Talin hafa fallið í sjóinn við Dyrhólaey

Björgunarsveitafólk er komið á leitarsvæðið og hefur hafið leit að …
Björgunarsveitafólk er komið á leitarsvæðið og hefur hafið leit að nýju. Mbl.is/Jónas Erlendsson

Björgunarsveitir á Suðurlandi, ásamt lögreglu, hófu á ný í morgun leit að konu sem saknað hefur verið síðan á föstudaginn 20. desember. Leitað var fram á kvöld í gær og ákveðið hefur verið að leita áfram í dag.

Leitað verður til klukkan 15 í dag og mun þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoða við leitina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Leitarsvæðið er strandlengjan frá Þorlákshöfn að Skaftá, en talið er að konan hafi fallið í sjóinn við Dyrhólaey á föstudag.

Lokun hefur verið sett á Dyrhólaey meðan á leit stendur yfir í og við eyna. Umferð verður hleypt á eyna um leið og leit lýkur í dag.

Fréttin var uppfærð kl. 10:47 með nýjustu tilkynningunni frá lögreglunni á Suðurlandi.

Leit mun standa yfir til klukkan 15 í dag. Myndin …
Leit mun standa yfir til klukkan 15 í dag. Myndin er úr safni. Ljósmynd/Landsbjörg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert