Lögreglan rannsakar umskurð á Akureyri

Tilkynning um umskurðinn barst frá heilbrigðisstofnun á svæðinu.
Tilkynning um umskurðinn barst frá heilbrigðisstofnun á svæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar nú hvort 17 mánaða drengur hafi verið umskorinn í heimahúsi á Akureyri í september árið 2022.

Þetta staðfestir Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri, í samtali við mbl.is en Rúv greindi fyrst frá.

Ríkismiðillinn segir sínar heimildir herma að umskurðurinn hafi verið framkvæmdur af trúarlegum ástæðum og að foreldar drengsins séu frá Afríkuríki. Miðillinn segir að kona frá Gana, sem hafi ferðast frá Ítalíu, hafi umskorið drenginn. Foreldrarnir hafi ekki vitað að slíkar aðgerðir gætu farið í bága við lög hér á landi, að eigin sögn.

Sumir hafa kallað eftir því að umskurður drengja verði bannaður …
Sumir hafa kallað eftir því að umskurður drengja verði bannaður með lögum líkt og umskurður stúlkna.

Ekki beint ólöglegt að umskera drengi

Tilkynning um umskurðinn barst frá heilbrigðisstofnun á svæðinu en Rúv segir að barnið hafi verið flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri stuttu eftir umskurðinn. Blætt hafi úr skurðsárinu og framkvæma þurfti aðgerðina upp á nýtt til að koma í veg fyrir sýkingu.

Ekk­ert ákvæði í ís­lensk­um lög­um fjallar bein­lín­is um umsk­urð á kyn­fær­um drengja. Þó er refsivert að að valda tjóni á líkama eða heilsu stúlkubarns eða konu með því að fjarlægja kynfæri hennar að hluta eða öllu með „líkamsárás“, að því er fram kemur í hegningarlögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert