Strandveiðibátur tók inn á sig sjó

Björgunarbátur frá Landsbjörg.
Björgunarbátur frá Landsbjörg. mbl.is/Unnur Karen

Um ellefuleytið í morgun barst tilkynning um að strandveiðibátur vestur af Barðanum væri að taka inn á sig sjó.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út ásamt sjóbjörgunarsveitum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar frá Patreksfirði, Bolungarvík, Flateyri og Ísafirði.

Það náðist fljótt að ráða við lekann og er báturinn núna í fylgd björgunarskipsins Stellu frá björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri á leið til hafnar á Þingeyri.

Betur fór því en á horfðist, að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.

Annar bátur í vanda

Björgunarskipið Kobbi var í morgun kallað út til að hjálpa öðrum strandveiðibát sem sigldi á rekald á sömu slóðum fyrir vestan og er verið að aðstoða hann, segir Ásgeir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert