Full ástæða til að skoða framsal lögregluvalds

Fyrir utan Hörpu er leiðtogafundurinn var haldinn, 16. og 17. …
Fyrir utan Hörpu er leiðtogafundurinn var haldinn, 16. og 17. maí. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heimild ríkislögreglustjóra til að fela erlendum ríkisborgurum framkvæmd löggæsluverkefna er óskýr og orðalag í lögum of rúmt, að sögn formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.

Nefndin fundaði í dag og ræddi þar erlendu lögreglumennina sem sinntu löggæslu við Hörpu í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík 16. og 17. maí 2023.

Þá hafði umboðsmaður Alþingis sent forseta Alþingis bréf þess efnis að orðalag í lögreglulögum væri „of rúmt með tilliti til vilja löggjafans og almennra sjónarmiða um framsal valdheimilda“.

Vopnaðir lögreglumenn við Hörpu á meðan á leiðtogafund Evrópuráðs stóð …
Vopnaðir lögreglumenn við Hörpu á meðan á leiðtogafund Evrópuráðs stóð nú í maí. mbl.is/Kristinn Magnússon

Snýst um fullveldi og öryggi borgara

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarinnar, segir að tilefni sé til þess að málið verði tekið fyrir á Alþingi.

„Það er eitthvað sem þingið þarf að taka til skoðunar,“ segir Þórunn. „Það sem þetta snýst um, ef hægt er að kjarna það, er að annars vegar að Ísland er fullvalda ríki og á þar með að hafa stjórn á því hverjir bera vopn. Hins vegar snýst þetta um öryggi borgara.“

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipuar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipuar- og eftirlitsnefndar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hún tekur undir það að heimildin sé óskýr og býsna opin. Hún býst við því að þingið skoði lagaheimildina betur.

„Ég sem formaður nefndarinnar tel fulla ástæðu vera til þess að taka málið upp og kanna það betur,“ segir Þórunn að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert