Ríkið efli flugsamgöngur til Eyja

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Ófeigur Lýðsson

„Við höfum áhyggjur af þessari stöðu eins og við höfum margoft áður lýst yfir. Herjólfur er orðinn gamall og eftir því sem skip verða eldri aukast líkur á alvarlegum bilunum, eins og nú hafa komið upp í Herjólfi,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við mbl.is.

Til stóð að Herjólfur færi í viðgerð í nóvember. Um helgina kom hins vegar í ljós að varahlutirnir sem nota átti í skipið standast ekki kröfur flokkunarfélags Herjólfs, DNV-Gl í Noregi, og því þarf að endursmíða varahlutina frá grunni.

Flugsamgöngur verði efldar

Elliði segir að mikilvægt sé að bregðast við þeirri stöðu sem nú er komin upp. „Við vitum hvernig þetta óöryggi er og eitt af því sem við myndum vilja láta skoða er að þennan tíma sem Herjólfur verður þetta ótryggur eins og núna er, þá verði flugsamgöngur efldar enn frekar. Það verði reynt að mæta stöðunni með því að gera flugið að raunhæfum kosti fyrir íbúa í Vestmannaeyjum og að ríkið hafi slíka aðkomu.“

Elliði bendir í því samhengi á að ríkið gæti styrkt flugsamgöngur, líkt og gert hefur verið í Skagafirði. Þar er flug rík­is­styrkt, meðal ann­ars á þeirri for­sendu að Sigl­f­irðing­ar hafa ekki bein­ar flug­sam­göng­ur og því þurfi að aka þeim til og frá Sauðár­króki.

„Þessi aðgerð sem farið var í gagnvart Skagafirði, mér þykir hún mjög góð og það er gott að sjá að íslenska ríkið ætlar að standa vörð um innanlandsflug og mæta þörfunum í Skagafirði með þessum hætti. Þetta er eitthvað sem við myndum vilja sjá gerast líka í Vestmannaeyjum,“ segir Elliði.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að nauðsynlegt sé að ...
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að nauðsynlegt sé að efla flugsamgöngur til og frá Eyjum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin með Herjólf. mbl.is/Árni Sæberg

„Þurfum að stóla á þetta eins og þjóðveginn“

Auknar flugsamgöngur eru þó einungis bráðabirgðalausn, að mati Elliða. „Það er einn af plástrunum sem hægt er að nota. En við þurfum að stóla á þetta eins og þjóðveginn. Við erum útflytjandi af verðmætum, af fiskafurðum, og það þarf að vera hægt að flytja þær á öllum stundum. Ef einhvers staðar virðist horfa í það að það verði alvarlegri raskanir en verið hefur á siglingum í Þorlákshöfn, þá þarf að koma hratt og örugglega öflugt skip til landsins, eins og skipið Bodø.“

Norska ferjan Bodø átti að leysa Herjólf af frá 20. nóvember. Bodø er 80 metra langt skip, tekur 330 farþega og u.þ.b. 72 bíla. Skipið hefur leyfi til siglinga í Þorlákshöfn, á svokölluðu „B“ siglingasvæði. Að mati Elliða er afar mikilvægt að varaskip, líkt og Bodø, verði tiltækt öllum stundum.

„Það þarf að hafa það tryggt að ef upp koma alvarlegri bilanir í Herjólfi, ef í ljós kemur að hann getur jafnvel ekki þjónustað í Þorlákshöfn, þá þarf auðvitað vera tiltækt varaskip á öllum stundum,“ segir Elliði.

Herjólfur siglir, en þolir minna álag

Eins og staðan er núna mun Herjólfur sigla í vetur. „Mér skilst það á rekstraraðilanum og Vegagerðinni að Herjólfur geti þjónustað en hann þolir minna álag sem þýðir það að frátafir í Landeyjahöfn verði jafnvel enn meiri og jafnvel frátafir í Þorlákshöfn. Þetta er náttúrulega bara alveg hroðaleg staða,“ segir Elliði.

Viðræður um auknar flugsamgöngur til og frá Vestmannaeyjum eru ekki hafnar en fyrir Elliða liggur enginn vafi á því að ríkið verði að koma til móts við íbúa og fyrirtæki í Vestmannaeyjum.

„Þetta mál er allt hið einfaldasta. Ríkinu ber að tryggja samgöngur í þessu landi og það er alveg sama hvort sá staður heitir Vestmannaeyjar, Þórshöfn eða Kópavogur, það verða að vera traustar samgöngur. Nú er það alfarið á ábyrgð ríkisins að tryggja það að þessi staða sem upp er komin með Herjólf valdi ekki truflunum fyrir hvorki íbúa eða fyrirtæki í Vestmannaeyjum.“

mbl.is

Innlent »

Rafmagnslaust fyrir austan

Í gær, 23:44 Rafmagnslaust er á Egilsstöðum og Héraði. Að sögn fréttaritara mbl.is á Egilsstöðum er þar allt svart. Einu ljósin sem sjást eru frá flugvellinum og sjúkrahúsinu en gera má ráð fyrir að í þeim tilvikum sé keyrt á varaafli. Meira »

Kaup og viðgerðir kosta 7.516 milljónir

Í gær, 23:09 Það mun kosta Orkuveitu Reykjavíkur 7.516 milljónir króna, sjö og hálfan milljarð, að kaupa og lagfæra höfuðstöðvar félagsins. Þetta kemur fram í minnisblaði fjármálstjóra Reykjavíkurborgar sem lagt var fyrir borgarráð í dag. Meira »

Nokkrir bílar út af við Bólstaðarhlíð

Í gær, 21:50 Flutningabifreið með tengivagn valt út af veginum í Bólstaðahlíðarbrekku nú í kvöld. Ökumanninn sakar ekki, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Í það minnsta tveir aðrir bílar hafa farið út af veginum í brekkunni og þar eru fleiri bílar í vandræðum. Meira »

Norðanhvassviðri og éljagangur

Í gær, 21:11 Veðurstofan vekur athygli á því að appelsínugul og gul viðvörun er í gildi víða um land og gilda þær fram eftir föstudegi. Snjókoma eða slydda er á norðanverðu landinu og er vegum víða um land lokað vegna slæmrar færðar og veðurs. Meira »

„Hvenær missir forsetinn þolinmæðina?“

Í gær, 20:45 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, veltir því fyrir sér á Facebook-síðu sinni í dag hvers vegna fulltrúar flokkanna sem hafa tekið þátt í báðum stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar gefi sér mun lengri tíma núna en þegar stjórnarandstöðuflokkarnir fengu umboðið. Meira »

„Búið að vera gaman allan tímann“

Í gær, 20:30 Söngleikurinn Móglí verður frumsýndur í Borgarnesi á morgun í tilefni af 50 ára afmæli Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Um 50 börn og fullorðnir sem hafa æft síðan í ágúst taka þátt í sýningunni. Halldóra Rósa Björnsdóttir leikkona leikstýrir verkinu. Meira »

Sagði Svein saklausan og á flótta

Í gær, 19:07 Þorgils Þorgilsson, verjandi í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni, sagði við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að málið væri að mörgu leyti margslungið. Hann sagði að frá upphafi hafi lögreglan haft þá óra að um handrukkun hafi verið að ræða. Meira »

Ítölsk hjartahlýja við Laugaveg

Í gær, 19:59 Á bakka í glerborði liggja bústnar og ávalar kryddpylsur. Þær fá félagsskap af handlöguðu pasta sem er sérinnflutt frá Ítalíu og vel þroskuðum osti sem er kominn langt fram á leikskólaaldur. Meira »

Forsetaframbjóðandi á Bessastöðum

Í gær, 18:50 „Við hjónin hittumst og áttum gott spjall um lífið og tilveruna og hin ýmsu mál samfélagins,“ segir Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Meira »

Holtavörðuheiði lokuð í dag

Í gær, 18:22 Aðgerðum lögreglu er lokið á Holtavörðuheiði en þrír slösuðust þar fyrr í dag þegar sjö bílar lentu í árekstri. Þeir sem slösuðust voru fluttir á á sjúkra­húsið á Akra­nesi eða á heilsu­gæslu­stöðina í Borg­ar­nesi en ekki er talið að meiðsli þeirra séu alvarleg. Meira »

Hafa upplýsingar um fleiri tilfelli

Í gær, 18:01 „Þetta er umfangsmikið mál,“ sagði Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi og yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Karl og kona voru í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald til 6. desember vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfssemi. Meira »

Svikahrappar senda fölsk fyrirmæli

Í gær, 17:08 Landsbankinn varar á heimasíðu sinni við svikahröppum sem senda út falska tölvupósta. Fram kemur í frétt á vef bankans að hrapparnir sendi fölsk fyrirmæli til starfsfólks fyrirtækja um að millifæra fé á erlenda bankareiknina. Á þessu hefur borið undanfarna daga. Meira »

„Þetta voru ákaflega vímaðir menn“

Í gær, 16:37 Mönnunum tveimur sem réðust á fimm ára barn í aftursæti bifreiðar við gatnamót Laugavegs og Snorrabrautar síðdegis í gær hefur verið sleppt. Þeir voru yfirheyrðir í dag en ekki þótti ástæða til að krefjast þess að þeir yrðu hnepptir í gæsluvarðhald. Meira »

„Voru þetta mistök hjá höfundunum?“

Í gær, 16:07 „Voru þetta mistök hjá höfundum þessa frumvarps eða eru þar embættismenn að verki sem bera litla virðingu fyrir iðnnámi eða líta það hornauga sem óæðra nám en háskólanám?“ spyr Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS, í yfirlýsingu til fjölmiðla. Meira »

Sýknaður í 80 milljóna kr. fjárdráttarmáli

Í gær, 15:45 Hæstiréttur hefur sýknað mann sem var dæmdur í 9 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir fjárdrátt, en hann var sakaður um að hafa dregið að sér 79 milljónir króna úr einkahlutafélagi sem hann átti helmingshlut í. Meira »

Snjónum kyngir niður á Hólum

Í gær, 16:17 Snjóþungt er á Hólum í Hjaltadal en allt skólahald þar var fellt niður í dag vegna veðurs, eins og víðar í nágrenninu. Éljagangur og mikill vindur er nú í Skagafirði og ýmsir vegir illfærir. Meira »

Þingið álykti um landsdómsmálið

Í gær, 15:46 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á komandi þingi þess efnis að rangt hafi verið að ákæra Geir H. Haarde. Þetta upplýsir hann í pistli á heimasíðu sinni. Meira »

Ræningjunum sleppt úr haldi

Í gær, 15:39 Þremenningunum, sem réðust á mann á sjötugsaldri á heimili hans í vesturhluta Kópavogs á þriðjudagskvöld, var sleppt úr haldi lögreglu í gærkvöldi eftir yfirheyrslur. Lögregla mun ekki fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum, sem höfðu fartölvu og yfirhafnir með sér úr húsi mannsins. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
START/BYRJA: 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6 - HOLIDAY: 4 we...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. hvítagull, silfur og titaniumpör á fínu verði. Dem...
Armbönd
...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...
Almennt útboð mobile first
Tilboð - útboð
Almennt útboð MOBILE FIR...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...