Lögreglulaust þegar ránið var framið

Þegar umtalsverðu magni af tölvubúnaði var stolið úr gagnaveri í Borgarnesi aðfaranótt 15. desember var enginn lögreglumaður á vakt í bænum.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins töldu lögreglumenn líklegt að þjófarnir hefðu sætt færi fram eftir nóttu, vitandi það að á ákveðnum tímapunkti um nóttina yrði lögreglulaust á svæðinu og aðeins lögreglumaður á bakvakt til taks.

Hátt settur lögreglumaður sem kom að rannsókn stóru gagnaversþjófnaðanna segir í samtali við Fréttablaðið að ekki sé hægt að útiloka þetta, svo skipulögð og umfangsmikil hafi þjófnaðarmálin verið.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leið aðeins um hálftími frá því að vakt lögreglumanna í Borgarnesi lauk, klukkan tvö þessa umræddu nótt, þar til þjófarnir létu til skarar skríða, brutust inn og tóku tölvubúnaðinn. Um það hafi verið rætt meðal lögreglumanna þá að það gæti varla hafa verið tilviljun.

Fréttin í heild í Fréttablaðinu

Sjö eru ákærðir fyrir þjófnað á 600 bitco­in-leit­ar­vél­um úr þrem­ur gagna­ver­um í lok síðasta árs og upp­hafi þessa árs.

Málið verður þing­fest í Héraðsdómi Reykja­ness 11. sept­em­ber næst­kom­andi. 

Þrír eru enn í far­banni vegna máls­ins, þeirra á meðal Sindri Þór Stef­áns­son sem strauk af Sogni í vor. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert