Skorar á útvarpsstjóra og stjórn Ríkisútvarpsins

FTT segir að við skuldum þeim þjóðum sem fara fram …
FTT segir að við skuldum þeim þjóðum sem fara fram með offorsi í krafti hernaðarmáttar ekki að deila með þeim sviði á viðburði sem alla jafna einkennist af gleði og bjartsýni. Samsett mynd

Stjórn Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) skorar á útvarpsstjóra og stjórn Ríkisútvarpsins að taka ekki þátt í Eurovision árið 2024 nema Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni á sömu forsendum og Rússum í síðustu keppni.

Skilt að taka afstöðu gegn stríði

„Okkur er öllum skylt að taka afstöðu gegn stríði og morðum á óbreyttum borgurum sem saklausum börnum. Við höfum alltaf val um að leggja ekki nafn okkar við slíkt hvort sem við erum einstaklingar eða stofnanir ríkisins.

Við skuldum þeim þjóðum sem fara fram með offorsi í krafti hernaðarmáttar ekki að deila með þeim sviði á viðburði sem alla jafna einkennist af gleði og bjartsýni.“

Undir áskorunina ritar stjórn FTT en hana skipa; Bragi Valdimar Skúlason formaður, Védís Hervör Árnadóttir, varaformaður, Sóley Stefánsdóttir, Ragnheiður Gröndal, Andri Ólafsson, Hallur Ingólfsson og Hildur Kristín Stefánsdóttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert