Ruddust inn og skutu sex til bana

Tvö börn létust og fjórar konur.
Tvö börn létust og fjórar konur. AFP

Vopnaðir menn ruddust inn á heimili fjölskyldu í borginni Leon í Guanjauato í Mexíkó í fyrrakvöld og skutu sex til bana, þar á meðal tvö börn.

„Því miður létust tvö börn og fjórar konur,“ sagði Diego Sinhue Rodriguez ríkisstjóri við fréttamenn í gær.

Földu sig á þakinu

Tveir menn sluppu þar sem þeir sáu árásarmennina koma að húsinu og földu sig á þakinu, að sögn Rodriguez.

Í Guanajuato er glæpatíðni há og er það eitt ofbelldisfyllsta ríki landsins. Yfirvöld í Mexíkó hafa skráð 450 þúsund morð þar síðan árið 2006.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert