Gerir ráð fyrir ákvörðun seinna í dag

Ástráður Haraldsson gerir ráð fyrir því að hann taki ákvörðun …
Ástráður Haraldsson gerir ráð fyrir því að hann taki ákvörðun um boðun fundar seinna í dag mbl.is/Árni Sæberg

Gera má ráð fyrir því að ríkissáttasemjari taki ákvörðun seinni partinn í dag um boðun fundar á milli breiðfylkingar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu.

Þetta segir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við mbl.is.

Ástráður segir líklegt að hann taki ákvörðun um fundarboð seinna í dag og að þá muni hann í kjölfarið senda út fundarboð á deiluaðila. Ætla má að fundurinn verði þá á allra næstu dögum að hans sögn.

Kjaradeilan sigldi í strand í síðustu viku og var vísað til ríkissáttasemjara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert