Vilja umbreyta skuldum

Kröfuhafar og skuldabréfaeigendur WOW air funduðu í þriðja sinn í gærkvöldi. Markmiðið var að afla nægilega margra undirskrifta vegna áætlunar um að umbreyta skuldum í 49% hlutafjár. Fulltrúi skuldabréfaeigenda sagði söfnunina hafa gengið vel. Þó hafði ekki tekist að afla tilskilins fjölda þegar Morgunblaðið fór í prentun.

Taldi heimildarmaðurinn að það tækist í dag. Það tefur söfnunina að fylgja þarf ströngum verkferlum. Munnlegt samþykki dugir ekki. „Það er verið að fá menn til að kvitta undir viljayfirlýsingu. Næsta skref er að fá menn til að undirrita lagalega bindandi samninga um þessa áætlun,“ sagði heimildarmaðurinn.

Fyrsti fundurinn fór fram á laugardag. Um 40 hagsmunaaðilar sitja við borðið. Erlendir aðilar eru í þeim hópi. Ekki stendur til að umbreyta skuld WOW air við Isavia í hlutafé. Viðræður við Isavia eru ekki hafnar.

Ætlunin er að fá fjárfesti, eða hóp fjárfesta, til að kaupa 51% hlut í félaginu fyrir 5 milljarða. Ef áætlunin verður samþykkt munu kröfuhafar ræða við fjárfesta um kaupin. Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, verður þá einn margra hluthafa en ekki lengur ráðandi í viðræðum.

Spá gengisfalli og verðbólgu

Sérfræðingar á fjármálamarkaði telja að krónan muni veikjast ef WOW air hverfur af markaði.

Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur á hagfræðideild Landsbankans, segir að gjaldþrot WOW air hefði svo mikil áhrif á útflutningstekjur þjóðarbúsins að krónan myndi án efa gefa töluvert eftir.

„Til að koma á nýju jafnvægi í utanríkisviðskiptum þyrfti krónan að gefa töluvert eftir. Hversu mikið verður að koma í ljós,“ segir Gústaf. Hann telur ekki ólíklegt að gengi krónunnar fari upp í a.m.k. 150 krónur fyrir hverja evru en gengið er nú um 136-137 krónur. Það yrði um 10% veiking.

Samkvæmt útreikningum Reykjavík Economics myndi slík veiking leiða til þess að verðbólga ykist um 3,3%. Verðbólgan er nú 3%. Gangi spá Landsbankans eftir myndi verðbólgan því að óbreyttu fara yfir 5% í fyrsta sinn frá sumrinu 2012.

Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics, segir aðspurður ekki ólíklegt að gengi krónu muni veikjast um 5-10% með brotthvarfi WOW air.

Verðbólgan muni að óbreyttu fara í 5-6%. „Þetta ræðst líka af því hvernig kjarasamningar fara. Ef laun hækka langt umfram innistæðu og hagnaður fyrirtækja dregst saman gætum við séð víxlverkun launa og verðlags, líkt og á 9. áratugnum,“ sagði Magnús. Með því mundi kaupmáttarstyrking síðustu ára ganga til baka, þrátt fyrir launahækkanir, líkt og gerðist á 9. áratugnum.

Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, tekur undir þetta og bendir á þátt ferðaþjónustunnar í styrkingu krónunnar. Með lækkandi þjónustutekjum séu horfur á veikari krónu og þá minni kaupmætti. Það sé ekkert nýtt – hagur þjóðarinnar hljóti að ráðast af gengi útflutningsatvinnuveganna.

Gæti fjölgað ferðamönnum

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Greiningar Íslandsbanka, telur hins vegar ekki horfur á mikilli gengisveikingu vegna mögulegs samdráttar í flugi til Íslands.

Þá bendir hann aðspurður á að gengisveiking geti haft þau áhrif að hækka hlutfall tengifarþega sem kjósa að koma inn í landið. „Það gæti fljótlega skilað sér í töluverðri fjölgun ferðamanna. Af því að það er af stóru mengi að taka,“ segir Jón Bjarki.

Í greiningu sem Morgunblaðið hefur undir höndum eru dregnar upp þrjár sviðsmyndir þar sem lagt er mat á hver áhrif rekstrarstöðvunar WOW air gætu orðið á þá farþega sem eiga bókað far með vélum félagsins eftir því hvenær dags sú stöðvun ætti sér stað. Þannig yrðu um 1.500 farþegar strandaglópar á Íslandi og um 500 Íslendingar fastir erlendis ef stöðvunin ætti sér stað snemma morguns. Þá gæti tekið um tvo daga að koma erlendum ferðamönnum héðan, en allt að fimm til sex daga að fá þá Íslendinga sem væru fastir úti heim.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Vorfæri á skíðasvæðum landsins í dag

09:32 Vel viðrar til skíðaiðkunar víða um land á þessum laugardegi fyrir páskadag. Veður og færð eru ágæt víðast hvar, en höfuðborgarbúar sitja þó eftir þar sem skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli hefur verið lokað þennan veturinn. Meira »

Jóhann framkvæmdastjóri Keilis

09:06 Jóhann Friðrik Friðriksson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Keilis – miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, í stað Hjálmars Árnasonar sem lætur af störfum í sumar eftir 12 ára starf. Meira »

Bókanir í útsýnisflugi sumarsins líta vel út

08:18 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hjá Circle Air á Akureyri, sem býður upp á útsýnisflug og leiguflug um land allt á flugvélum og þyrlum, segir að bókanir í ár líti vel út, þrátt fyrir áberandi tal um samdrátt í ferðaþjónustu. Meira »

Breytt áform ógni enn friðhelgi Saltfiskmóans

07:57 Byggðar verða 50-60 íbúðir við Sjómannaskólann segir í lóðarvilyrði sem borgarstjóri Reykjavíkur undirritaði síðasta mánudag við félagið Vaxtarhús ehf. Þar kemur fram að íbúðirnar á svæðinu skuli flokkast sem „hagkvæmt húsnæði“, sem ungt fólk og fyrstu kaupendur hafa forgang að kaupum á. Meira »

Birgir og Þorsteinn eru hnífjafnir

07:37 Alþingi kemur saman að nýju 29. apríl næstkomandi að loknu 17 daga páskahléi. Samkvæmt starfsáætlun þingsins verður síðasti þingfundur fyrir sumarhlé miðvikudaginn 5. júní. Meira »

Báru fyrir sig hnífa í átökum

07:33 Tveir menn voru handteknir í miðborginni laust eftir klukkan fjögur í nótt en þeir höfðu borið fyrir sig hnífa í átökum. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslum í þágu rannsóknar málsins. Meira »

Víða skúrir á landinu

07:10 Í dag er spáð suðvestan 8 til 15 metrum á sekúndu og víða skúrum en bjart verður að mestu norðaustan- og austantil.  Meira »

Hefði átt að vega þyngra

05:30 Niðurstaðan úr mati hæfnisnefndar um umsækjendur um Landsrétt kom sumum nefndarmanna nokkuð á óvart þegar hún lá fyrir.  Meira »

Fréttaþjónusta mbl.is um páskana

05:30 Morgunblaðið kemur næst út þriðjudaginn 23. apríl. Fréttaþjónusta verður á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, yfir páskana. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Meira »

Ágætt færi í brekkum víða um land

05:30 Víða á landinu viðraði ágætlega til skíðaiðkunar í gær á föstudaginn langa. Fyrir norðan, austan og vestan voru brekkur opnar og var talað um hið besta vorfæri á vefjum skíðasvæðanna. Höfuðborgarbúar sátu þó eftir, því Bláfjöllum og Skálafelli hefur þegar verið lokað þennan veturinn. Meira »

Víkurgarður til ríkissaksóknara

05:30 Sóknarnefnd Dómkirkjunnar hefur með bréfi Ragnars Aðalsteinssonar hrl. til ríkissaksóknara lagt fram kæru á hendur þeim sem hafa veitt leyfi fyrir framkvæmdum í Víkurkirkjugarði og forsvarsmönnum framkvæmdaraðila, Lindarvatns ehf., fyrir að hafa raskað grafarhelgi. Meira »

Kjósi um lífskjörin í símanum

05:30 „Þetta hefur allt saman gengið mjög vel og engir hnökrar á þessu,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), um kosningakerfið Valmund, sem Advania hefur þróað. Meira »

Leita atbeina dómstóla

05:30 Aðfararbeiðni hefur verið lögð fram í Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að Isavia láti af hendi farþegaþotu sem fyrirtækið kyrrsetti hinn 28. mars síðastliðinn til tryggingar nærri tveggja milljarða skuld WOW air við Keflavíkurflugvöll. Meira »

Fjórði dýrasti bjórinn á Íslandi

05:30 Bjór á Íslandi er sá fjórði dýrasti í heimi. Hér kostar stór bjór að meðaltali 1.258 krónur, andvirði 8,03 sterlingspunda.   Meira »

Markaðurinn er yfirfullur af plasti

Í gær, 19:45 Heimsmarkaðurinn er yfirfullur af plasti og um þessar mundir er lítil eftirspurn eftir plasti til endurvinnslu. Því er stærstur hluti plasts sem safnað er hér á landi sendur erlendis til orkuendurvinnslu, en Sorpa er eina íslenska fyrirtækið sem tekur við plasti öðru en umbúðaplasti til endurvinnslu. Meira »

Þrír unnu 92 milljónir króna

Í gær, 19:25 Fyrsti vinningur í Eurojackpot-lottóinu, upp á tæpa 7 milljarða króna, gekk ekki út í kvöld en þrír heppnir lottóspilarar eru hins vegar rúmum 92 milljónum króna ríkari eftir að hafa unnið annan vinninginn. Meira »

Fer eigin leiðir í veikindunum

Í gær, 18:41 „Ég fann ekki neitt. Ég var í ofsalega fínum gír,“ sagði Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður í knattspyrnu, í viðtali á sjónvarpsstöðunni Hringbraut þar sem hann ræðir veikindi sín en hann greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli. Meira »

„Loftslagsváin er þögul ógn“

Í gær, 16:23 Níunda loftslagsverkfallið var haldið á Austurvelli í dag. Hingað til hafa verkföllin verið mjög kraftmikil en í dag var ákveðið að verkfallið yrði þögult og sitjandi vegna föstudagsins langa. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, segir að það hafi verið viðeigandi. Meira »

Brýrnar helsti veikleikinn

Í gær, 15:01 Brýrnar eru helsti veikleiki vegakerfisins á Suðurlandi, það blasir við. Þetta segir Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur. Ólafur mun sjá um úttekt á umferðaröryggi á Suðurlandi. Meira »
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...
Bridgestone dekk
Bridgestone 4 sumardekk til sölu Notuð aðeins síðasta sumar. 16 tommu. 195/50 R ...
Skurðarskífur
Eigum til góðar skurðarskífur 125mm*1mm, gott verð 120 kr stk með vsk. Uppl 77...