Stjórnarskrármálið (frh.)

Sakar Margréti um klækjastjórnmál

15.3.2013 Breytingartillaga Margrétar Tryggvadóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, við frumvarp formanna Samfylkingarinnar, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Bjartrar framtíðar til breytinga á stjórnarskránni „gefur stjórnarandstöðu fullkomna afsökun til að tefja málið allt í málþófi og drepa það.“ Meira »

Starfsáætlunin „ekkert heilög“

14.3.2013 Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að starfsáætlun þingsins, sem gerir ráð fyrir þinglokum á morgun, væri „ekkert heilög“ í hennar huga og að þingmenn gætu „vel unnið fram í næstu viku“ og lokið stórum málum ætti eftir að klára. Meira »

Tillaga um vantraust felld á þingi

11.3.2013 Tillaga Þórs Saari um vantraust á ríkisstjórnina var felld á Alþingi í dag með 32 atkvæðum gegn 29. Einn þingmaður sat hjá.  Meira »

Þráinn studdi ríkisstjórnina

11.3.2013 Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, sagði nei þegar atkvæði voru greidd á Alþingi um vantraust á ríkisstjórnina.  Meira »

Nær að lýsa vantrausti á þingnefndina

11.3.2013 Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir furðulegt að Þór Saari skuli leggja fram vantrausttillögu á ríkisstjórnina vegna stjórnarskrármálsins. Það mál sé flutt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og nær væri fyrir Þór að lýsa vantrausti á hana. Meira »

„Stundum færi þér betur að þegja“

11.3.2013 Hart er deilt um störf ríkisstjórninnar og stjórnarskrárfrumvarpið á Alþingi og var mikið um frammíköll þegar Ragnheiður Ríkharðsdóttir svaraði Össuri Skarphéðinssyni og yfirlýsingum hans um fylgispekt Sjálfstæðismanna við Þór Saari. Sagði Ragnheiður það stundum fara utanríkisráðherra betur að þegja Meira »

Leikrit sem fólk vill ekki sjá

11.3.2013 Vantrauststillaga Þórs Saari á hendur ríkisstjórninni er markviss tilraun til að drepa stjórnarskrármálið endanlega, að mati Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra og formanns Vinstri grænna. Meira »

„Heimskulegt feigðarflan“ Þórs Saari

11.3.2013 Ríkisstjórnin gengur í berhögg við það grundvallaratriði í lýðræðisríkjum að allt vald komi frá þjóðinni, að mati Þórs Saari sem mælti fyrir tillögu um vantraust á ríkisstjórnina nú fyrir stundu. Jóhanna Sigurðardóttir sagði Þór velja heimskulegustu leið sem hægt væri að hugsa sér í núverandi stöðu. Meira »

Sakar Bjarta framtíð um hrossakaup

9.3.2013 „Þingmenn Bjartrar framtíðar settu sem skilyrði fyrir því að verja ríkisstjórnina falli að setja inn ónothæfa leið sem Guðmundur Steingríms hefur talað fyrir. Það er sorglegt að Björt framtíð byrji feril sinn á þingi með slíkum hrossakaupum,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. Meira »

Líkti forseta Alþingis við Trampe greifa

8.3.2013 Þar sem 32 þingmenn af 63 hafa lýst því yfir að þeir styðji frumvarp að nýrri stjórnarskrá er Alþingi ekkert að vanbúnaði að samþykkja það fyrir þinglok. Þetta kom fram í máli Þorvaldar Gylfasonar, formanns Lýðræðisvaktarinnar, á blaðamannafundi sem fram fór á veitingastaðnum Sóloni í Reykjavík í dag. Meira »

Líkti Framsóknarflokknum við flugeld

7.3.2013 „Framsóknarflokkurinn er eins og flugeldur sem skýst upp í loftið og springur þar út en fellur jafnhratt niður og þá er ekki jafnmikil reisn yfir honum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í umræðum á Alþingi í dag. Meira »

Ábyrgðin hjá einum þingmanni

7.3.2013 „Ég myndi vilja hvetja þingmanninn til að stíga varlega til jarðar í þessum efnum því að það er morgunljóst að ef vantrauststillaga þingmannsins verður samþykkt og ekki er búið að tryggja málinu framhaldslíf að þá verður ábyrgðin á því að hafa stöðvað stjórnarskrármálið hjá einum þingmanni og bara einum þingmanni.“ Meira »

„Hvar er allt fólkið sem mætti og kaus?“

7.3.2013 „Hvar eru þingmennirnir 35 sem samþykkti að setja stjórnarskrána í þjóðaratkvæðagreiðslu? Hvar er hugrekkið og dugurinn til að vera fylgin sér og tryggja að í það minnsta eitt af þeirra megin kosningamálum myndi komast í höfn? Hvar er allt fólkið sem mætti og kaus um nýja stjórnarskrá?“ Meira »

Samþykkt að ræða tillögu Árna Páls

6.3.2013 Greidd eru nú atkvæði um afbrigði við þingsköp um að taka á dagskrá tillögu að stjórnskipunarlögum og þingsályktunartillögu frá Árna Páli Árnasyni, Katrínu Jakobsdóttur og Guðmundi Steingrímssyni til lykta stjórnarskrármálsins á þessu þingi. Meira »

Ekki aftur snúið með stjórnarskrána

6.3.2013 Álfheiður Ingadóttir segir það fráleita tillögu að ætla að kasta stjórnarskrárfrumvarpinu til hliðar og taka upp aftur eftir fjögur ár, líkt og felst að hennar sögn í tillögu sem Framsóknarflokkur setti fram í dag. Hún sagði óskiljanlegt að hafna frumvarpinu og að ekki verði aftur snúið á þeirri vegferð. Meira »

Stjórnarskrárfrumvarpið lagt fram sem breytingartillaga

14.3.2013 Frumvarp að nýrri stjórnarskrá hefur verið lagt fram á Alþingi sem breytingatillaga við frumvarp formanna Samfylkingarinnar, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Bjartrar framtíðar þar sem gert er ráð fyrir að gerðar verði ákveðnar lágmarksbreytingar á stjórnarskránni og stefnt að því að halda vinnu við heildarendurskoðun hennar áfram á næsta kjörtímabili. Meira »

„Fá brauðmola af borði Árna Páls“

11.3.2013 „Vantrauststillagan var felld í dag með stuðningi Bjartrar framtíðar sem er orðin að eins Orwellískum öfugmælasamtökum og hugsast getur. Þau hafa nú staðsett sig með þeim öflum, stjórnmálastéttinni, klíkuveldinu og valdastéttinni sem vill ekki nýja stjórnarskrá.“ Meira »

Jón Bjarnason situr hjá

11.3.2013 Jón Bjarnason lýsti því yfir á Alþingi þegar greidd voru atkvæði um tillögu um vantraust, að hann myndi sitja hjá. Hann sagði tillöguna óábyrga og ómálefnalega. Meira »

„Tvíeykisstjórn“ Davíðs og Þórs

11.3.2013 Vantrauststillaga Þórs Saari og umræður um hana eru sennilega það sérkennilegasta sem sést hefur á Alþingi, að mati Steingríms J. Sigfússonar. Hann kallaði Þór Saari nýjan yfirformann Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Umræðum um tillöguna er nú lokið og atkvæðagreiðsla við það að hefjast. Meira »

Keyptu stuðning með loforðum um stjórnarskrá

11.3.2013 Lilja Mósesdóttir sagði í umræðum um vantrauststillögu Þórs Saari á Alþingi að ríkisstjórnin hafi þurft á stuðningi Hreyfingarinnar að halda síðan 2012. Stuðningurinn hafi verið keyptur með loforði um nýja stjórnarskrá. Sjálf sagðist hún ekki hafa stutt ríkisstjórnina í 2 ár. Meira »

„Íslandsmet í prinsippleysi“

11.3.2013 Niðurlæging Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks er algjör þegar þeir lúta Þór Saari sem nýjum leiðtoga, því þeir þora ekki að leggja fram vantraust í eigin nafni. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson á Alþingi og fór mikinn. Hann spurði hvort Bjarni Benediktsson hafi gleymt framgöngu Þórs í Landsdómsmálinu Meira »

Ósammála Þór en styðja vantraust

11.3.2013 Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sóru báðir af sér að vera sammála Þór Saari þótt þeir styðji vantrauststillögu hans gegn ríkisstjórninni. Sögðu þeir málið ekki snúast um stjórnarskrána eina heldur að ríkisstjórnin sé rúin trausti. Meira »

Valgerður: Mér er ómögulegt að þegja

10.3.2013 Mér er ómögulegt að þegja er yfirskrift pistils Valgerðar Bjarnadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem hún skrifar á Eyjuna í kvöld og fjallar um stjórnarskrármálið. Meira »

Lúðvík sagði sig frá málinu

9.3.2013 „Það er ekkert leyndarmál af minni hálfu,“ segir Lúðvík Geirsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Meira »

Telur málið geta dagað uppi í þingnefnd

8.3.2013 „Ég á nú alveg eftir að sjá að þetta fari út úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Ég er ekki viss um að það sé meirihluti fyrir því inni í þeirri nefnd.“ Meira »

„Allir hinir svíkja kjósendur sína“

7.3.2013 „Ég ætla ekki að svíkja þessa þjóð. Ég ætla að reyna að gera allt sem ég get til þess að klára málið á þessu þingi svo það næsta þurfi aðeins að samþykkja það. En ég lýsi hér eftir hugrekki og heiðarleika á Alþingi og að menn standi við það sem þeir lofa.“ Meira »

Sakar VG um ofstopa og ósannindi

7.3.2013 „Það er slæmt ef þingstörfum á að ljúka með orðhengilshætti, innihaldslausum frösum og tilraunum til að sverta pólitíska andstæðinga. Vonandi er þetta ekki til marks um þá pólitík sem Vinstri græn ætla að reka undir nýrri forystu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á heimasíðu sinni í dag. Meira »

Hafa lokið 1. umræðu um bæði málin

6.3.2013 Umræðum um frumvarp Árna Páls Árnasonar, Katrínar Jakobsdóttur og Guðmundar Steingrímssonar og þingsályktunartillögu þeirra þriggja varðandi meðferð og endurskoðun stjórnarskrárinnar lauk í kvöld. Meira »

„Útfararræður stjórnarskrárinnar“

6.3.2013 Þór Saari segir að 6. mars 2013 verði meitlaður í söguna sem einn af sorgardögum lýðveldisins Íslands. Hann kallaði ræðu sína útfararræðu stjórnarskrárinnar og sagði Alþingi misheppnaða stofnun sem hefði sett lýðræðið til hliðar. Meira »

Kallar eftir afstöðu Jóns Gnarr

6.3.2013 „Jón Gnarr og félagar verða nú að svara því hvers vegna þeir styðja þetta athæfi formanns Bjartrar framtíðar sem með sama áframhaldi mun tryggja Íslandi svarta en ekki bjarta framtíð,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, á heimasíðu sinni í dag. Meira »