Umskurður drengja ekki bannaður í íslenskum lögum

Ekkert ákvæði í íslenskum lögum fjallar um umskurð á kynfærum ...
Ekkert ákvæði í íslenskum lögum fjallar um umskurð á kynfærum drengja, sem fyrir vikið er hvorki bannaður né heimilaður.

Umskurður drengja er ekki bannaður samkvæmt íslenskum lögum og óvíst að umskurður geti fallið undir almenn hegningarlög. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Sigríðar Á. Andersen dómsmálráðherra við fyrirspurn Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins.

Silja Dögg spurði ráðherra hvort heimilt sé að framkvæma umskurð á kynfærum drengja ef ekki liggi fyrir læknisfræðilegar ástæður. Sagði í svörum ráðherra að ekkert ákvæði í íslenskum lögum fjalli beinlínis um umskurð á kynfærum drengja og af því leiði að aðgerðir af því tagi séu hvorki sérstaklega heimilaðar né bannaðar. Þá sé ráðherra ekki kunnugt um að reynt hafi á það fyrir íslenskum dómstólum hvort slíkar aðgerðir samræmist íslenskum lögum. 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/09/18/vill_eyda_lagalegri_ovissu/

Silja spurði einnig hvort ráðherra teldi þess vert að láta skoða hvort umskurður drengja geti verið refsiverður samkvæmt almennri refsilöggjöf. Ráðherra svaraði því til að hún telji „alls óvíst“ að svo sé. Með lagabreytingu sem var gerð 2005 hafi verið sett inn í hegningarlög ákvæði þar sem umskurði á kynfærum kvenna sé jafnað við refsiverða líkamsárás, en lagabreytingin hafi verið þingmannamál og því ekki fylgt lagatæknilegur rökstuðningur. Því kunni svo að fara að  hegningarlögin verði framvegis túlkuð þannig að þau nái ekki yfir umskurð, hvorki drengja né stúlkna.

„Í þessu sambandi varð áhugaverð þróun á löggjöf í Þýskalandi árið 2012 þegar sett var inn í löggjöf nýtt ákvæði sem heimilaði umskurð drengja. Fram að þeim tíma höfðu dómstólar ítrekað komist að þeirri niðurstöðu að umskurður drengja væri ólögmæt líkamsárás. Þrátt fyrir setningu þessara laga hafa dómstólar komist að þeirri niðurstöðu að umskurður drengja án samráðs við þá kunni að teljast líkamsárás og réttur þeirra til sjálfsákvörðunar gangi framar trú foreldranna, einkum því eldri sem börnin eru. Íslenskir dómstólar hafa ekki enn fjallað um mál af þessum toga en endanlegt mat á lögmæti umskurðar á kynfærum drengja liggur hjá þeim,“ sagði í svörum ráðherra. 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/04/17/a_ekki_heima_i_refsiloggjofinni/

Undanfarin ár hafi umræða um umskurð og mannréttindi aukist verulega. Málið hafi þó enn ekki komið til kasta Mannréttindadómstóls Evrópu svo kunnugt sé, né heldur hafi eftirlitsnefndir sem starfa á grundvelli mannréttindasamninga Sameinuðu þjóðanna komist að þeirri niðurstöðu að umskurður drengja teljist brot á mannréttindum þeirra. Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hafi engu að síður lýst yfir ákveðnum áhyggjum af þeim áhrifum sem umskurður kunni að hafa á drengi og hvatt til þess að þessi mál verði skoðuð frekar.

„Þá hafa umboðsmenn barna og ýmsir heilbrigðisstarfsmenn á Norðurlöndum gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram kemur það álit að umskurður ungra drengja feli í sér brot á réttindum barna samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ 

Ráðherra kveðst því ætla að halda áfram að fylgjast með umræðunni. „Mikilvægt er að það álitaefni hvort og þá hvenær foreldrar geta tekið ákvörðun um ónauðsynleg og óafturkræf inngrip í líkama barna sé skoðað heildstætt út frá réttindum og hagsmunum barna. Á það ekki einungis við um umskurð drengja af trúarlegum eða menningarlegum ástæðum heldur einnig aðgerðir á ungbörnum með ódæmigerð kyneinkenni og aðrar ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna. Þau mál eru nú þegar til skoðunar innan velferðarráðuneytisins í tengslum við frumvarp um kynrænt sjálfræði.“

mbl.is

Innlent »

Íslendingar í Sri Lanka óhultir

14:58 Nokkrir Íslendingar sem staddir eru í Sri Lanka hafa sett sig í samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins til þess að láta vita af sér. Ráðuneytið veit ekki betur en að allir Íslendingar sem staddir eru ytra, þar sem yfir 200 eru látnir eftir hryðjuverkaárásir, séu heilir á húfi. Meira »

Slökkvistarfi lokið við Sléttuveg

14:11 Vettvangur eldsins sem braust út í bílakjallara við Sléttuveg 7 á tíunda tímanum í morgun var afhentur lögreglu rétt fyrir hádegi í dag. Meira »

Atli Heimir Sveinsson látinn

14:06 Atli Heimir Sveinsson er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu tónskáldsins.  Meira »

Íslendingar í Sri Lanka láti vita af sér

14:00 Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að Íslendingar í Sri Lanka láti aðstandendur vita af sér eftir hryðjuverkaárásirnar í morgun. Þá er þeim sem þurfa á aðstoð að halda bent á að hafa samband við neyðarsíma borgaraþjónustunnar +354-545-0-112. Meira »

„Verðum að breyta um lífsstíl“

12:05 Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, minntist á eldsvoðann í Notre Dame-kirkjunni í París og þau David Attenborough og Gretu Thunberg í páskapredikun sinn í Dómkirkjunni þar sem vandamál tengd loftslagsmálum voru henni hugleikin. Meira »

Tæknideild rannsakar vettvanginn

11:42 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar í dag vettvanginn þar sem eldsvoðinn varð í Dalshrauni í Hafnarfirði í gær. Meira »

„Hún flýgur aldrei aftur“

11:25 „Það væsir ekkert um hana hjá mér, hún virðist hafa það mjög gott,“ segir Halldór Jónsson um brandugluna sem hann bjargaði úr girðingu skammt frá Þórshöfn ásamt félaga sínum á dögunum. Meira »

„Það var mikill reykur“

11:06 „Hér kom upp eldur í bílageymslu, í einhverju dóti sem var geymt í bílageymslunni,“ segir Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. „Það var mikill reykur og þá hlýtur að vera töluverður eldur í þessu líka.“ Meira »

Allt tiltækt slökkvilið við Sléttuveg

10:13 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú útkalli við Sléttuveg í Reykjavík vegna mikils reyks í bílakjallara húsnæðisins. Útkallið barst kl. 9:56 samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni. Meira »

Logn í skíðabrekkum á páskadag

09:47 Landsmenn ættu að geta unað sér vel í skíðabrekkum víða um land í dag, en það stefnir í fínasta færi í brekkum víðast hvar og logn. Meira »

Messað við sólarupprás

09:17 „Kristur er sannarlega upprisinn,“ sagði séra Kristján Valur Ingólfsson, prestur við guðsþjónustu í Þingvallakirkju nú í morgun, páskadag. Eins og hefð er fyrir var upprisumessa sungin á Þingvöllum á þessum degi, og hófst hún kl. 5:50 eða nærri sólarupprás. Meira »

Eldvakt til miðnættis í Dalshrauni

08:51 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var með svokallaða eldvakt til miðnættis í Dalshrauni í Hafnarfirði vegna eldsvoðans sem varð þar í gær. Að lokinni eldvaktinni fóru síðustu menn heim og vettvangurinn var afhentur lögreglunni, sem fer nú með rannsókn málsins. Meira »

Útköll í heimahús vegna hávaða

08:10 Nokkuð var um útköll í heimahús vegna hávaða úr samkvæmum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Meira »

Hægviðri víða með morgninum

07:09 Víða verður hægviðri með morgninum og skýjað að mestu. Hiti verður á bilinu 3 til 9 stig að deginum.  Meira »

Töluvert tjón í verslun Húsasmiðjunnar

Í gær, 21:35 Við slökkvistarf í eldsvoðanum í Dalshrauni í dag lak mikið vatn niður í verslun Húsasmiðjunnar, sem er á neðri hæð hússins sem brann. Óvíst er um hvort hægt verði að opna verslunina á þriðjudaginn. Meira »

Stefnir í hlýtt en vætusamt sumar

Í gær, 21:13 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem heldur úti veðurvefnum blika.is, rýndi sér til gamans í þriggja mánaða veðurspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar. Gögnin gefa ágæta innsýn í hvernig sumarið gæti litið út hérlendis. Einar segir að líkur séu á því að meðalhiti hafni í efsta þriðjungi miðað við síðustu 30 árin á undan. Meira »

Sýnin breytti lífi mínu

Í gær, 20:30 Hrafnhildur Sigurðardóttir, stofnandi og annar eigandi Hugarfrelsis, hefur orðið fyrir andlegum upplifunum sem hafa breytt viðhorfum hennar til lífsins. Þessi fimm barna móðir úr Garðabænum segir tilgang lífsins vera að hjálpa öðrum, þroska sálina og breiða út ljósið og kærleikann. Meira »

Enginn liggur undir grun vegna bruna

Í gær, 20:25 Eldsupptökin í brunanum í fjölbýli í Dalshrauni í dag virðast hafa verið í herbergi erlends pars á þrítugsaldri. Enginn liggur undir gruni og enginn er í haldi lögreglu. Meira »

Brosir og hlær sig í gegnum allt

Í gær, 20:19 Hún segir það vanvirðing við lífið að láta sér leiðast. Þuríður Sigurðardóttir var aðeins 16 ára og feimin þegar hún söng fyrst opinberlega, en tilviljanir réðu því að söngurinn varð aðalstarf hennar í áratugi. Meira »