Nelson lávarður vakti lukku á Tálknafirði

Hópur nemenda við Grunnskóla Tálknafjarðar, sem skoðaði skipið, ásamt skipstjóranum, …
Hópur nemenda við Grunnskóla Tálknafjarðar, sem skoðaði skipið, ásamt skipstjóranum, Richard Cruse. mbl.is/Guðlaugur J Albertsson

Áhöfn seglskipsins Lord Nelson hefur hlotið góðar móttökur á ferð sinni til Íslands og vonast til þess að snúa aftur hingað til lands í bráð. Um er að ræða fyrsta hásiglda skipið, sem hannað var og smíðað með þarf­ir hreyfi­hamlaðra í huga.

Sam­tök­in Ju­bilee Sail­ing Trust gera út fjölda skipa fyr­ir ferðir með hreyfi­hamlaða og fatlaða um heim­inn, en Nel­son lá­v­arður er nokk­urs kon­ar flagg­skip flot­ans. Smíði þess hófst árið 1984 og lauk árið 1986, þegar það sigldi í fyrsta sinn úr höfn Sout­hampt­onborg­ar.

Seglskipið Lord Nelson er sérstaklega aðlagað til að geta leyft blindu fólki að stýra (með talandi áttavita), hjólastólanotendum að fara upp í möstrin, sérsniðin þilför og lúgufyrirkomulag, sem veitir fötluðum auðveldari aðgang.

Jón Arnar nemandi við Grunnskóla Tálknafjarðar hífður upp í mastrið …
Jón Arnar nemandi við Grunnskóla Tálknafjarðar hífður upp í mastrið í hjólastólnum sínum. mbl.is/Guðlaugur J Albertsson

Skipið hefur siglt um allan heim og gefið fötluðum tækifæri á að ferðast á máta sem ekki finnst annars staðar.

Skipstjórinn segir að vel hafi verið tekið á móti skipinu og áhöfninni á Íslandi og þakka þau kærlega fyrir allan stuðning sem þau hafa fengið.

Seglskipið Lord Nelson.
Seglskipið Lord Nelson. mbl.is/Guðlaugur J Albertsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert