Árstekjurnar slaga í 700 milljónir

Aðilar í slitastjórnum gömlu bankanna fengu háar fjárhæðir fyrir störf …
Aðilar í slitastjórnum gömlu bankanna fengu háar fjárhæðir fyrir störf sín í fyrra. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Eins og undanfarin ár eru aðilar sem starfa fyrir slitastjórnir gömlu bankanna áberandi í samantektum yfir þá sem mestar tekjur höfðu á árinu 2017. Tveir erlendir stjórnarmenn í Glitni HoldCo, félaginu sem heldur utan um eignir Glitnis, voru með tæpar 56 milljónir á mánuði á síðasta ári, samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar.

Það eru þeir Tom Grøndahl og Steen Parsholt. Árstekjur hvors þeirra eru því tæpar 672 milljónir króna. Grøndahl er norskur en Parsholt danskur.

Þá var Richard Katz, sem situr í stjórn LBI, slitastjórn Landsbanka Íslands, með 32.730.000 kr. á mánuði samkvæmt tekjublaðinu, eða tæpar 393 milljónir króna í tekjur á árinu.

Fleiri stjórnarmenn komast á blað. Kolbeinn Árnason, stjórnarmaður LBI, er með 6.704.000 kr. á mánuði og hinn breski Mike Wheeler sem er í stjórn Glitnis HoldCo var með 5.164.000 krónur á mánuði.

Stjórnarmenn Glitnis HoldCo, þeir Mike Wheeler, Tom Grøndahl og Steen Pars­holt, voru í 8., 10. og 11. sæti á lista ríkisskattstjóra yfir þá einstaklinga sem greiddu mesta skatta hér á landi í fyrra og Richard Katz var þar í 21. sæti.

Ársæll Hafsteinsson, lögfræðingur og framkvæmdastjóri LBI, var með 17.892.000 á mánuði árið 2017 og Snorri Arnar Viðarsson í skilanefnd Glitnis var með 16.750.000 kr. á mánuði samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar.

Þá var Ragnar Björgvinsson, lögmaður Glitnis, með 16.105.000 kr. á mánuði og Jakob Bjarnason í slitastjórn LBI var með 6.463.000 á mánuði.

Sá fyr­ir­vari er á þess­um töl­um að tekju­könn­un Frjálsr­ar versl­un­ar bygg­ist á álögðu út­svari eins og það birt­ist í álagn­ing­ar­skrám rík­is­skatt­stjóra. Í ein­hverj­um til­vik­um kann að vera að skatt­stjóri hafi áætlað tekj­ur eða þá að út­svars­skyld­ar tekj­ur ein­stak­linga end­ur­spegli ekki föst laun viðkom­andi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK