Myndskeið: Reykur reis upp eftir sprenginguna

Hafþór Kristjánsson, íbúi í Hafnarfirði, náði myndbandi af því sem virtist vera reykjarmökkur stíga upp til himins suðvestur af Hafnarfirði.

Fjöldi Hafnfirðinga kveðst hafa orðið var við háværa sprengingu um klukkan fimm síðdegis í dag, en ekkert liggur fyrir um orsök hvellsins. 

Hvellurinn varð um klukkan fimm í dag. Myndskeiðið má sjá …
Hvellurinn varð um klukkan fimm í dag. Myndskeiðið má sjá hér að ofan. Ljósmynd/Hafþór Kristjánsson

Skrítið hvað þeir gera þetta seint

Hafþór kveðst ekkert vita um upptök sprengingarinnar. Hann hafi tekið eftir reyknum og því ákveðið að taka upp myndbandið.

Hann segir íbúa á svæðinu vana því að sprengingar dynji við öðru hvoru vegna malarnáms, en ekki svo síðla dags og án viðvarana. 

Sprengingin að hans mati hafi engu að síður hljómað eins og rafsprenging sem að sögn Hafþórs er svipað og þegar steinar eru sprengdir. Hann segir það ekki óeðlilegt að ryk komi upp á svæðinu við slíkar sprengingar. 

„Mig grunaði að þeir væru bara að taka efni og sprengja upp, en mér finnst skrítið hvað þeir gera þetta seint, yfirleitt er slökkviliðið látið vita af þessu.“

Engin kannast við sprenginguna 

Lögreglan í Hafnarfirði og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins könnuðust ekki við að hafa fengið tilkynningar varðandi sprengingar á svæðinu. 

Ekki kannaðist Vegagerðin heldur við sprengingar í nágrenni við Krýsuvík en að sögn fulltrúa hennar er unnið er að styrkingum og breikkun á Krýsuvíkurvegi. Engir hvellir ættu þó að fylgja þeirri vinnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert