Allir áfrýja í stóra kókaínmálinu

Páll Jóns­son hlaut tíu ára fang­els­is­dóm, Daði Björns­son hlaut sex …
Páll Jóns­son hlaut tíu ára fang­els­is­dóm, Daði Björns­son hlaut sex ára og sex mánaða fang­els­is­dóm, Jó­hann­es Páll Durr hlaut sex ára fang­els­is­dóm og Birg­ir Hall­dórs­son hlaut átta ára fang­els­is­dóm. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dómi allra mannanna fjögurra sem voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í stærsta kókaínmáli sem komið hefur upp hér á landi, hefur verið áfrýjað til Landsréttar. 

Páll Jóns­son hlaut tíu ára fang­els­is­dóm, Daði Björns­son hlaut sex ára og sex mánaða fang­els­is­dóm, Jó­hann­es Páll Durr hlaut sex ára fang­els­is­dóm og Birg­ir Hall­dórs­son hlaut átta ára fang­els­is­dóm í héraðsdómi í byrjun apríl.  

Hulda María Stefánsdóttir saksóknari staðfestir við mbl.is að Páll áfrýjað málinu sjálfur en ákæruvaldið áfrýjaði gagnvart hinum þremur mönnunum. 

Áfrýjunin var bókuð hjá Landsrétti 2. maí og er óvíst hvenær málið verður tekið fyrir. 

Mennirnir eru dæmd­ir fyr­ir að hafa, ásamt óþekkt­um aðila, ætlað að flytja inn 99,25 kíló af kókaíni hingað til lands frá Bras­il­íu með viðkomu í Hollandi, þar sem fíkni­efn­in voru hald­lögð af yfir­völd­um. Efn­in voru fal­in í sjö trjá­drumb­um.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert