Engin tengsl milli dauðsfalla og bólusetningar

AFP

Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að ekkert bendi til þess að tengsl séu á milli bólusetningar við kórónuveirunni og dauðsfalla hér á landi. Hér á landi hafa verið til­kynnt átta and­lát eft­ir bólu­setn­ingu gegn Covid-19. 

Í nýútgefnum tölum Lyfjaeftirlits ESB segir að engin dauðsföll megi rekja til bólusetningar með bóluefnum Pfizer/BioNTech. 

„Við erum inni í þeim tölum, já,“ segir Rúna við mbl.is

Rúna bætir við að rannsókn embættis landlæknis hafi leitt í ljós að ekkert bendi til þess að bólusetning hafi valdið dauðsföllum hér á landi.

„Það var þessi eina athugun gerð hjá embætti landlæknis og þar kom í ljós að ekkert benti til tenginga þarna á milli.“

Húsakynni Lyfjastofnunar við Vínlandsleið.
Húsakynni Lyfjastofnunar við Vínlandsleið. mbl.is/Hjörtur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert