Dögun formlega slitið

Frá blaðamannafundi á vegum Dögunar.
Frá blaðamannafundi á vegum Dögunar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stjórnmálasamtökunum Dögun var formlega slitið í dag á aðalfundi félagsins. Þetta segir í tilkynningu frá Dögun. Flokkurinn var formlega stofnaður vorið 2012 og bauð fram í alþingiskosningum árin 2013 og 2016 auk 2017 en þá aðeins í Suðurkjördæmi.

Ákveðið var á aðalfundinum að fjármunir Dögunar skildu renna til Píeta-samtakanna og PEPP Ísland, grasrótar fólks í fátækt, til jafns.

Í kosningunum 2017 lýsti Dögun yfir vanþóknun á meintri mismunun sem framboðið hafði orðið fyrir „af hálfu fjölmiðla og félagasamtaka“ en flokkurinn var þá ekki meðal flokka sem fengu að taka þátt í lokaumræðum Ríkisútvarpsins á grundvelli þess að flokkurinn bauð ekki fram í öllum kjördæmum.

Síðan þá hafa aðilar innan grasrótarstarfs Dögunar boðið fram fyrir aðra flokka. Til að mynda var Björg­vin Egill Vída­lín Arn­gríms­­son, fyrrverandi varaformaður Dögunar, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi í kosningunum í haust.

Pálmey Helga Gísladóttir, sem leiddi flokkinn í kosningunum 2016 og 2017, var í fyrra kjörin í stjórn Neytendasamtakanna fram til ársins 2022, því er segir á vef þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert