Viðbragðsáætlun Seðlabankans virkjuð

Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðbragðsáætlun Seðlabanka Íslands hefur verið virkjuð. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur í samráði við viðbragðsstjórn bankans ákveðið að reyna að fækka starfsfólki eins og kostur er á starfsstöðvum bankans á Kalkofnsvegi og í Katrínartúni til að lágmarka smithættu milli starfsmanna bankans og í samfélaginu í heild.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands.

Tryggt verður að lykilstarfsemi bankans haldist gangandi. Gert er ráð fyrir að þeir starfsmenn sem fara heim sinni starfsskyldum sínum eins og kostur er.

Heimildir mbl.is herma að nær öllu starfsfólki bankans við Kalkofnsveg hafi verið skipað nú síðdegis að halda heim á leið og að stefnt sé á að fólk haldi starfi sínu áfram að heiman á komandi dögum. Þó munu um 25 starfsmenn verða á skrifstofum bankans. Ekki hefur fengist upp gefið hvaða starfsmenn er um að ræða.

Enginn var á ferli fyrir utan Seðlabankann í dag þegar …
Enginn var á ferli fyrir utan Seðlabankann í dag þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert