„Ég var dónaleg og streittist á móti“

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata,
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, mbl.is/Hákon

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að mál sem kom upp á skemmtistaðnum Kíkí um helgina hafi ekki verið henni til sóma. Hún hafi verið búin að drekka of mikið og brást illa við þegar dyraverðir höfðu af henni afskipti. 

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún hefur sent á fjölmiðla. 

„Þetta mál er mér ekki til sóma og mér þykir það mjög leiðinlegt. Ég var búin að drekka of mikið og brást illa við þegar dyraverðir opnuðu hurðina á klósettinu, ég var dónaleg og streittist á móti. Óháð öllu öðru, var hegðun mín ekki til fyrirmyndar. Ég hef beðið hlutaðeigandi afsökunar á framkomu minni. Það eru forréttindi að vera kjörinn fulltrúi, því fylgir ábyrgð og mér þykir leitt að hafa brugðist svona við.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert