Staðan krefjandi og viðkvæm

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. mbl.is/Sigurður Bogi

Ákaflega krefjandi og viðkvæmar kjaraviðræður bíða framundan, að sögn Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara. Ásetningur allra sem koma að borðinu er þó að ná samningum og er hann vongóður um að gott samtal taki við eftir helgi.

Klukkan var farin að ganga hálfellefu þegar samninganefndir samflots Starfsgreinasambandsfélaganna og verslunarmanna annars vegar og samflots iðnaðar- og tæknifólks hinsvegar luku fundi sínum með Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi. Helsta niðurstaðan var viðræðuslit milli VR og SA.

„Mér fannst vera virkt og gott samtal um að finna lausn sem stæði vörð um hagsmuni launafólks og skapaði á sama tíma stöðugleika og svigrúm til að lækka vexti. Upplifun fólks báðum megin við borðið var að í stað þess að veita aðilum vinnumarkaðarins rými til samninga þá hafi komið yfirlýsingar frá Seðlabankanum sem gerðu flóknar og viðkvæmar samningaviðræður enn erfiðari fyrir báða aðila. Staðan er mjög krefjandi og viðkvæm en verkefnið fer ekki frá okkur,“ segir Aðalsteinn sem hefur nú boðað SGS, Landssamband verslunarmanna og VR, auk samflots iðnaðar- og tæknifólks, til fundar á þriðjudaginn.

Umfjöllunina í heild sinni má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert