Selenskí kominn til Þýskalands

Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, býður Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, velkominn …
Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, býður Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, velkominn í heimsókn þess síðarnefnda til Þýskalands. AFP/Bernd von Jutczenka

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag með þýska starfsbróður sínum, Frank-Walter Steinmeier, í fyrstu heimsókn sinni til Þýskalands frá því að stríðið hófst.

Selenskí er sagður hafa ritað nafn sitt í gestabókina í Bellebue höllinni áður en hann hélt inn á fund með Steinmeier. 

Búast má við að úkraínski forsetinn fundi síðar í dag með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands.

Í gær boðuðu Þjóðverjar stærstu vopnasendingu sem þýska ríkið hefur sent Úkraínumönnum frá því að innrásarstríð Rússa hófst í febrúar á síðasta ári. Andvirði sendingarinnar nemur um 2,7 milljörðum evra, eða um 400 milljörðum íslenskra króna.

Á faraldsfæti

Í gær heimsótti Selenskí Ítalíu, þar sem hann fundaði með forsetanum, forsætisráðherranum og páfanum.

Ekki liggur fyrir hvort að Selenskí muni mæta á leiðtogafundinn sem verður haldinn í Hörpu á þriðjudaginn og miðvikudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert