Engin innistæða fyrir uppþoti vegna skýrslutaka

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að viðbrögð við athugasemdum hans við vinnubrögðum fjölmiðla, vegna boðunar fjögurra blaðamanna í skýrslutöku hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, hafi ekki snúist um það sem Bjarni reyndi að ávarpa. 

Ratað á rangar dyr í dómshúsinu

Hver stjórnarandstæðingurinn og blaðamaðurinn á eftir öðrum þurfti að flýta sér svo í umræðuna að það var sem viðkomandi hefði ratað á rangar dyr í dómshúsinu,“ segir hann. 

Bjarni skrifaði stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sína á þriðjudaginn þar sem hann átaldi vinnubrögð fjölmiðla og velti upp hvort að ekki væru allir jafnir gagnvart fjórða valdinu, líkt og lögum. 

Við þessu brugðust til að mynda Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna og vísuðu meðal annars  í lög sem vernda uppljóstrara. 

„Það ligg­ur í eðli valds­ins að verj­ast, og hand­haf­ar þess geta freist­ast til að tak­marka frelsi fjöl­miðla til að fjalla um þá með gagn­rýn­um hætti.

Íslend­ing­ar hafa, eins og marg­ar aðrar lýðræðisþjóðir, slegið ákveðna varnagla til að tryggja blaðamönn­um at­hafna­frelsi til að sinna störf­um sín­um,“ segir í yfirlýsingu BÍ og FF.

Efnistök á forsendum blaðamannanna 

Ég var reyndar ekkert að tjá mig um þessi atriði. Ég velti því hins vegar upp hvort allir væru jafnir fyrir fjölmiðlunum, því mér hefur fundist sem efnistök og allur fréttaflutningur í þessu máli væri frábrugðinn því þegar almennir borgarar eiga í hlut. Á þessu stigi málsins finnst mér auk þess engin innistæða fyrir uppþoti vegna boðunar í skýrslutöku, en fréttir hafa mest byggt á forsendum þeirra sem hafa réttarstöðu sakbornings í málinu, um það hvað þeir telja að til standi að spyrja þá um,“ segir í nýlegri færslu Bjarna þar sem hann bregst við yfirlýsingum og viðbrögðum í fjölmiðlum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert