. Smíðum allar gerðir af neyðarljósarafhlöðum . N...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
 
Aflaheimildir
Tilkynningar
Auglýsing eftir umsóknum um afla...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...