Lögmenn vísa umsóknum hælisleitenda til Alþingis

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/Brynjar Gauti

Forsætisnefnd Alþingis verður falið að útbúa vinnureglur um málsmeðferð við afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt sem Alþingi veitir og skulu reglurnar tilgreina þau atriði sem höfð verði til hliðsjónar þegar Alþingi fjallar um slíkar umsóknir. Svo segir í þingsályktunartillögu sem Birgir Þórarinsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins undirbýr að leggja fram á þingi.

Þriggja manna undirnefnd allsherjar- og menntamálanefndar hefur það verkefni að fara yfir umsóknir um ríkisborgararétt og fylgigögn þeirra sem beint er til Alþingis, en aðrir þingmenn hafa ekki aðgang að þeim upplýsingum. Jón Gunnarsson alþingismaður hefur gagnrýnt þetta fyrirkomulag og vill að þessar upplýsingar verði aðgengilegar öllum þingmönnum, eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær.

Birgir segir að fjöldi umsókna um ríkisborgararétt til Alþingis hafi aukist mjög síðustu misseri og álag á nefndina sé mikið. 

„Ég veit mörg dæmi þess að lögmannsstofur sem vinna fyrir hælisleitendur eru farnar að vísa málum til Alþingis um beiðni um ríkisborgararétt fyrir sína umbjóðendur. Lögin um veitingu ríkisborgararéttar eru frá árinu 1952 og menn sáu þetta ekki fyrir á þeim tíma,“ segir Birgir Þórarinsson.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert