Þetta eru leiðtogarnir sem mæta í Hörpu

Á fjórða tug þjóðarleiðtoga hafa staðfest komu sína.
Á fjórða tug þjóðarleiðtoga hafa staðfest komu sína. Samsett mynd

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, Katalin Novák, forseti Ungverjalands, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, og Andrzej Duda, forseti Póllands, eru á lista yfir þá þjóðarleiðtoga sem hafa boðað komu sína á leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn verður í Hörpu á þriðjudaginn og miðvikudaginn.

Greint hefur verið frá því að Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, muni koma á fundinn en í heildina hafa á fjórða tug þjóðarleiðtoga boðað komu sína, auk utanríkisráðherra og annarra fulltrúa ýmissa ráða og stofnana. Tekið skal fram að listinn kann að taka breytingum á næstu sólarhringum.

Úkraínumenn hafa ekki gefið upp hver muni mæta fyrir þeirra hönd en athygli hefur vakið að Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur verið á faraldsfæti undanfarna daga. Er hann nú staddur í Þýskalandi, og í gær var hann í Róm á Ítalíu.

Þing- og forsetakosningar standa nú yfir í Tyrklandi en samkvæmt listanum fjölmennir varautanríkisráðherra leiðtogafundinn fyrir hönd þjóðarinnar.

Þá hafa Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins, og Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, einnig staðfest komu sína.

Hér fyrir neðan er listi yfir fulltrúa aðildarríkja Evrópuráðsins sem hafa boðað komu sína – með fyrirvara um breytingar:

  • Albanía: Edi Rama forsætisráðherra
  • Andorra: Joan Forner Rovira sendiherra
  • Armenía: Nikol Pashinyan forsætisráðherra
  • Austurríki: Alexander Van der Bellen forseti
  • Aserbaísjan: Jeyhun Bayramov utanríkisráðherra
  • Belgía: Alexander De Croo forsætisráðherra
  • Bosnía og Hersegóvinía: Željka Cvijanović
  • Búlgaría: Iliana Iotiva varaforseti
  • Króatía: Andrej Plenković forsætisráðherra
  • Kýpur: Nikos Christodoulides forseti
  • Tékkland: Petr Pavel forseti
  • Danmörk: Mette Fredriksen forsætisráðherra
  • Eistland: Alar Karis forseti
  • Finnland: Sauli Niinistö forseti
  • Frakkland: Emmanuel Macron forseti
  • Georgía: Irakli Garibashvili forsætisráðherra
  • Þýskaland: Olaf Scholz kanslari
  • Grikkland: Katerina Sakellaropoulou forseti
  • Ungverjaland: Katalin Novák forseti
  • Ísland: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
  • Írland: Leo Varadkar 
  • Ítalía: Giorgia Meloni forsætisráðherra
  • Lettland: Egils Levits forseti
  • Liechtenstein: Daniel Risch forsætisráðherra
  • Litháen: Gitanas Nauséda forseti
  • Lúxemborg: Xavier Bettel forsætisráðherra
  • Malta: Robert Abela forsætisráðherra
  • Moldóva: Maia Sandu forseti
  • Mónakó: Isabelle Berro Amadei utanríkisráðherra
  • Svartfjallaland: Dritan Abazovic forsætisráðherra
  • Holland: Mark Rutte forsætisráðherra
  • Norður Makedónía: Dimitar Kovachevki forsætisráðherra
  • Noregur: Jonas Gahr Støre
  • Pólland: Andrzej Duda forseti
  • Portúgal: António Costa forsætisráðherra
  • Rúmenía: Klaus Werner Iohannis forseti
  • San Marínó: Alessandro Scarano og Adele Tonnini
  • Serbía: Aleksandra Đurović fulltrúi Evrópuráðsins 
  • Slóvakía: Zuzana Čaputová forseti
  • Spánn: José Manuel Albares Bueno
  • Svíþjóð: Tobias Billström utanríkisráðherra
  • Sviss: Alain Berset forseti
  • Tyrkland: Mehmet Kemal Bozay varautanríkisráðherra
  • Bretland: Rishi Sunak forsætisráðherra
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert