Jón: Eðlilegt viðbragð að stíga til hliðar

Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins
Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins mbl.is/Brynjar Gauti

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins sagði eftir að fyrstu tölur voru birtar í kvöld að þessar tölur væru mikið áfall fyrir flokkinn en samkvæmt tölunum er flokkurinn að missa fimm þingmenn. Sagði Jón að oft hefði verið leitað til flokksins í stjórnarmyndunarviðræðum en að hann telji ekki að þeir muni koma að slíkum viðræðum í fyrstu umferð að þessu sinni þar sem hann telji það eðlilegt viðbragð þeirra sem séu að tapa að virða vilja fólksins og stíga til hliðar.

Jón sagði við mbl.is, að hann ætlaði að leiða flokkinn inn í stjórnarmyndunarviðræður, ef af yrði, en svo yrði það lagt í hendur flokksmanna hver hans framtíð verði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert