Bætur ef tjón verður af völdum bólusetningar

Áformað er að bæta tjón vegna bólusetninga.
Áformað er að bæta tjón vegna bólusetninga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bætur verða greiddar til þeirra sem verða fyrir tjóni vegna bólusetningar með bóluefni sem íslensk heilbrigðisyfirvöld leggja til, að því er fram kemur í drögum að nýju frumvarpi til laga um sjúklingatryggingu sem heilbrigðisráðherra hyggst leggja fram á Alþingi í vetur. Drög að frumvarpinu eru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda.

Frumvarpið er afrakstur vinnu starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipaði í byrjun árs, en hópnum var falið að endurskoða lög um sjúkratryggingu og að semja drög að lagafrumvarpi um nauðsynlegar breytingar á gildandi lögum sem eru frá árinu 2001 eða, eftir atvikum, nýjum heildarlögum um sjúklingatryggingu. Í lögunum var ákvæði um að þau skyldi endurskoða á fjögurra ára fresti, en af því hefur ekki orðið, að því er fram kemur í greinargerð.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: