Launahæsta fólkið í flugbransanum

Frjáls verslun tók sérstaklega saman laun flugfólks í tekjublaði sínu.
Frjáls verslun tók sérstaklega saman laun flugfólks í tekjublaði sínu. mbl.is/Eggert

Launahæsti flugmaður landsins samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar er Jóhann Jón Þórisson, flugmaður hjá Atlanta, en hann var með 3.220.000 kr. í mánaðartekjur á síðasta ári. Næstur á lista er Hilmar Baldursson, en hann starfar sem flugrekstarstjóri hjá Icelandair.

Flugumferðarstjórar skipa næstu sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir laun flugfólks, en þeir Gunnlaugur Guðmundsson og Hallgrímur N. Sigurðsson eru báðir með um þrjár milljónir króna í mánaðarlaun.

Launahæsti flugvirkinn á listanum er Árni Sigurðarson, flugvirki hjá Landhelgisgæslunni, en hann var með 1.849.000 kr. á mánuði. Næsti flugvirkinn á listanum er Gunnar R. Jónsson, flugvirki hjá Icelandair, sem var með ríflega 1,5 milljónir á mánuði.

Flugfreyjur og flugþjónar er einnig að finna á lista Frjálsrar verslunar. Einar Sigurjónsson flugþjónn hjá Icelandair var með 833.000 kr. á mánuði í fyrra og þær Anna Lísa Björnsdóttir og Berglind Hafsteinsdóttir hjá Icelandair eru báðar með tæpar 800 þúsund krónur á mánuði að meðaltali, en Berglind er einnig formaður Flugfreyjufélags Íslands.

Sá fyr­ir­vari er á þess­um töl­um að tekju­könn­un Frjálsr­ar versl­un­ar bygg­ist á álögðu út­svari eins og það birt­ist í álagn­ing­ar­skrám rík­is­skatt­stjóra. Í ein­hverj­um til­vik­um kann að vera að skatt­stjóri hafi áætlað tekj­ur eða þá að út­svars­skyld­ar tekj­ur ein­stak­linga end­ur­spegli ekki föst laun viðkom­andi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert