Listi Framsóknarflokksins valinn með póstkosningu í Norðvesturkjördæmi

Kjördæmissamband Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi ákvað í dag að framboðslisti flokksins til Alþingiskosninga yrði valinn með póstkosningu. Stjórn kjördæmissambandsins lagði til að farin yrði önnur leið en tillagan var felld með aðeins sex atkvæðum, 54 gegn 60.

Á vef RÚV er greint frá því að tillaga stjórnar kjördæmissambandsins var að haldið væri svokallað tvöfalt kjördæmisþing sem þýðir að á fimmta hundrað framsóknarmenn myndu kjósa listann og kjósa þá í eitt sæti í einu. Hin tillagan fól í sér póstkosningu þar sem allir framsóknarmenn í kjördæminu myndu kjósa um öll sætin í einni kosningu.

Tveir hafa boðið sig fram í fyrsta sæti listans þeir Kristinn H. Gunnarsson og Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra. Kristinn hafði mælt með tillögu um póstkosningu. Herdís Sæmundardóttir sem áður hafði boðið sig fram í annað sætið tilkynnti á fundinum í dag að hún hygðist bjóða sig fram í 1.-2. sæti, samkvæmt vef RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert