Stjórnarskrármálið (frh.)

Viðræður standa yfir um þinglok

20.3.2013 Viðræður standa nú yfir um möguleg þinglok á milli forseta Alþingis, Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, og formanna stjórnmálaflokkanna. Viðræðurnar nú eru framhald af þeim viðræðum sem hófust í gærkvöldi en ákveðið hefur verið að boða ekki til þingfundar fyrr en fyrir liggur hvað komi út úr þeim. Meira »

Stjórnarskrármálið af dagskrá

19.3.2013 Búið er að taka stjórnarskrármálið af dagskrá og þegar þingfundur hefst klukkan 20:00 verða önnur mál tekin fyrir. Þetta staðfesti Illugi Gunnarsson í samtali við mbl.is. Meira »

Ólíkar tillögur frá stjórnarliðum

19.3.2013 „Sá texti sem lagður var hér fram í gærmorgun af nokkrum háttvirtum þingmönnum er ekki í samræmi við þann texta sem formaður Samfylkingar sendi formönnum stjórnmálaflokkanna til þess að hugsa um um helgina,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Meira »

Lýsa yfir stuðningi við Árna Pál

19.3.2013 Formanni Samfylkingarinnar, Árna Páli Árnasyni, eru sendar baráttukveðjur í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Samfylkingarfélagsins í Kópavogi sem fram fór í gærkvöld. Ennfremur er lýst yfir stuðningi við viðleitni formannsins til þess „að tryggja umfjöllun og afgreiðslu nýrrar stjórnarskrár á næsta kjörtímabili.“ Meira »

Gerir ráð fyrir umræðum fram á nótt

18.3.2013 „Já, ég geri ráð fyrir því,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, aðspurður hvort hann geri ráð fyrir því að þingfundur muni halda áfram í kvöld og í nótt. Meira »

Með tillögu að auðlindaákvæði

18.3.2013 Fjórir stjórnarþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við frumvarp formanna Samfylkingarinnar, VG og Bjartrar framtíðar um breytingar á stjórnarskránni. Um er að ræða þingmennina Oddnýju G. Harðardóttur, Skúla Helgason, Álfheiði Ingadóttur og Árna Þór Sigurðsson. Meira »

„Skrípaleikur“ ríkisstjórnar

18.3.2013 „Þetta er orðið sápuópera sem er ekkert lengur fyndin hvernig haldið er á störfum á Alþingi í dag. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta, hvorki þingmönnum né öðrum sem standa hér fyrir utan þinghúsið. Þetta er orðið einn skrípaleikur í boði stjórnarflokkanna.“ Meira »

Stjórnarskrárfrumvarpið lagt fram sem breytingartillaga

14.3.2013 Frumvarp að nýrri stjórnarskrá hefur verið lagt fram á Alþingi sem breytingatillaga við frumvarp formanna Samfylkingarinnar, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Bjartrar framtíðar þar sem gert er ráð fyrir að gerðar verði ákveðnar lágmarksbreytingar á stjórnarskránni og stefnt að því að halda vinnu við heildarendurskoðun hennar áfram á næsta kjörtímabili. Meira »

„Fá brauðmola af borði Árna Páls“

11.3.2013 „Vantrauststillagan var felld í dag með stuðningi Bjartrar framtíðar sem er orðin að eins Orwellískum öfugmælasamtökum og hugsast getur. Þau hafa nú staðsett sig með þeim öflum, stjórnmálastéttinni, klíkuveldinu og valdastéttinni sem vill ekki nýja stjórnarskrá.“ Meira »

Jón Bjarnason situr hjá

11.3.2013 Jón Bjarnason lýsti því yfir á Alþingi þegar greidd voru atkvæði um tillögu um vantraust, að hann myndi sitja hjá. Hann sagði tillöguna óábyrga og ómálefnalega. Meira »

„Tvíeykisstjórn“ Davíðs og Þórs

11.3.2013 Vantrauststillaga Þórs Saari og umræður um hana eru sennilega það sérkennilegasta sem sést hefur á Alþingi, að mati Steingríms J. Sigfússonar. Hann kallaði Þór Saari nýjan yfirformann Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Umræðum um tillöguna er nú lokið og atkvæðagreiðsla við það að hefjast. Meira »

Keyptu stuðning með loforðum um stjórnarskrá

11.3.2013 Lilja Mósesdóttir sagði í umræðum um vantrauststillögu Þórs Saari á Alþingi að ríkisstjórnin hafi þurft á stuðningi Hreyfingarinnar að halda síðan 2012. Stuðningurinn hafi verið keyptur með loforði um nýja stjórnarskrá. Sjálf sagðist hún ekki hafa stutt ríkisstjórnina í 2 ár. Meira »

„Íslandsmet í prinsippleysi“

11.3.2013 Niðurlæging Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks er algjör þegar þeir lúta Þór Saari sem nýjum leiðtoga, því þeir þora ekki að leggja fram vantraust í eigin nafni. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson á Alþingi og fór mikinn. Hann spurði hvort Bjarni Benediktsson hafi gleymt framgöngu Þórs í Landsdómsmálinu Meira »

Ósammála Þór en styðja vantraust

11.3.2013 Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sóru báðir af sér að vera sammála Þór Saari þótt þeir styðji vantrauststillögu hans gegn ríkisstjórninni. Sögðu þeir málið ekki snúast um stjórnarskrána eina heldur að ríkisstjórnin sé rúin trausti. Meira »

Valgerður: Mér er ómögulegt að þegja

10.3.2013 Mér er ómögulegt að þegja er yfirskrift pistils Valgerðar Bjarnadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem hún skrifar á Eyjuna í kvöld og fjallar um stjórnarskrármálið. Meira »

Hringleikahús fáránleikans á Alþingi

19.3.2013 Þingmenn Hreyfingarinnar telja sig ekki bundna af samkomulagi sem þingflokksformenn og forseti Alþingis náðu í kvöld um frestun stjórnarskrármálsins og afgreiðslu annarra mála. Birgitta Jónsdóttir segir ástæðuna einfalda: Ekkert hafi verið við hana rætt um málið. Meira »

Munu fresta umræðu um stjórnarskrá

19.3.2013 Samkvæmt heimildum mbl.is stendur til að stöðva umræðu um stjórnarskrá á Alþingi. Málið verði tekið af dagskrá og geymt. Á meðan verða önnur mál rædd til að létta af dagskrá þingsins. Meira »

Óvirðing við stjórnarskrá landsins

19.3.2013 „Það er í raun og veru óvirðing við stjórnarskrá Íslands að fara fram með þeim hætti,“ sagði Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag og vísaði þar til breytingartillögu Margrétar Tryggvadóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, við frumvarp formanna Samfylkingarinnar, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Bjartrar framtíðar að breytingum á stjórnarskránni. Meira »

Stjórnarskrármálið komið í öngstræti

19.3.2013 „Eftir fund minn með þingflokksformönnum og forseta þingsins í gærkvöld er ljóst að málefni stjórnarskrárinnar er komið í þannig öngstræti að þingið mun ekki einu sinni geta afgreitt þau ákvæði sem við tókum sérstaklega út fyrir sviga og báðum þjóðina um sérstakt álit á í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Meira »

Stjórnarskrármálið tekið til umræðu

18.3.2013 Önnur umræða um frumvarp formanna Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar um stjórnskipunarlög hófst á Alþingi eftir hádegið. Áður viðruðu þingmenn Sjálfstæðisflokks áhyggjur sínar af breytingartillögu Margrétar Tryggvadóttur, þingmanns Hreyfingarinnar. Meira »

„Enginn vilji til að finna lausn á málinu“

18.3.2013 Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir engan vilja hjá formönnum stjórnarflokkanna til þess að finna lausnir á stjórnarskrármálinu. Hún hafi reynt að ræða við bæði Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, og Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, en án árangurs. Meira »

Sakar Margréti um klækjastjórnmál

15.3.2013 Breytingartillaga Margrétar Tryggvadóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, við frumvarp formanna Samfylkingarinnar, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Bjartrar framtíðar til breytinga á stjórnarskránni „gefur stjórnarandstöðu fullkomna afsökun til að tefja málið allt í málþófi og drepa það.“ Meira »

Starfsáætlunin „ekkert heilög“

14.3.2013 Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að starfsáætlun þingsins, sem gerir ráð fyrir þinglokum á morgun, væri „ekkert heilög“ í hennar huga og að þingmenn gætu „vel unnið fram í næstu viku“ og lokið stórum málum ætti eftir að klára. Meira »

Tillaga um vantraust felld á þingi

11.3.2013 Tillaga Þórs Saari um vantraust á ríkisstjórnina var felld á Alþingi í dag með 32 atkvæðum gegn 29. Einn þingmaður sat hjá.  Meira »

Þráinn studdi ríkisstjórnina

11.3.2013 Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, sagði nei þegar atkvæði voru greidd á Alþingi um vantraust á ríkisstjórnina.  Meira »

Nær að lýsa vantrausti á þingnefndina

11.3.2013 Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir furðulegt að Þór Saari skuli leggja fram vantrausttillögu á ríkisstjórnina vegna stjórnarskrármálsins. Það mál sé flutt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og nær væri fyrir Þór að lýsa vantrausti á hana. Meira »

„Stundum færi þér betur að þegja“

11.3.2013 Hart er deilt um störf ríkisstjórninnar og stjórnarskrárfrumvarpið á Alþingi og var mikið um frammíköll þegar Ragnheiður Ríkharðsdóttir svaraði Össuri Skarphéðinssyni og yfirlýsingum hans um fylgispekt Sjálfstæðismanna við Þór Saari. Sagði Ragnheiður það stundum fara utanríkisráðherra betur að þegja Meira »

Leikrit sem fólk vill ekki sjá

11.3.2013 Vantrauststillaga Þórs Saari á hendur ríkisstjórninni er markviss tilraun til að drepa stjórnarskrármálið endanlega, að mati Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra og formanns Vinstri grænna. Meira »

„Heimskulegt feigðarflan“ Þórs Saari

11.3.2013 Ríkisstjórnin gengur í berhögg við það grundvallaratriði í lýðræðisríkjum að allt vald komi frá þjóðinni, að mati Þórs Saari sem mælti fyrir tillögu um vantraust á ríkisstjórnina nú fyrir stundu. Jóhanna Sigurðardóttir sagði Þór velja heimskulegustu leið sem hægt væri að hugsa sér í núverandi stöðu. Meira »

Sakar Bjarta framtíð um hrossakaup

9.3.2013 „Þingmenn Bjartrar framtíðar settu sem skilyrði fyrir því að verja ríkisstjórnina falli að setja inn ónothæfa leið sem Guðmundur Steingríms hefur talað fyrir. Það er sorglegt að Björt framtíð byrji feril sinn á þingi með slíkum hrossakaupum,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. Meira »