Hefði verið einfaldara að hitta vinkonurnar ekki

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í fyrradag þar …
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í fyrradag þar sem tilkynnt var um hertar aðgerðir á landamærum Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir að hún hafi í gær átt langþráðan frídag með æskuvinkonum sínum. Einfaldara hefði þó verið að ákveða að verja ekki deginum með þeim.

Tilefni þessarar yfirlýsingar er frétt sem birtist í Fréttablaðinu í morgun um meint vinkonudjamm ráðherrans frá því í gær.  Þórdís og vinkonur hennar gerðu sér glaðan dag og héldu á veitingastaðinn VOX í svokallaðan „bottomless brunch“, fóru í heilsulind og verslunarleiðangur og var tveggja metra reglan látin lönd og leið. Frá þessu var skilmerkilega greint á Instagram-reikningum vinkvennanna.

Fór ekki „út á lífið“

Í færslu á Facebook segir Þórdís að ekki sé rétt að passað hafi verið upp á allar reglur, en vinkonurnar hafi vissulega setið saman á borði eins og vinir geri sem borða saman. Starfsfólk hafi verið með grímur og tveggja metra regla tryggð gagnvart ótengdum aðilum. Þá sé ekki rétt að þær hafi farið „út á lífið“ eins og fullyrt var í fréttinni.

„Ég átti langþráðan frídag með æskuvinkonum mínum sem mér þykir vænt um og dagurinn, sem ég hafði hlakkað mikið til, var nærandi. En dagurinn í dag síður og einfaldara hefði verið að ákveða að vera ekki með þeim.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert