Svandís komin með minnisblað

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fengið minnisblað frá sóttvarnalækni í hendurnar.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fengið minnisblað frá sóttvarnalækni í hendurnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fengið minnisblað frá sóttvarnalækni um hertar takmarkanir innanlands, vegna fjölda smita sem greinst hefur að undanförnu.

Minnisblaðið verður til umræðu á ríkisstjórnarfundi á morgun.

Landspítalinn er nú á hættustigi en þar liggja nú 16 sjúklingar með Covid-19; 11 á smitsjúkdómadeild, þrír á gjörgæslu í öndunarvél og eru þá tveir sem liggja á geðdeild taldir með, í tilkynningu farsóttarnefndar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert