„Alveg fráleit niðurstaða“

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra.
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra vísar því á bug að óvissa hafi skapast á sviði utanríkismála eftir að Ísland ákvað að sitja hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasasvæðinu.

Samfylkingin óskaði fyrr í vikunni eftir því að Alþingi kæmi saman til að funda um utanríkisstefnu Íslands. Í stað nefndardags í gær óskaði flokkurinn eftir því að forsætisráðherra og utanríkisráðherra myndu svara fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar. Ekkert varð af því.

Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar.
Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fullyrðingar úr lausu lofti gripnar

„Í kjöl­farið hafa for­sæt­is­ráðherra og þing­flokk­ur eins af þrem­ur stjórn­ar­flokk­um skapað óvissu á sviði ut­an­rík­is­mála með því að op­in­bera and­stöðu sína við ut­an­rík­is­stefnu Íslands eins og hún birt­ist á alls­herj­arþingi Sam­einuðu þjóðanna. Þessi staða kall­ar á umræðu á Alþingi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Það finnst mér alveg fráleit niðurstaða,” segir Bjarni, spurður að loknum ríkisstjórnarfundi út í óvissuna sem Samfylkingin minntist á.

„Við skipum okkur í hóp með öðrum Norðurlandaþjóðum utan Noregs og erum með meirihluta Evrópusambandsríkja og fleirum. Skilaboðin eru mjög einföld og skýr. Þau eru um að það sé þörf fyrir mannúðarhlé á þessum átökum. Við erum í verki að sýna vilja til þess að auka við mannúðaraðstoð eins og við getum. Við viljum að átökunum linni og svo til lengri tíma erum við eins og áður að segja að það þurfi að efna til friðar á grundvelli tveggja ríkja lausnar,” bætir Bjarni við.

„Allar fullyrðingar að það sé einhver klofningur í ríkisstjórninni vegna utanríkisstefnunnar, þær eru algjörlega úr lausu lofti gripnar.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert