Sea­bed Constructor

Seabed Constructor farið

15.4. Seabed Constructor, norska rannsóknarskipið sem fjallað hefur verið ítarlega um í fjölmiðlum undanfarna daga vegna rannsókna skipsins á þýska flakinu Minden sem sökkt var milli Íslands og Færeyja í lok 1939, er farið úr lögsögu Íslands. Meira »

Mega ekki rífa flakið án leyfis

13.4. Óheimilt er samkvæmt íslenskum lögum að hrófla við flaki þýska kaupskipsins Minden án þess að fá til þess leyfi frá Umhverfisstofnun. Þetta segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri stofnunarinnar, í samtali við mbl.is. Þetta sé alveg ljóst í ljósi laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Meira »

Komið aftur á svipaðar slóðir

12.4. Rannsóknarskipið Seabed Constructor er nú statt suður af Íslandi á svipuðum slóðum og skipið var á þegar Landhelgisgæslan fór fram á það að það héldi til hafnar hér á landi um helgina og gerði grein fyrir erindi sínu innan íslensku efnahagslögsögunnar. Meira »

Hluti farmsins var í breskri eigu

10.4. Vaknað hefur upp skyndilegur áhugi á örlögum þýska flutningaskipsins Minden sem sökkt var á hafsvæðinu á milli Íslands og Færeyja 24. september 1939, eftir að fréttir bárust af því að erlent rannsóknarskip væri að reyna að bjarga verðmætum úr flakinu. Meira »

Á sá fund sem finnur?

9.4. „Ef þetta er í landhelginni getur ríkið sett þannig lagaramma að það sé eigandi ef enginn annar gerir tilkall. En ef þetta er fyrir utan landhelgina þá á sá fund sem finnur,“ segir Bjarni Már Magnússon, doktor í hafrétti við Háskólann í Reykjavík, um flutningaskipið Minden. Meira »

Seabed Constructor kominn til hafnar

9.4. Norska rann­sókn­ar­skipið Sea­bed Constructor kom til Reykjavíkur á áttunda tímanum í morgun og hefur lögregla nú tekið við rannsókninni. Greint var frá því í gær að Land­helg­is­gæsl­an hef­ði stefnt skipinu til hafn­ar, vegna gruns um ólög­leg­ar rann­sókn­ir í íslenskri efnahagslögsögu. Meira »

Grunað um ólöglegar rannsóknir

8.4. Landhelgisgæslan stefndi norska rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar í gær. Grunur er talinn leika á að skipið hafi stundað ólöglegar rannsóknir í efnahagslögsögu Íslands og tekur lögregla við rannsókn málsins þegar skipið kemur til hafnar á morgun. Meira »

Voru byrjaðir að rífa flakið

13.4. Skipverjar á rannsóknarskipinu Seabed Constructor voru byrjaðir að rífa flakið af þýska kaupskipinu Minden þegar Landhelgisgæslan hafði afskipti af því um síðustu helgi. Þetta segir Auðun Kristinsson, aðgerðastjóri Gæslunnar í samtali við mbl.is. Meira »

„Opna dekkið eins og sardínudós“

13.4. Rannsóknarskipið Seabed Constructor er aftur komið á slóðir þýska kaupskipsins Minden, sem sökkt var 1939 norðvestur af Færeyjum. Meira »

Hafa ekki gögn um farminn

11.4. Þýska skipafélagið Hapag-Lloyd AG hefur ekki upplýsingar um farm kaupskipsins Minden sem sökkt var norðvestur af Færeyjum í lok september 1939 eftir að síðari heimsstyrjöldin var hafin. Meira »

Lætur líklega úr höfn í fyrramálið

10.4. „Köfunin var á vegum Landhelgisgæslunnar og einfaldlega til þess að sjá hvernig væri umhorfs þarna undir. Það var ekki verið að leita að neinu,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is spurður um rannsókn á starfsemi rannsóknarskipsins Seabed Constructor innan íslensku efnahagslögsögunnar. Meira »

Kafarar leita undir skipinu

9.4. Kafarar hafa verið sendir til að kanna botn norska rann­sókn­ar­skipsins Sea­bed Constructor. Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að verið sé að athuga hvort skipið hafi sérstakan búnað sem hafi verið notaður til að rannsaka skipsflak þýska flutn­inga­skipsins Mind­en. Meira »

Leita verðmæta í þýsku flaki

8.4. Norska rannsóknarskipið Seabed Constructor, sem Landhelgisgæslan hefur stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir, hefur undanfarna daga haldið sig á svæðinu þar sem þýska flutningaskipið Minden sökk í seinni heimsstyrjöldinni. Fyrirtækið sem leigir skipið er sagt leita verðmæta í flakinu. Meira »

Fullkomið skip við Skarfabakka

21.3. Rannsóknar- og framkvæmdaskipið Seabed Constructor hefur legið við Skarfabakka í Reykjavík síðustu daga, en skipið kom hingað til lands frá Kanada til að taka vistir og skipta um áhöfn. Skipið er skráð í Bergen og eigandi þess er norska fyrirtækið Swire Seabed. Meira »