Þiggja ráðherrarnir laun fyrir febrúar?

Stjórnarráðið.
Stjórnarráðið. mbl.is/Sverrir

Síðasti starfsdagur ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks var sunnudagurinn 1. febrúar. Þeir ráðherrar sem hættu störfum fá því laun sem slíkir út mánuðinn en biðlaun frá 1. mars. Morgunblaðið lagði eftirfarandi spurningu fyrir fráfarandi ráðherra: Hyggst þú þiggja ráðherralaun fyrir febrúar?

„Ég þekki ekki reglurnar en fer eftir þeim reglum sem eru í gildi,“ svarar Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra.

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, spyr á móti hvort ekki gildi almennar reglur um þetta? „Er þetta einstaklingsbundið?“ Einar Kr. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, svarar: „Ég hef einfaldlega hugsað mér að hlíta þeim lögum og reglum sem gilda um biðlaun.“

Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra svarar játandi. Svar hefur ekki borist frá Geir H. Haarde, Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.

Björgvin G. Sigurðsson, sem sagði af sér sem viðskiptaráðherra áður en slitnaði upp úr samstarfi flokkanna, hefur lýst því yfir að hann þiggi ekki biðlaun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert