Líklega fyrsta málið sinnar tegundar

Freyja Haraldsdóttir var varaþingmaður Bjartrar framtíðar 2013-2016.
Freyja Haraldsdóttir var varaþingmaður Bjartrar framtíðar 2013-2016. mbl.is/Ómar Óskarsson

Í dag verður fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu. Freyja, sem er hreyfihömluð, telur sig ekki hafa notið sömu málsmeðferðar og ófatlaðir við umsókn sína um að gerast fósturforeldri og er málið höfðað á þeim forsendum. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Freyju, segist ekki vita til þess að sambærilegt mál hafi verið fyrir dómstólum hér á landi.

Mbl.is greindi frá málshöfðun Freyju fyrir tæpum mánuði og í þeirri frétt kom fram að henni hefði verið neitað um að sækja námskeiðið Foster Pride, sem haldið er á vegum Barnaverndarstofu og er ætlað áhugasömum fósturforeldrum, en samkvæmt reglugerð um fóstur ber umsækjendum um að taka barn í fóstur að sækja slíkt námskeið áður en leyfi er veitt. Þar kom einnig fram að fyrsta skrefið í að sækja um að verða fósturforeldri sé að leggja inn umsókn til Barnaverndarstofu og annað skrefið að óska eftir umsögn hjá fjölskylduráði viðkomandi sveitarfélags. Freyja gerði það og fékk jákvæða umsögn frá fjölskylduráði Garðabæjar. Næst lagði hún fram beiðni til Barnaverndarstofu um setu á áðurnefndu námskeiði en þá tók stofan þá ákvörðun að úrskurða í máli hennar og var niðurstaðan sú að hafna umsókninni. Þessari synjun vísaði Freyja til úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti hana og í kjölfarið höfðaði hún mál gegn Barnaverndarstofu.

Gæti verið prófmál

Freyja var ekki tilbúin að tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en Sigrún segir kjarna málsins vera þann að Freyja hafi ekki fengið sömu málsmeðferð og aðrir umsækjendur. „Umsókn hennar um að gerast fósturforeldri var hafnað án nægilegs rökstuðnings og hæfni hennar var einfaldlega aldrei metin,“ segir Sigrún Ingibjörg. „Það er það sem málið snýst um.“

Hún segist ekki vita til þess að áþekkt mál, þar sem fatlaður einstaklingur leitar réttinda sinna með þessum hætti, hafi verið höfðað hér á landi. Spurð hvort um sé að ræða prófmál segir hún að það verði að koma í ljós þegar niðurstaðan liggi fyrir.

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að það hafi margoft gerst áður að umsækjendum um að taka barn í fóstur hafi verið hafnað á sama stigi umsóknarferlisins og Freyja fékk höfnun. „Skilyrðin fyrir því að fá að taka barn í fóstur eru tvíþætt. Annars vegar felast þau í ýmsum hlutlægum atriðum þar sem leggja þarf fram alls kyns gögn eins og t.d. heilbrigðis- og sakavottorð. Hinn þáttur málsins lýtur að mati á hæfni viðkomandi, en það mat fer fram á Foster Pride-námskeiðinu. Í þessu tiltekna máli þótti ekki ástæða til að taka málið lengra þar sem fyrra atriðinu var ekki fullnægt,“ segir Bragi.

Sérfræðingar kallaðir til

Hann segir umsókn Freyju hafa farið „sinn eðlilega farveg“ í gegnum stofnunina. „Ég get fullyrt að það var sérlega vel vandað til við þá vinnu og við kölluðum m.a. eftir sérfræðiálitum. Við berum mikla virðingu fyrir Freyju eins og öllum öðrum sem lýsa áhuga á að gerast fósturforeldrar,“ segir Bragi. Hann segir að áður hafi líkamlega fatlaður einstaklingur sótt um að gerast fósturforeldri. „En þetta er alltaf mat í hverju einstöku tilviki og í tilviki Freyju var matið með þessum hætti.“

Spurður hvort Barnaverndarstofu hafi áður verið stefnt vegna neitunar um að gerast fósturforeldri segir hann svo vera. „Eftir því sem ég best veit hefur það gerst einu sinni. Það var fyrir 2-3 árum, það mál var talsvert öðruvísi vaxið og þar var ákvörðun Barnaverndarstofu staðfest.“

Innlent »

Áfram stórhríð og vindur

Í gær, 22:44 Vakin er athygli á því að viðvaranir vegna stórhríðar og vinds eru í gildi fram á morgundaginn en hvassast er austast á landinu, þar sem appelsínugul viðvörun er í gildi. Meira »

„Öll vanskil þurrkuð upp“

Í gær, 21:54 Fráfarandi stjórn Pressunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem samskipti hennar við forsvarsmenn Fjárfestafélagsins Dalsins eru rakin. Í henni er vísað á bug þeim ávirðingum sem bornar voru á Björn Inga Hrafnsson og aðra fráfarandi stjórnarmeðlimi Pressunnar. Meira »

Sex þýðendur tilnefndir

Í gær, 21:17 Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru opinberaðar nú síðdegis. Verðlaunin fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki hafa verið veitt árlega frá 2005 en til þeirra var stofnað til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta.   Meira »

„Fólk er bara heima að sötra kakó“

Í gær, 21:12 Þrátt fyrir að norðanáttin sé nú í hámarki er lítið um að vera hjá björgunarsveitum um land allt. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg, segir að svo virðist sem fólk hafi farið að fyrirmælum um að halda sig heimavið. Meira »

Vann 1,2 milljarða króna

Í gær, 20:59 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúm­um 1,2 millj­örðum króna rík­ari eft­ir út­drátt­inn í Eurojackpot í kvöld en hann sit­ur einn að fyrsta vinn­ingi kvölds­ins. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Dan­mörku. Meira »

Skoða frekari forðaöflun

Í gær, 20:22 „Við ætlum að mæla holuna betur og skoða hvernig við förum í frekari forðaöflun fyrir Rangárveitur,“ segir Ólöf Snæhólm hjá Veitum en í vikunni var hætt bor­un í landi Götu við Lauga­land til að afla heits vatns fyrir Rangárþing ytra og eystra og Ása­hrepp. Ekkert heitt vatn fannst í þessari borun. Meira »

Umdeildur sjónvarpsdoktor

Í gær, 20:09 Dr. Phil, fullu nafni Phillip Calvin McGraw, er einhver frægasti sjónvarpsmaður samtímans og orðinn einn sá auðugasti eftir um tvo áratugi í bransanum. Um árabil hafa Íslendingar getað fylgst með þessum sköllótta „besservisser“ með yfirskeggið veita gestum sínum misdjúp hollráð, núna í Sjónvarpi Símans. Slagorð þáttarins er: „Öruggur staður til að ræða erfið mál“. Meira »

Björn Ingi sakaður um hótanir

Í gær, 20:19 Nýkjörin stjórn Pressunnar segir í yfirlýsingu að grunur leiki á um að eftir sölu á helstu eignum fyrr í haust, hafi kröfuhöfum verið mismunað og að misfarið hafi verið með fjármuni félagsins. Við það hafi lög verið brotin. Björn Ingi Hrafnsson er í yfirlýsingunni borin þungum sökum. Meira »

Segir farið í manninn en ekki boltann

Í gær, 19:26 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, tengir ásakanir barnaverndar á höfuðborgarsvæðinu við hugsanlega áminningu og segir að það sé farið í manninn en ekki boltann. Meira »

Þéttur éljagangur í kvöld

Í gær, 18:44 „Veðrið nær hámarki núna næstu eina til tvær klukkustundirnar og verður þannig í kvöld og fram á nóttina,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðrið gangi smám saman niður á morgun. Meira »

Textar Cohens henta kirkjum

Í gær, 18:36 „Ég heillaðist af boðskapnum í lögum Leonards Cohens fyrir 10 árum. Cohen dó fyrir ári og mér fannst tilvalið að heiðra tónlist hans og textasmíð í sérstakri Cohen-messu,“ segir Keith Reed, starfandi tónlistarstjóri Ástjarnarkirkju fram á næsta vor Meira »

Opna ekki aftur fyrir 1. desember

Í gær, 18:29 Zúistar hyggjast ekki opna aftur fyrir endurgreiðslu sóknargjalda áður en frestur til að skipta um trúfélag, vegna sóknargjalda næsta árs, rennur út. Þetta má lesa úr svari Ágústs Arnars Ágústssonar, forstöðumanns Zuism á Íslandi. Hann segir „ólíkleg að niðurstaða um að opna aftur komi fyrir 1.des.“ Meira »

Loka Fóðurblöndunni á Egilsstöðum

Í gær, 17:56 Verslun Fóðurblöndunnar á Egilsstöðum verður lokað um mánaðamótin. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra ára tapreksturs.   Meira »

„Alvarlegt tjón fyrir samfélagið“

Í gær, 17:14 Bæjarstórn Stykkishólmsbæjar skorar á Sæferðir og Eimskip að leita leiða til að hraða viðgerð á ferjunni Baldri eða finna annað skip til að sigla um Breiðafjörð. Fram hefur komið að ferjan Baldur verður í viðgerð næstu vikurnar. Meira »

Tékklistar og hagnýt húsráð

Í gær, 16:30 Heima er fyrsta bók Sólrúnar og er hún uppfull af gagnlegum ráðum sem einfalt er að tileinka sér. Í bókinni tekur hún fyrir helstu þætti heimilisins og kennir skilvirkar aðferðir til að halda því hreinu og fallegu án mikillar fyrirhafnar. Meira »

Ferðir féllu niður í dag

Í gær, 17:21 „Í gær urðu verulegar tafir og í dag voru felldar niður ferðir,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, um áhrif óveðursins á vöruflutninga fyrirtækisins. Bíll frá Flytjanda, fór út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku í gær. Meira »

Báðar stúlkurnar með meðvitund

Í gær, 16:47 Unglingsstúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbænum í gærkvöldi eru komnar til meðvitundar. Lögreglan hefur rætt stuttlega við aðra stúlkun en ekki hina. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Gæti orðið öflug atvinnugrein

Í gær, 15:54 Félag skógareigenda á Suðurlandi hyggst á morgun kynna niðurstöður af vinnu síðustu mánaða við að kanna grundvöll fyrir því að koma á fót vinnslu skógarafurða úr sunnlenskum skógum. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Skrifstofugámar til sölu
Björgunarsveitin Suðurnes er með 3 vel farna skrifstofugáma til sölu. Upplýsinga...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
falleg innskautsborð flísar með rós í plötu
er með falleg innskotsborð flísar með rós í plötu á 25,000 kr sími 869-2798...
 
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Almennt útboð mobile first
Tilboð - útboð
Almennt útboð MOBILE FIR...