Líklega fyrsta málið sinnar tegundar

Freyja Haraldsdóttir var varaþingmaður Bjartrar framtíðar 2013-2016.
Freyja Haraldsdóttir var varaþingmaður Bjartrar framtíðar 2013-2016. mbl.is/Ómar Óskarsson

Í dag verður fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu. Freyja, sem er hreyfihömluð, telur sig ekki hafa notið sömu málsmeðferðar og ófatlaðir við umsókn sína um að gerast fósturforeldri og er málið höfðað á þeim forsendum. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Freyju, segist ekki vita til þess að sambærilegt mál hafi verið fyrir dómstólum hér á landi.

Mbl.is greindi frá málshöfðun Freyju fyrir tæpum mánuði og í þeirri frétt kom fram að henni hefði verið neitað um að sækja námskeiðið Foster Pride, sem haldið er á vegum Barnaverndarstofu og er ætlað áhugasömum fósturforeldrum, en samkvæmt reglugerð um fóstur ber umsækjendum um að taka barn í fóstur að sækja slíkt námskeið áður en leyfi er veitt. Þar kom einnig fram að fyrsta skrefið í að sækja um að verða fósturforeldri sé að leggja inn umsókn til Barnaverndarstofu og annað skrefið að óska eftir umsögn hjá fjölskylduráði viðkomandi sveitarfélags. Freyja gerði það og fékk jákvæða umsögn frá fjölskylduráði Garðabæjar. Næst lagði hún fram beiðni til Barnaverndarstofu um setu á áðurnefndu námskeiði en þá tók stofan þá ákvörðun að úrskurða í máli hennar og var niðurstaðan sú að hafna umsókninni. Þessari synjun vísaði Freyja til úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti hana og í kjölfarið höfðaði hún mál gegn Barnaverndarstofu.

Gæti verið prófmál

Freyja var ekki tilbúin að tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en Sigrún segir kjarna málsins vera þann að Freyja hafi ekki fengið sömu málsmeðferð og aðrir umsækjendur. „Umsókn hennar um að gerast fósturforeldri var hafnað án nægilegs rökstuðnings og hæfni hennar var einfaldlega aldrei metin,“ segir Sigrún Ingibjörg. „Það er það sem málið snýst um.“

Hún segist ekki vita til þess að áþekkt mál, þar sem fatlaður einstaklingur leitar réttinda sinna með þessum hætti, hafi verið höfðað hér á landi. Spurð hvort um sé að ræða prófmál segir hún að það verði að koma í ljós þegar niðurstaðan liggi fyrir.

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að það hafi margoft gerst áður að umsækjendum um að taka barn í fóstur hafi verið hafnað á sama stigi umsóknarferlisins og Freyja fékk höfnun. „Skilyrðin fyrir því að fá að taka barn í fóstur eru tvíþætt. Annars vegar felast þau í ýmsum hlutlægum atriðum þar sem leggja þarf fram alls kyns gögn eins og t.d. heilbrigðis- og sakavottorð. Hinn þáttur málsins lýtur að mati á hæfni viðkomandi, en það mat fer fram á Foster Pride-námskeiðinu. Í þessu tiltekna máli þótti ekki ástæða til að taka málið lengra þar sem fyrra atriðinu var ekki fullnægt,“ segir Bragi.

Sérfræðingar kallaðir til

Hann segir umsókn Freyju hafa farið „sinn eðlilega farveg“ í gegnum stofnunina. „Ég get fullyrt að það var sérlega vel vandað til við þá vinnu og við kölluðum m.a. eftir sérfræðiálitum. Við berum mikla virðingu fyrir Freyju eins og öllum öðrum sem lýsa áhuga á að gerast fósturforeldrar,“ segir Bragi. Hann segir að áður hafi líkamlega fatlaður einstaklingur sótt um að gerast fósturforeldri. „En þetta er alltaf mat í hverju einstöku tilviki og í tilviki Freyju var matið með þessum hætti.“

Spurður hvort Barnaverndarstofu hafi áður verið stefnt vegna neitunar um að gerast fósturforeldri segir hann svo vera. „Eftir því sem ég best veit hefur það gerst einu sinni. Það var fyrir 2-3 árum, það mál var talsvert öðruvísi vaxið og þar var ákvörðun Barnaverndarstofu staðfest.“

Innlent »

Þrír klukkutímar í engu skyggni

09:22 Björgunarsveitin Húni var um þrjá klukkutíma að komast frá Hvammstanga upp á Holtavörðuheiði til að aðstoða fólk sem hafði fest bíla sína í ófærðinni. „Þetta var mjög seinfarið,” segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna. Meira »

Skildu sjö flutningabíla eftir

08:35 Aðgerðum björgunarsveita vegna ófærðar á Holtavörðuheiði er lokið. Fimm bílar voru sendir frá björgunarsveitunum Oki, Brák og frá Akranesi með um tíu björgunarsveitarmönnum. Sjö flutningabílar voru skildir eftir á heiðinni en nokkrir fólksbílar losaðir. Meira »

Telur Ara fróða höfundinn

08:18 „Ég hugsa að þetta verði kannski viðurkennt einhvern tímann en það verður sennilega eftir minn dag,“ segir Páll Bergþórsson veðurfræðingur. Meira »

Áfram vont veður víða

07:59 Veðrið á Holtavörðuheiði og þar í grennd mun ekki ganga niður fyrr en eftir um 1-2 tíma, sagði Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur Veðurstofunnar, í samtali við mbl.is rétt fyrir klukkan 8 í morgun. Meira »

Skattahækkanir bætast við

07:57 Útsöluverð á bensínlítra mun hækka í 214,3 krónur um áramótin og verð á dísillítra í 218,85 krónur ef fyrirhugaðar skattahækkanir verða að veruleika. Meira »

Óhætt að tína krækling í fjöru

07:37 Fólki er nú óhætt að halda niður í fjöru í þeim tilgangi að tína þar krækling sér til matar, að því er fram kemur á heimasíðu Matvælastofnunar. Meira »

Bílar fastir á Holtavörðuheiði

06:51 Nokkur fjöldi bíla situr fastur vegna ófærðar á Holtavörðuheiði og eru björgunarsveitir komnar til aðstoðar. Vegurinn um heiðina er nú lokaður. „Það er búið að vera kolvitlaust veður í nótt,“ segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna. Meira »

Eiga ekki fyrir útborgun

07:35 Fjárhagsstaða leigjenda hefur batnað sl. 2 ár en samt hafa þeir ekki efni á að kaupa íbúð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir leigumarkaðinn óheilbrigðan þegar fólk ver að meðaltali 42% ráðstöfunartekna í leigu. „Húsnæði er mannréttindi en ekki hefðbundin markaðsvara,“ segir hann. Meira »

Skoða jökulinn úr geimnum

06:12 Gervitungl Evrópsku geimferðastofnunarinnar, ESA, hefur myndað yfirborð Öræfajökuls reglulega síðustu vikur og á þeim myndum má sjá þá þróun sem átt hefur sér stað. Meira »

Vara við snjókomu og vindi

05:56 Útlit er fyrir hvassa norðanátt næstu daga með snjókomu eða éljum norðan- og austanlands, en varasömum vindstrengjum á sunnanverðu landinu. Meira »

Ók á hús í Árbæ

05:51 Í gærkvöldi var ekið á hús í Hraunbæ í Árbæjarhverfi. Ökumaður og farþegi voru handteknir í kjölfarið.  Meira »

Kaflaskil í verðbólguþróun

05:30 Vísbendingar eru um að vægi húsnæðisliðarins í verðbólgu muni fara minnkandi á næstunni. Sá liður hefur verið drifkraftur verðbólgu. Án hans hefði verið verðhjöðnun á Íslandi samfellt frá því í júlí í fyrra. Meira »

Greiða sífellt meira til FME

05:30 Íslenskir lífeyrissjóðir munu greiða rúmar 304 milljónir króna til Fjármálaeftirlitsins í formi eftirlitsgjalda á þessu ári.  Meira »

Geti átt lögheimili í frístundabyggð

05:30 Starfshópur sem vinnur að endurskoðun laga um lögheimili og tilkynningu aðsetursskipta hefur til skoðunar að einstaklingum verði heimilað að skrá lögheimili sitt í frístundabyggðum og í atvinnuhúsnæði. Meira »

Annað símanúmer birtist

05:30 Viðskiptavinur Vodafone lenti í þeirri furðulegu uppákomu á dögunum að þegar hann hringdi úr heimasíma sínum í móður sína birtist annað númer á skjánum hjá henni en hann hringdi úr. Meira »

Viðbúnaður í endurskoðun

05:30 Komi ekki frekari upplýsingar frá vísindamönnum um hættu á eldgosi í Öræfajökli væntir lögregla þess að í dag megi aflétta viðbúnaðarstigi við fjallið. Meira »

Formenn funduðu fram á kvöld

05:30 Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri-grænna og Framsóknarflokks héldu áfram í gær og miðar vel, að því er framkemur í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Tilboð í Eldvatnsbrú yfir áætlunum

05:30 Þau tvö tilboð sem bárust í byggingu nýrrar brúar yfir Eldvatn við Eystri-Ása í Skaftártungu og 920 metra vegarspotta að henni eru langt yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...