WOW nær samkomulagi við kröfuhafa

Flugvél WOW Air.
Flugvél WOW Air. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meiri­hluti skulda­bréfa­eig­enda WOW air hefur komist að sam­komu­lagi um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá WOW air sem send var út nú rétt í þessu.

Samkomulagið sem nú hefur náðst felst í að breyta nú­ver­andi skuld­um kröfuhafanna í hluta­fé í von um að fjár­magna fé­lagið þar til það nær stöðug­leika til lengri tíma litið. Til þess að það gangi eftir eru nú formlegar viðræður við mögulega fjárfesta hafnar.

Kröfu­haf­ar og skulda­bréfa­eig­end­ur WOW air funduðu í þriðja sinn í gær­kvöldi. Mark­miðið var að afla nægi­lega margra und­ir­skrifta vegna áætl­un­ar um að umbreyta skuld­um í 49% hluta­fjár. Full­trúi skulda­bréfa­eig­enda sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að söfnunin hafi gengið vel, og nú er ljóst að nægur fjöldi undirskrifta hefur náðst.

Áætl­un­in sem nú fer í gang gengur út á að bjóða hin 51% til sölu. Rætt er um 40 millj­ón­ir dala, eða um 5 millj­arða króna, fyr­ir hlut­inn. Með þessu á að end­ur­reisa WOW air og gera rekst­ur­inn líf­væn­leg­an.

„Þetta er mikilvægt skref í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins og stöðugleika WOW Air til lengri tíma litið,“ segir í tilkynningu WOW Air.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert