Dátar fögnuðu dátt í Reykjanesbæ

Bandarískir hermenn og herflugvél í flugskýli í Keflavík árið 2002.
Bandarískir hermenn og herflugvél í flugskýli í Keflavík árið 2002. mbl.is/RAX

Flugsveit bandaríska sjóhersins staðsett á Íslandi gerði sér glaðan dag á dögunum og fagnaði með grillveislu og smá afslöppun frá amstri dagsins. Í gær, 4. júlí, héldu Bandaríkjamenn upp á þjóðhátíðardaginn.

Undirforinginn Bryan J. Scott hjá bandaríska sjóhernum er einn þeirra en hann er staðsettur á öryggissvæðinu í Reykjanesbæ eins og margir aðrir hermenn. Blaðamaður ræddi við hann um þennan merkisdag.

Bandarískar kafbátaleitarflugvélar af gerðinni Boeing P-8 Poseidon. Hér sést ein …
Bandarískar kafbátaleitarflugvélar af gerðinni Boeing P-8 Poseidon. Hér sést ein slík í flugskýli á öryggissvæðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Allir geta fagnað grunngildunum

„Fjórða júlí er fagnað hátíðlega á hverju ári af okkur Bandaríkjamönnum þar sem það markar fæðingu þjóðarinnar okkar. Það var á þeim degi, árið 1776, sem stofnfeður okkar komu því skýrt fram í Sjálfstæðisyfirlýsingunni að allir eru skapaðir jafnir og gæddir réttinum til lífs, frelsis og leitarinnar að hamingju,“ segir Bryan og bætir við.

„Þessi trú er eitthvað sem allir, hvaðan sem þeir koma, geta haldið upp á.“

Nýtur þess að fagna deginum á Íslandi

Scott er ættaður frá Texasríki. Í viðtalinu gerði hann eins og margir aðrir og kallaði Texas „Einstjörnuríkið“ (e. The Lone Star State) sem vísar til fána Texas sem er með eina stjörnu, en upprunalega tryggðu þeir sjálfstæði sitt frá Mexíkó og voru í 10 ár sjálfstætt ríki áður en þeir gengu í Bandaríkin.

Hann kvað það vera einstakt tækifæri að fá að fagna deginum á Íslandi.

„Við njótum þess heiðurs að fá að þjóna í bandaríska hernum og á þessari stundu hefur þessi heiður leitt okkur hingað til Íslands,“ segir hann.

„Þetta er einstakt tækifæri til að fagna þessum mikilvæga degi, en á sama tíma fá að njóta fegurðar og menningar Íslands,“ segir Scott enn fremur. 

Banda­rísk­ kaf­báta­leitarflug­vél­ af gerðinni Boeing P-8 Poseidon. Hér sést ein …
Banda­rísk­ kaf­báta­leitarflug­vél­ af gerðinni Boeing P-8 Poseidon. Hér sést ein taka á loft á öryggissvæðinu.

„Scooter“

Þó hermennirnir séu ekki á bandarískri grundu þá stoppaði það þá ekki frá því að fagna deginum. Þeir voru í fríi í gær þannig ákveðið var að fagna fjórða júlí degi á undan. Scott segir þá hafa slegið upp viðburði með Íslendingum þar sem var grillað og haft gaman.

„Flugsveitin skipulagði sérstakan viðburð með íslensku gestgjöfunum okkar til að fagna, efla félagsskapinn og deila hefðunum okkar. Viðburðurinn veitti okkur tækifæri til að slaka smá á, njóta grillveislunnar, tengjast betur og taka þátt í hópefli til að þétta raðirnar ásamt fleiru skemmtilegu.“

Scott er einnig þekktur undir kallmerki sínu „Scooter“. Kallmerki er það sem hermenn fá til að auðkenna hvorn annan í gegnum fjarskiptabúnað. Eins og til dæmis „Maverick“ í kvikmyndunum Top Gun.

Tom Cruise í hlutverki flugmannsins Maverick í Top Gun. Maverick …
Tom Cruise í hlutverki flugmannsins Maverick í Top Gun. Maverick er kallmerkið hans.

Þakklátur fyrir frelsið

„Scooter“ sinnir stöðu yfirmanns hjá P-8A deildinni sem sérhæfir sig í kafbátaeftirliti hér við Íslandsstrendur. Hann segir þjóðhátíðardaginn vera dag þar sem hann og aðrir horfi til þeirra frelsisgilda sem sjálfstæðisyfirlýsingin veitti þeim.

„Þjóðhátíðardagurinn er dagur sem maður notar til að horfa á þau gildi sem við deilum eins og til dæmis frelsið. Maður gefur þakkarvott fyrir tækifærin og forréttindin sem það hefur veitt okkur.“

Hér má sjá mynd af NATO æfingu á varnarsvæðinu.
Hér má sjá mynd af NATO æfingu á varnarsvæðinu. mbl.is/Árni Sæberg

Fengið góðar móttökur frá LHG og Íslendingum

Að lokum segist Scott vera þakklátur Íslendingum og Landhelgisgæslunni. 

„Við erum að njóta tíma okkar á Íslandi og erum sérstaklega þakklát fyrir stuðning Landhelgisgæslu Íslands. Okkur hlakkar til að vinna með íslenskum samstarfsaðilum að því að styðja við stöðugleika og öryggi beggja þjóða,“ sagði hann að lokum.

Ísland og Bandaríkin eru miklar vinaþjóðir.
Ísland og Bandaríkin eru miklar vinaþjóðir. mbl.is/ÞÖK
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert