Má ekki bjóða sig fram til forseta

Listamaðurinn Erna Mist segir að hún verði fyrir fordómum þar sem henni er meinað að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Hún er gestur í nýjasta þætti Spursmála.

„Þetta eru bara aldursfordómar," segir hún þegar talið berst að þeirri staðreynd að samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins eru enn níu ár þar til hún má bjóða sig fram til embættisins. Hún er fædd árið 1998 og í stjórnarskránni er kveðið á um að forsetaframbjóðendur þurfi að hafa náð tilskildum lágmarksaldri, þ.e. 35 árum.

Erna Mist og Runólfur Ágústsson ræddu meðal annars aldursmörk fyrir …
Erna Mist og Runólfur Ágústsson ræddu meðal annars aldursmörk fyrir forsetaframbjóðendur. mbl.is/Árni Sæberg

Væri það ekki gjörningur að þú myndir bjóða þig fram og láta reyna á þetta fyrir dómstólum?

„Ég er bara ekki gjörningalistamaður,“ svaraði Erna Mist og kallaði fram hlátrasköll frá öðrum viðstöddum.

Maður veltir fyrir sér. Nú sér maður í Bandaríkjunum að það eru tveir elliærir menn að bjóða sig fram og líklegastir til að ná kjöri, og reyndar þeir einu eru að detta inn á níræðisaldur. ER ekki eitthvað undarlegt við að við setjum aldursmörkin á hinn veginn hjá okkur. Nú megum við kjósa frá því að við erum 18 ára, er ekki bara eðlilegt að fólk sem hefur kosningarétt hafi einnig kjörgengi í kosningum sem þessum? Hvað segir sá elsti við borðið?

Jú ég held að svona aldurstakmarkanir, hvort sem eru upp á við eða niður á við séu ekki góð hugmynd,“ segir Runólfur Ágústsson, sem einnig er gestur Spursmála og bætir við:

„Við erum reyndar með ákveðin mörk bara, við treystum ekki börnum til að kjósa eða stýra sínu samfélagi, þar eru mörkin 18 ár ef ég man rétt. Við erum líka með efri mörk um sjötugt í flest ef ekki öll opinber störf sem er í nútíðinni algjörleg galin regla að mínu viti. Þetta var á þeim tíma þegar meðalaldur þjóðarinnar var líklega 15-20 árum lægri en hann er í dag. Flest fólk nær níræðisaldri í dag og flestir eru með fulla starfsorku um sjötugt og jafnvel fólk sem hefur engan áhuga á að hætta. Þannig að þetta þarf að vera sveigjanlegra og svona mörk eru í eðli sínu að mismuna fólki. Það er ekki eðlilegt að mismuna fólki út frá aldri.“

Skemmtileg umræða spannst um þetta atriði í þættinum og sjón er sögu ríkari í spilaranum hér að ofan.

Viðtalið má svo sjá í heild sinni hér að neðan. Í þáttinn mættu einnig þau Brynjar Níelsson, fyrrum alþingismaður og Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert