Dauðsföll ekki tengd bólusetningum

Bóluefni Pfizer/BioNTech.
Bóluefni Pfizer/BioNTech. AFP

Ekki er hægt að tengja bólusetningar bóluefna Pfizer/BioNTech gegn Covid-19 við dauðsföll sem orðið hafa eftir að fólk var bólusett, samkvæmt Lyfjaeftirliti Evrópusambandsins.

Samkvæmt frétt AFP kannaði Lyfjaeftirlitið dauðsföll sem orðið hafa eftir bólusetningar, hjá eldra fólki, og komst að þeirri niðurstöðu að engin tenging væri á milli bólusetningar og dauðsfalla.

Hér á landi hafa verið tilkynnt átta andlát eftir bólusetningu gegn Covid-19. Rúna Hauks­dótt­ir Hvann­berg for­stjóri Lyfja­stofn­un­ar hefur bent á að engin tengsl hafi fundist milli andláts og bólusetningar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert