Leigubílstjórar í algjöru uppnámi

mbl.is/​Hari

„Þetta var eins og aprílgabb,“ segir Daníel O. Einarsson, formaður bifreiðastjórafélagsins Frama, en ný heildarlög um leigubifreiðaakstur tóku gildi 1. apríl sl. Lögunum er ætlað að auka frelsi á leigubílamarkaðnum og færa hann til nútímans. „Lagabreytingin er algjör lögleysa.“

Daníel gefur lítið fyrir boðaða innkomu Hopps á markaðinn með vorinu. Hann hefur enga trú á því að boðuð verðlækkun fyrirtækisins verði varanleg.

„Þeir byrja lágt á meðan þeir eru að koma inn á markaðinn. Síðan hækka þeir seinna. Það gerði Uber líka.“

Formaður Frama finnur nýrri löggjöf flest til foráttu og vísar til reynslunnar í öðrum löndum. Þjónustan muni versna og öryggi almennings stefnt í hættu.

Daníel líst illa á snjallvæðinguna og að fólk fari að panta leigubíl í gegnum app í snjallsímunum sínum í auknum mæli. Hann segir það nýjan millilið sem verði á endanum húsbóndinn. Hann kveður fast að orði.

„Þetta er bara verkfæri Satans, ekkert annað,“ segir hann. „Þeir tala um snjallvæðifasisma á Spáni.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert