Myndskeið: Mótmælandi handtekinn

Mótmælendur sem segjast á vegum samtakanna No border mótmæltu í gærkvöldi þegar ný ríkisstjórn var sett á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. 

Mótmælendur kröfðust meðal annars kosninga, afsagnar Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og bættrar framkomu við flóttafólk.

Nokkrir tugir mótmælenda voru saman komnir. Sumir þeirra ákváðu að setjast á veginn sem liggur að Bessastöðum og endaði það meðal annars með handtöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert